Hvað haldið þið?

Hvað haldið þið um að ríkissjóður nái að standa við skuldbindingar lengi þegar bara er um að ræða aukningu í vaxtagreiðslum um 32,2% á tveim árum og lítið sem ekkert farið að borga af lánunum ennþá sem verið og hefur verið tekið í stórum stíl til að borga útrásarþjófunum og halda þeim uppi ásamt því að afskrifa lán þerra að stórum hluta eða alveg!
 
Hér kemur smá dæmi lán sem ég var með í Glitni 3.000.000kr fór í 6.800.000kr greiddi það upp nú í vetur þá var ég búin að borga með uppgreiðslu 6.500.000kr á tveim og hálfu ári ef þetta er ekki bankarán á hendur viðskiptavinar hvað er það þá? Miðað við tilboð stofnananna um 25% niður og lengingu um tvö ár með mun hærri vöxtum breitt yfir í íslenskar þá hefði heildar greiðsla orðið um 9.000.000kr á jafn mörgum árum sem sagt að 3.000.000kr hefðu orðið 9.000.000kr snökt um verri niðurstaða sem flestir þurftu að lúta!
 
Ég þrá spurði starfsmenn hvers vegna ég fengi ekki betri leiðréttingu eins og þeir stóru sem fengu sumir allar skuldir afskrifaðar og flestir um 70% þá gátu þeir ekki svarað sögðu þetta er bara svona! Nú er hæstiréttur búin að dæma okkur í vil en hvað eru bankarnir búnir að endurgreiða eða leiðrétta mörg lán frá dómi? Svar: ekkert og hvers eigum við að gjalda hvar er þanþol okkar ég spyr? Þjófarnir ganga allir lausir og bugta ráðamenn og lögregla sig fyrir þeim þegar þeir þora að láta sjá sig. Með þessu áframhaldi er ekki nema ein leið hjá okkur og það er leið til glötunar sjálfstæðis og lýðræðis því hér er mafía tekin við stjórninni af fullum krafti!

mbl.is Útgjöld ríkisins hafa aukist um 32,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Svo má ekki heldur gleyma því að bankakerfið er enn alltof stórt, það var of stórt fyrir hrun og hefur ekki minnkað mikið eftir það.

Ríkið er enn of stórt og er það sjálfsagt af polítískum ástæðum. Segja þarf upp ríkisstarfsmönnum til að draga úr útgjöldum en það gengur ekki því þá eykst atvinnuleysi og ríkisstjórnin verður óvinsæl.

Núverandi ríkisstjórn ræður ekki við vandann, með annarri hendinni dregur hún úr útgjöldum en með hinni eykur hún þau með stofnun nýrra embætta og ráðingu fólks. Það gengur augljóslega ekki. Fækka þarf í t.d. ráðuneytunum en láta t.d. LSH vera.

Með því að draga saman umsvif ríkisins er hægt að lækka skatta og þá skapast hagstæðara umhverfi fyrir fyrirtæki. Vinstri stjórnin mun hins vegar aldrei skilja það :-( Svo þurfa menn að koma sér að verki, hætta að ofsækja Magma og koma stóriðju á koppinn hið snarasta. Það er ekki eftir neinu að bíða.

Jon (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband