Eruð þið ekki að grínast?

Er ekki verið að grínast hér? Froðuhagkerfi er búið til með bréfum og hvernig fer það þegar á reynir? Efasemdafólk sem les þetta skal svara spurningu minni núna. Þegar á reynir og fólk vill taka út beinharða peninga hvað er þá mikið til af þeim?


mbl.is Gaf út skuldabréf upp á 500 milljónir evra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Sigurður.

Nú er ég ekki að efast um neitt sem þú segir, en hef samt mikinn áhuga á að leiða fram svar við spurningunni sem þú setur fram.

Svarið fer aðallega eftir því hvernig maður skilgreinir "beinharða peninga". Ef maður skilgreinir það sem seðla og mynt þá er til jafnvirði um 58,5 milljarða króna og þar af eru tæpir 50 milljarðar í umferð en restin liggur í stöflum á vörubrettum í kjallara seðlabankans. Þó ber að hafa í huga að seðlar útgefnir af seðlabanka eru ekkert endilega mikið "beinharðari" peningar heldur en skuldarviðurkenningar útgefnar af öðrum bönkum almennt.

Ef maður skilgreinir "beinharða peninga" sem gull, þá eru til tvö tonn í því formi, hér um bil helmingurinn í stöngum sem eru geymdar af einhverjum óskiljanlegum ástæðum í Englandsbanka og hinn helmingurinn gamlar norrænar gullkrónur sem eru geymdar í gömlum málningarfötum sem sitja í þar til gerðum hillum í kjallara Seðlabanka Íslands. Þessi tvö tonn af beinhörðustu "peningum" sem til eru á Íslandi eða í íslenskri eigu, eru miðað við núverandi gengi og heimsmarkaðsverð tæplega 5,5 milljarða króna virði.

Ef maður gerir ráð fyrir því að allt fari fjandans til og það yrði ekki aðeins áhlaup á bankana heldur líka á seðlabankann, þá liggur svarið í síðarnefndu tölunni. Það er hinsvegar lítið að marka hana, því ef þetta gerðist þá myndi gengi krónunnar þurfa að falla um 90% til þess að allir seðlar og mynt væru innleysanleg í gulli og þá yrðu þessar tölur ekki lengur marktækar. Ef við ætluðum svo að gera rafrænar innstæður í bönkum líka innleysanlegar í gulli þá þyrfti gengisfallið að vera meira en 99% án tillits til annarra þátta.

(Heimildir: Seðlabanki Íslands, Bloomberg.)

Guðmundur Ásgeirsson, 9.9.2016 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband