Ætla að koma hér inn!

Kem með skrif í hvert sinn sem þessi ferja og sandhöfninn tengd henni koma í fréttum og mun það vera liður í mótmælum gegn þessu glapræði sem viðgengst í framkvæmdum tengdum sanddælingu og peningamokstri til að reyna að halda ónýtri höfn opinni!

mbl.is Allar ferðir til Þorlákshafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Þ. Löve

Algjörlega sammála þér. Vitnisburður um hreppapólitíkina sem hér viðgengst. Förum í skaðabótamál! Heimtum að þeir sem ábyrgir eru á þessum "brandara" verði gert að endurgreiða hverja krónu sem þeir fleygðu í þennann pytt! Var það kannski Hrekkjalómafélagið í Eyjum sem kom þessu af stað?

Davíð Þ. Löve, 6.5.2011 kl. 13:22

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Hvers vegna sýnir enginn úrvalstillögu Lúðvíks Gissurarsonar (ef ég man rétt) að leiða kvísl af Markarfljóti inn í höfnina ofanverða og láta hana sjá um að ræsa höfnina út?

Sigurður Hreiðar, 6.5.2011 kl. 14:51

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þegar höfnin í Eyjum var byggð á sínum tíma voru einnig miklar hremmingar við gerð þeirrar hafnar sem ekki var auðveld. Hringskersgarður hvarf nokkrum sinnum í ölduróti vegna ónógs grjóts og sjálfsagt hefur verið farin styttri leiðin við hönnunina. Innsiglingin var því oft erfið og Vestmannaeyjahöfn verið ófullnægjandi.

Nú er tæknin meiri og betri. Eigum við ekki að vona það besta? Vandinn í dag liggur m.a. í því hversu Herjólfur ristir djúpt og því viðkvæmari fyrir öllum grynningum sem myndast.

Það hlýtur að koma sá dagur að Landeyjarhöfn verði jafngóð sem aðrar hafnir landsins og verði Eyjamönnum sem landsmönnum öllum til aukins gagns.

Góðar stundir.

GJ

Guðjón Sigþór Jensson, 6.5.2011 kl. 14:52

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Davíð já þetta er hreint með ólíkindum!

Auðvitða mætti athuga þennan kost og framkvæma hann ef hann væri raunhæfur.

Guðjón því miður mun hún aldrei verða það vegna staðsetningar!

Sigurður Haraldsson, 6.5.2011 kl. 18:47

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hugmynd Sigurðar Hreiðars að beina hluta Markarfljóts gegnum höfnina vera bráðsnjalla enda er hrein eðlisfræði að baki hugmyndinni. Auðvitað eigum við að doka við og sjá hvernig málin þróast. Herjólfur er kannski of stór og djúprista fyrir þessa höfn sem vonandi á eftir að sýna og sanna gildi sitt. Mér finnst Eyjamenn vera fullbrattir í að afskrifa hana strax.

Bestu kveðjur.

GJ

Guðjón Sigþór Jensson, 7.5.2011 kl. 00:20

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nú hvað segir þú eru eyjamenn að vakna af værum svefni sambandi við þessa höfn!

Sigurður Haraldsson, 7.5.2011 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband