Takið eftir!

TAKIÐ EFTIR NÁTTÚRUHAMFARIR Á HNETTINUM ER EKKI HÆGT AÐ TILEINKA EINSTÖKUM LÖNDUM!

ÞETTA GOS ER EKKI EINKAEIGN ÍSLENDINGA MENN VERÐA AÐ HAFA ÞAÐ Á HREINU.


mbl.is Ísland ofarlega í huga ferðalanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Þetta er hárrétt.

Eldgos kemur náttúrulega úr iðrum jarðarinnar. Hvort sem eldgosið kemur upp í það skiptið, á Íslandi eða annarstaðar.

Finnst spes að sjá á ýmsum erlendum fréttasíðum, athugasemdir við fréttir "i hate iceland" og annað í þeim dúr. Eitthvað um karma og blanda þessu saman við efnahagshrunið osfrv.

Mjög spes því að yfirleitt þegar hamfarir eiga sér stað í heiminum að þá hefur fólk áhyggjur og öryggi fólks á hamfarasvæðum er í umræðunni.

En núna er það bara tafir flugferðalanga og hvort fólk þurfi að bíða lengi og þá hvað lengi, eftir að komast í fríið og annað.

Finnst þetta mjög sérstakt, verð nú bara að segja það.

ThoR-E, 16.4.2010 kl. 21:28

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

AceR fréttamenn og ríkisstjórn landsins líta á þessar náttúruhamfarir okkar sem einkaeign það er alveg merkilegt í ljósi þess að ef illa fer þá teistum við á styrk frá öðrum þjóðum.

Sigurður Haraldsson, 16.4.2010 kl. 22:16

3 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Ef þetta fer illa eins og þú segir, þá eru flestir dauðir. Ef þetta heldur áfram jafnvel árum saman, og tala nú ekki um ef önnur eldfjöll fara að taka við sér og jarðskjálfta sem virðast koma mjög oft upp á síðkastið, þurrkar þar sem ætti að vera rísandi gróður, ofurregn drekkjandi uppskerum og beljandi stormar á óíklegustu stöðum, þá erum við fucked.

Ekki nóg með að allar flugsamgöngur munu ganga niðri um allan heim heldur eru líkur á að lagnir og orkumannvirki munu skemmast í öllum hamagangnum og fólk missir rafmagnið. Allar samgöngur stoppa, öll þéttbýli lenda illa úti þar sem það er ekki nægur matur til þar sem að það er aska allstaðar og ekkert vex svo engin dýr geta tuggið. Við einfaldlega endum aftur í steinöld.

Það sem fornar þjóðir og margir einstaklingar hafa verið að vara okkur við er kannski akkúrat að ske núna (SEM ER ÞAÐ SEM ÞEIR SEGJA), sem sagt, þessir stóru skjálftar, stormar eldgos, osfrv er bara forsmekkurinn á því sem er á leiðinni. 

Af hverju? Það hefur eitthvað að gera með lífið, heiminn og allt og við getum einfaldlega ekki gert neitt til að stoppa það. En við getum, og áttum að vera viðbúin að miklar jarðhræringar væru í vændum, vegna þess að það eru ekki bara mayarnir, eða inkarnir, infæddir ameríkanar(indjánar), kínverjar, egyptar og fjölmargar fornar siðmenningar heldur hafa síðan komið fjölmargir einstaklingar í gegnum aldirnar sem reyna að vara okkur við. 

Verðið að pæla aðeins í þessu, kannski, bara kannski, var flóðið í biblíunni akkúrat eitthvað sem skeði fyrir þúsundum ára og þeir sem lifðu af það sem við erum kannski að fara í gegnum á komandi árum reyndu að koma sögunni áfram, en sagan varð afskræmd með tímanum og skilaboðin urðu máð í ritskoðuninni. Það er líka gaman að velta því fyrir sér hvort að sagan um Atlantis sé sönn og að sú merka þjóð hafi verið uppi á sama tíma og flóðið, pælingar.

Skrítið hvernig hlutirnir virðast passa ef maður er tilbúinn til að skoða þá nánar.

Besta við þetta allt ef mín túlkun á þessu öllu er röng þá er ég bara fífl, en ef þetta er allt satt sem svo margar heimildir eru að segja okkur þá verða kannski ekki margir eftir. Og hringurinn mun byrja aftur, þeir fáu sem verða eftir munu hópast saman og mynda ættbálka eða clans, reyna nota kunnáttu sína til að komast áfram en fatta að þau kunna ekki neitt að ráði og tæknin deyr út vegna þess að enginn viðheldur henni, öll mannvirki nema þau allra stærstu eins og píramídarnir hverfa á skömmum tíma. Engin merki um fornar siðmenningar.

Best að stoppa þessu samhengilslausu rambli núna, opnið hugan og góða nótt.

Tómas Waagfjörð, 17.4.2010 kl. 03:01

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk Tómas þú ert ekki að rugla það sem þú skrifar er alveg gríðarlega mikilvægt en kannski er betra fyrir okkur að vita sem minnst um það sem gerist vegna þess að við höfum ekkert bolmagn til að ráða við móður náttúru er hún látur vita af sér.

Sigurður Haraldsson, 17.4.2010 kl. 10:05

5 Smámynd: ThoR-E

Við skulum nú ekki fara framúr okkur Tómas.

Gos hafa verið algeng hér á landi í gegnum aldirnar. Heimsendir hefur ekki fylgt ..... ekki enn allavega :)

En vonum það besta.

ThoR-E, 17.4.2010 kl. 12:17

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við værum ekki til ef heimsendir hefði komið.

Sigurður Haraldsson, 17.4.2010 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband