Sparaðu stóru orðin Steingrímur!

Sparaðu stóru orðin Steingrímur og ekki lofa neinu sem þú getur ekki staðið við!
mbl.is Steingrímur: Íslendingar munu borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Akkúrat Sigurður. Þetta er með ólíkindum sem hann er að láta út úr sér...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.9.2010 kl. 11:40

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl hann ætlar ekki að breyta neinu í vinnubrögðum sýnum gegn okkur samlöndum því er hann búin að stimpla sig á spjöld sögunar sem landráðamaður!

Sigurður Haraldsson, 18.9.2010 kl. 12:17

3 identicon

Eru ekki allir flokkar á þingi búnnir að staðfesta það að Íslendingar ætla að borga?

Tryggvi (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 12:18

4 identicon

Það verður þjóðin sem hefur síðast orðið hvort og hvernig við borgum.

Um það mun Forsetinn sjá um.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 13:46

5 identicon

Það eru í gildi LÖG í landinu, SAMÞYKKT AF ALÞINGI um að Icesave skuli greitt. Eru menn eitthvað tregir hér? Hvað á ráðherra í ríkisstjórn Íslands að segja annað?

Hr. ÓRG, forseti vor hefur þegar staðfest þessi lög. Muna bara að lesa heima!

Skellur (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 15:01

6 identicon

Skellur.  Óttalegur hroki er þetta og hlægilega innistæðulaus.  Þú þarft að lesa heima.  Forsetinn skrifaði undir Icesave1 með fyrirvara um að Bretar og Hollendingar myndu samþykkja breytingartillögur.  Þeir höfnuðu því og þess vegna var enginn samningur gerður.  Þá var farið út í samningagerðina um Icesave2.  Þess hefði ekki þurft eð Icesave1 hefði verið gildur, - eða hvað?  Forsetinn skrifaði ekki undir Icesave2.

Hugsanlega veistu ekki um að í um hálft ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni hafa verið samningaviðræður í gangi eða þreifingar og án nokkurs árangurs eins og Steingrímur J. var að skýra frá.  Flestir ættu að skilja að það væri alger óþarfi ef samningur væri í gildi, - ekki satt? 

Fyrir heimavinnu set ég þér að kynna þér upplýsingar stjórnvalda sem birtust á heimasíðu Stjórnarráðsins sem lýsa nákvæmlega hvernig mál þróuðust ef að þjóðin hafnaði Icesave2 í þjóðaratkvæðisgreiðslunni.  1.8% hennar samþykkti ríkisábyrgðina Icesave2. Sennilega hefur heimavinna þeirra verið á pari við þína. Falleinkunn er það sem þið uppskáruð.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 17:50

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk Guðmundur fyrir greinargóða innkomu!

Sigurður Haraldsson, 18.9.2010 kl. 22:46

8 identicon

Alþingi samþykkti ríkisábyrð með skilyrðum. Fyrri ríkisstjórn lýsti yfir vilja til að greiða. Il Presidente gerði það sömuleiðis. Þetta hefur allt legið fyrir. Við höfum margskuldbundið okkur í þessu efni. Sá sem talar fyrir hönd rikisstjórnar okkar getur ekki sagt annað en það sem SJS sagði, hvort sem við erum sammála honum eða ekki. Málið dautt.

Skellur (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 22:51

9 identicon

Skellur.  Það er einfaldlega rangt.  Ekkert hefur verið samþykkt, einfaldlega vegna þess að engin lög hafa verið sett um Icesave ríkisábyrgð.  Án laga verður ekki króna greidd út í eitt né neitt,  Það breytir engu um nein loforð svokallaðra frammámanna.  Þau einfaldlega geta aldrei orðið stjórnarskrá rétthærri og skuldbundið ríkissjóð.  Þetta vita mótsamningaaðilar, enda í þeirra lagalegu ábyrgð að ganga í skugga um hver er nákvæmlega samningsumboð mótsemjenda er í öllum samningaviðræðum.  Td. kom íslenska samninganefndin heim fyrir nokkrum dögum vegna þess að samningamenn Hollands og Bretlands höfðu ekkert samningsumboð ríkisstjórna sinna. 

Engir samningar eru gildir, og þetta geturðu kynnt þér á vef stjórnarráðsins eða forsætisráðuneytisins.  Misskilningurinn (lygarnar) um að Icesave1 tæki gildi ef Icesave2 væri felldur í þjóðaratkvæðagreiðslunni var einfaldlega spunarugl stjórnarliða, eins og lygarnar um að einhver betri samningur lægi fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslunni.  Í gær sagði Steingrímur það sem þjóðin vissi að engin betri samningur hefur legið fyrir síðan Icesave2, og engin er í pípunum eftir tæpt hálft ár frá að 98.2% þjóðarinnar hafnaði honum. 

Þar sem Icesave1 var undirritaður af forsetanum með fyrirvara um að allar breytingartilögur yrðu samþykktar, þá tók hann aldrei lagalega gildi vegna þess að Bretar og Hollendingar HÖFNUÐU honum alfarið.  Þar með fellur undirskrift forseta af honum, og eftir stendur ekki annað en lagafrumvarp samþykkt af meirihlutanum án samþykktar forseta eins og á Icesave2.  Eins og gefur að skilja, þá er ómögulegt í sennilega allri samningagerð að einhver hafni samning alfarið, en tekur hann upp einhliða ef honum þykir henta.  Í alþjóðasamningagerð eru engir möguleikar á slíku, og leikreglur eru alþjóðlegar eins og í tilfellinu með Icesave. 

Það er sorglegt að sjá að undantekningarlaust eru borgunarsinnar fullkomlega ókunnugt um lagahliðar málsins, og flestir halda því ennþá fram að Tryggingarsjóður innistæðueigenda hafi verið með ríkisábyrgð um leið og þeir heimta að þingið samþykki að setja á sjóðinn ríkisábyrgð.  Engu breytir að núna fyrir skömmu kom tilkynning frá framkvæmdarstjórn ESB um að það mætti og átti aldrei að vera ríkisábyrgð á sjóðinum.  Semsagt að það sem hefur verið hryggjarstykkið í málflutningi stjórnvalda og borgunarsinna er ónýtt og horfið, en samt fullyrða þessir snillingar eins og ekkert er, að ESB hafi bara rangt fyrir sér.  Allur annar málflutningur borgunarsinna hef ég hvergi séð haldi fram af Bretum eða Hollendingum. 

Varðandi lögfræðina þá sting ég uppá að þú og þínir líkir lesið skrif Sigurðar Líndals lagaprófessors til Jóns Baldvins Hannibalssonar vegna þess hversu honum blöskraði lygavaðallinn úr gamla fretkarlinum.  Skrifin eru einstaklega aðgengileg enda skrifuð fyrir aðila sem hafði ekki hundsvit á lagahlið Icesave.  Engin hefur gert minnstu tilraun að hrekja skrifum hans,frekar en kollega og samstarfsmannanna Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors og sérfræðings í alþjóðalögum og Lárusar Blöndals hrl. og meðlimi íslensku samningarnefndarinnar um Icesave.

Lagaprófessorinn skrifar ma.:

 
"Nú liggja fyrir fjölmargar yfirlýsingar forvígismanna Íslendinga um stuðning við tryggingarsjóð, nánar tiltekið að aðstoða sjóðinn við að afla nauðsynlegs fjár – meðal annars með lántökum – svo að hann geti staðið við skuldbindingar um lágmarkstryggingu innistæðna. Ef orð kynnu að hafa fallið á annan veg, geta þau ekki fellt ábyrgð á ríkissjóð, þar sem slík ábyrgð verður að hljóta samþykki Alþingis. Í mikilvægum milliríkjaviðskiptum er gengið úr skugga um umboð og réttarstöðu viðsemjenda, þannig að þetta hefur bæði Hollendingum og Bretum verið ljóst. Reyndar skiptir grandleysi ekki máli – slíkt loforð er ekki bindandi."

"En ef Jóni Baldvini er annt um sjálfsvirðingu sína, ætti hann að gefa orðum sínum gaum. Með ummælum um bindandi yfirlýsingar íslenzkra ráðamanna um ríkisábyrgð – þótt hann hafi ekki fundið þeim stað – er hann að saka þá um að virða ekki stjórnarskrána. Ríkisábyrgð hlýtur að fylgja lántaka og fyrir henni verður væntanlega setja tryggingu og til þess þarf samþykki Alþingis, sbr. 40.-41. gr. stjórnarskrárinnar, sbr einnig 21. gr. Ráðherra sem hefði gefið yfirlýsingu um stórfelldar fjárhagsskuldbindingar með ábyrgð íslenzka ríkisins án fyrirvara um samþykki þingsins kynni að baka sér ábyrgð samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð og verða stefnt fyrir Landsdóm. Jón Baldvin er með orðum sínum að saka forystumenn Íslendinga, þar á meðal ráðherra um stórfelld lögbrot. Þrátt fyrir það að vera ekki bindandi er augljóst að slíkar yfirlýsingar hefðu skaðað íslenzka ríkið."

"Ef Ísland hefði tekið á sig ábyrgð með hinum umsömdu viðmiðum hefði þá þurft að gera sérstakan samning um  ríkisábyrgð 5. júní 2009 sem undanfarið hefur legið fyrir Alþingi?"

 

http://www.pressan.is/pressupennar/lesa_Sigurd_Lindal/ur-thrasheimi-stjornmalamanns

PS.:  Biðst velvirðingar á lengd innleggs, en er orðin afskaplega þreyttur á þeim rangfærslum sem er verið að fylla netið af og lítils áhuga borgunarsinna á nokkru samneyti við sannleikann.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 23:49

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk Guðmundur lengdin skiptir ekki máli það er innihaldið og það er flott hafðu þökk fyrir.

Sigurður Haraldsson, 19.9.2010 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband