Stríð!

Þetta icesave mál er ekkert annað en pólitískt stríð á hendur smáþjóð samt er smá jákvæður punktur með þessu að Hollendingar beiti sér gegn aðild Íslands að ESB því þangað eigum við ekkert erindi.
mbl.is Hyggjast beita sér gegn samvinnunni við AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kerlingarálftin hún Jóhanna er búin að koma okkur í stríð við þetta lið. Ekki skrítið þar sem hún er sjálf í stríði við okkur. Það þarf að koma þessum aðilum í skilning um að við höfum engum skuldbindingum að gegna fyrr en dómstóll sker þar úr, og þeir megi sjálfir eiga sitt ESB. Við viljum ykkur ekki þó Jóhanna segi það. 

assa (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 07:37

2 Smámynd: corvus corax

Þeir mega eiga sitt ESB ...og Jóhönnu líka!

corvus corax, 11.3.2010 kl. 07:57

3 Smámynd: Hlöðver Stefán Þorgeirsson

Er ekki hægt að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort halda eigi áfram að spandera almannafé í þessar aðildarviðræður og draga með því Jóhönnu niður á jörðina og taka vopnin úr höndum hollensku ríkisstjórnarinnar.

Ég velti þó fyrir mér hvort eitthvað annað geti orðið til þess.

Hlöðver Stefán Þorgeirsson, 11.3.2010 kl. 08:11

4 identicon

Af hverju hafa stjórnvöld ekki fyrir löngu gefið út þá yfirlýsingu að við borgum allt sem dómstólar munu segja að við séum skildug til að borga og ekkert fyrr?  Þá myndi umræðan hætta að snúast um að Ísland ætli ekki að standa við skuldbindingar sínar og snúast í staðinn um það af hverju Bretar og Hollendingar vilja ekki fara með þetta fyrir dómstóla.

andri (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 15:45

5 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég lít á að samningarnefnd um Icesave hafi ekki neina heimild til að gera neina samninga um Icesave þegar þjóðin sagði þvert nei um Icesave, málið fyrir dómstóla strax, ég er búinn að fá meira en nóg af þessum kúgunum, slíta öll stjórnmálatengsl við Breta og Hollendinga, draga lánaumsókn AGS til baka og afþakka öll lán frá þessum svokölluðum frændþjóðum og óska eftir aðstoð frá Kína og Rússlandi, þetta ætti að velgja þessum lyddum vel undir uggum ef við sýnum þeim klærnar, en hér er punglaus ríkisstjórn sem er grátlega léleg.

Sævar Einarsson, 11.3.2010 kl. 16:37

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk fyrir innlitið þetta er hroðalegt stríð sem við eigum í aðal varnir okkar eru ekki nothæfar það erum við sem verðum að berjast.

Sigurður Haraldsson, 11.3.2010 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband