Gaman.

Og við viljum bindast þessum þjóðum með ESB inngöngu alveg frábær hugmyndTounge
mbl.is Mótmæli í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ólíkt íslendingum þá eiga frakkar langa sögu blóðugra mótmæla, allt frá frönsku byltingunni. Íslendingar mótmæla aðeins þegar krónan fellur um 50%, og stór hluti þjóðarinnar missir vinnuna. Ætli við séum ekki bara vondu vön?

Bjarni (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 20:02

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk fyrir innlitið Bjarni já við hljótum að vera vondu vön því að það er með ólíkindum hvað við látum bjóða okkur! Það munaði ekki nema hársbreidd að ég færi eina feriðna enn með flugi frá Akureyri til að mæta við alþingi í morgun og láta heyra frá okkur almenningi en hætti við það á síðustu stundu nú er ég fegin því að hafa gert það vegna þess að mæta aftur og aftur sami maðurinn þá mun það ekki líta nógu vel út og ekki mark tekið að honum því að hann hlýtur að vera ga ga að láta sjá sig svona oft við alþingi eða á þingpöllum af því bara!

Nei svo er ekki ég er bara ekki sáttur við vinnubrögð stjórnvalda né bankana og ég veit að það er fólk þarna úti sem er sama sinnis nema að það þorir ekki að láta heyra í sér ástæða fyrir því er mér hulin ráðgáta hvað ætla menn að láta troða á sér lengi og mikið?

Sigurður Haraldsson, 24.6.2010 kl. 21:07

3 identicon

Ég held að þetta sé ekki nógu vel skipulagt og ekki nógu vel auglýst.

Nr. 1)  Það þarf að skipuleggja dag og byrjunartíma mótmælanna.

Nr. 2)  Það þarf að láta fólk vita með einum eða öðrum hætti hvenær mótmæla eigi. Það er ekki nóg að einn og einn Jón í bloggheimum tilkynni fólki að mæta til að mótmæla. Það nær ekki til fólks.

Nr. 3) Fólk þarf að vita hverju það er að mótmæla. Það er ekki nóg að segja fólki að nú eigi að mótmæla á morgun, það þarf að vita hvað það er sem það kæmi til með að mótmæla.

Ég er viss um að þetta gengi betur ef visst skipulag væri á þessu. Ég veit með mig sjálfa að ........brennt barn forðast eldinn. Á sínum tíma þegar búsáhaldabyltingin var þá var ég meir en tilbúin að leggja mitt fram, en svo kom í ljós eftirá að fyrir mótmælunum stóð fólk sem eingöngu vildi koma sínu fólki að og öðru fólki frá. Það hefði verið allt í lagi ef maður hefði vitað það fyrirfram að það væri takmarkið. Ég hélt t.d. að takmarkið þá væri að kreista fram opnari stjórnsýslu og við værum að ýta á að allt væri upp á borðum. Það varð nú aldeilis ekki raunin, nú er allt læst í skúffu sem áður og það sem verra er að það virðist vera búið að henda lyklinum. Ef ég fengi tilkynningu um að mótmæla ætti ríkisstjórninni, dagsetningu og tíma, skal ég mæta strax!

assa (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 21:32

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk assa ég var á mótmæla í búsháhaldabyltingunni og eins og þú hélt ég að ég væri ekki að mótmæla fyrir Vinstri Græna eða aðra flokka heldur að biðja um breytingu þetta með að skipuleggja betur hljómar nokkuð vel en ég hef mætt í margar skipulagðar mótmælaaðgerðir síðan búsálhaldabyltingin var og þau mótmæli eru ekki nema svipur hjá sjón við hana og virka ekki því miður það þarf miklu kröftugri mótmæli og þau munu koma það veit ég okkur er ekki boðið upp á annað vandamálið er að okkur vantar leiðtoga til að stjórna þeim aðgerðum!

Sigurður Haraldsson, 24.6.2010 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband