Hvers vegna?

Hvers vegna í ósköpunum gerði ríkisstjórnin þetta á síðasta ári að troða nauðasamningum á hendur íslensku þjóðinni vitandi það að nokkrir stórkarlar sem komu okkur í þessi vandræði eiga að svara til saka ekki hinn almeni borgari. Loksins kom hjálp til handa lýðnum svo kölluðum (ekki gott að þurfa að nota svona orð um samlandann en þeir sem stjórna hugsa og framkvæma á þann veg að vart annað er hægt)Forseti vor herra Ólafur Ragnar Grímsson opnaði augu umheimsins gagnvart okkur og enn í dag eru stjórnarliðar að reyna að rakka það niður og hætt við að ef þeir ná einhverjum breytingum og minni eða engri greiðslu til handa Bretum og Hollendingum þá eigni þeir sér heiðurinn af því, en það er alveg ljóst að með neitun forsetans var pólitísku stórslysi afstýrt allavega í bili. Nú verða allir sem einhverja trú hafa á Íslandi og íslenskum almenningi að gera sitt  besta í samningum sem nú standa fyrir dyrum óháð flokkum og stjórn. ÁFRAM ÍSLAND!


mbl.is Lipietz: Veikur málstaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uppreisn, verði kröfur samþykktar

Uppreisn, verði kröfur samþykktar
Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, segir að það verði gerð uppreisn hér á landi verði gengið að kröfum Breta og Hollendinga um að Íslendingar greiði 600 milljarða króna vegna Icesave-reikninganna.

Pétur Blöndal sagði í hádeginu í dag að einungs fjárkröfur Breta og Hollendinga væru margfalt hærri en þær stríðsskaðabætur sem Þjóðverjar voru neyddir til að greiða í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Grófir útreikningar bendi til þess að þær hafi numið um einni milljón króna á hvern Þjóðverja. Þær lögðust þungt á þýskt efnahagslíf, verðbólgan magnaðist og atvinnuleysir jókst gríðarlega.

Steingrímur segir, eins og Pétur, að Íslendingar eigi að spyrna gegn kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem gera ráð fyrir að gjaldeyrislán sé háð því að samið verði við Breta. Íslendingar hafi uppfyllt allar lagalegar skyldur og tilskipanir Evrópusambandsins um innlánstryggingarkerfi. Íslendingar eigi ekki að láta undan kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins því þeim beri ekki skylda að greiða tapið vegna Icesave-reikninganna.

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item233100/

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 23:27

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvað segirðu er Stein-grímur að vakna þetta vissi ég fyrir löngu að við gætum ekki staðið undir þessum skuldbindingum hann er ekki bara búin að vera vanhæfur í þessu máli vegna þess að hann hefur einnig ásamt fleirum í stjórn íslands reynt að nauðga skuldbindingum upp á okkur þegna landsins.

Sigurður Haraldsson, 10.1.2010 kl. 23:54

3 Smámynd: Elle_

Sigurður, fréttin sem Guðmundur setti þarna inn er gömul, siðan í október, 08.  Guðmundur hlýtur að vera að sýna að stjórnarandstæðingurinn Steingrímur vildi ALLS EKKI Icesave, þó hann hafi algerlega snúist og án laga og allra raka.   Steingrímur sagði líka eftirfarandi sem stjórnarandstæðingur.  Og athugaðu, það var bara 3 mánuðum fyrir kosningar og á meðan eða ekki löngu áður en hann og Indriði Þorláksson fóru að vinna leynilega með AGS að því að koma Icesave yfir okkur og kom fram að það mætti ekki fréttast fyrr en talsvert eftir kosningar.   Það kom fram núna ekki fyrir löngu þegar póstar milli AGS og Indriða fundust.  Þetta er alveg svakalegt.  Í fjölda landa hefði þeim líklega báðum verið vikið úr embætti og kannski kærðir: 

STEINGRÍMUR JÓHANN SIGFÚSSON Í JANÚAR, 09:

Framan af höfðu ýmsir ráðherrar ríkisstjórnarinnar uppi stór orð um að ekki kæmi til greina að Íslendingar létu kúga sig til uppgjafar í deilunni um hina lagalegu og þjóðréttarlegu ábyrgð landsins gagnvart Icesave-reikningunum. Eins og lögfræðingar hafa bent á var hlutverk innlánatryggingarkerfa samkvæmt reglum ESB/EES-svæðisins aldrei að takast á við allsherjar bankahrun, heldur aðeins fall einstakra banka.

Eins og undirritaður lýsti yfir við atkvæðagreiðslu um málið í þinginu 5. desember síðastliðinn lítur þingflokkur Vinstri grænna á samninginn sem riftanlegan eða ógildanlegan nauðungarsamning.
Enn er hægt að afstýra stórslysi fyrir íslenska þjóð. Taki Tryggingarsjóðurinn hins vegar við skuldunum er ljóst að þá verður ekki aftur snúið: Þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á grundvelli pólitískra þvingunarskilmála sem ríkisstjórnin hafði ekki dug í sér til að standa gegn:

http://www.amx.is/adgerd.php?adgerd=pdf&id=7628

Elle_, 12.1.2010 kl. 21:00

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góður ElleE við verðum að berjast fyrir föðurlandið ekki gerir ríkisstjórnin það.

Sigurður Haraldsson, 14.1.2010 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband