Ekki alveg að skilja þetta?

Ég er ekki alveg að skilja þetta að borga ekki skatta til hvers er þá að fá þessi fyrirtæki sem vilja orkuna á spott prís og borga sem minnsta skatta ef þá einhverja?
mbl.is Fyrirtæki hætta við verkefni í Verne Holding
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað með störfin sem þeir gætu skapað? Myndi það ekki skila neinu? Það eru mikið af fólki í þessum geira atvinnulaust eða ekki að vinna vinnu sem gæti skilað þeim samgjörnum tekjum. Þetta gæti skilað miklu inn í skattskildum launum sem eru borguð af þessum erlendu fyrirtækjum.

Einar (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 12:36

2 identicon

Til að fá störf sem taka fólk af bótum og í það að borga skatta. Til að skattleggja hagnaðinn af starfseminni. Til að fá afleidd störf í sama tilgangi. Til að koma öllu af stað. Þessi starfsemi kemur augljóslega aldrei hingað til lands ef það er hagkvæmara fyrir þá að gera þetta erlendis.

En það er í lagi því við höfum efni á að hafa a.m.k. 30.000 manns á bótum ... eða hvað?

Jón (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 12:39

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Einar og Jón hvað með innlendu fyrirtækin eiga þau þá ekki að borga skatta?

Sigurður Haraldsson, 7.9.2010 kl. 12:59

4 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Er þetta ekki spurning um hvaða virðisaukaskattur verður lagður á þetta? Þetta er ekki flókið viðfangsefni en greinilega okkur Íslendingum ofaukið.

Sigurjón Sveinsson, 7.9.2010 kl. 13:08

5 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Nú bíð ég eftir að prentsmiðjan fá lækkun á raforkuverði og sérkjör í skattamálum.  Auððvitað geta þessi fyrirtæki skapað störf og það fleiri en og tvö en það gera fjölmörg önnur fyrirtæki og þau njóta ekki þessara sérkjara sem verið er að fara fram á.

Gísli Foster Hjartarson, 7.9.2010 kl. 13:21

6 identicon

Sigurður:

 Er þetta ekki spurning hvaða VSK á að leggja á þessa starfsemi? Er virkilega svona erfitt að velja úr þessum flokkum sem til eru?

Ef menn vilja svo ekki fá erlenda fjárfestingu inn í landið þá væri nær að segja það í stað þess að vera með svona lúaleg vinubrögð.

Og nei það á helst ekki að mismuna fyrirtækjum en a.m.k. tímabundið mætti ekki skoða það til að fá þessi störf eða í öllu falli gera svipað tilboð í vsk flokkinn og gerist erlendis?

Jón (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 13:43

7 identicon

Til að fá erlend fyrirtæki til að fjárfesta á Íslandi þarf einfaldlega að bjóða betur. Í dag þýðir það að bjóða mjög lágt því það eru margir á eftir hverju tækifæri. Sá sem býður best fær job-ið og ef það þýðir að bjóða sérkjör sem innlendum aðilum bjóðast ekki þá verður svo að vera.

Hinn möguleikinn er svo að fá ekki neina erlenda fjárfestingu. Þetta er víst kallað alþjóðavæðing og hefur verið vinsælt topic hjá stjórnmálastéttinni. Dæmi nú hver fyrir sig.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 13:54

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk fyrir innlitið og góðar upplýsingar

Sigurður Haraldsson, 7.9.2010 kl. 15:34

9 Smámynd: Púkinn

Og af hverju ættu þessi fyrirtæki að fá sérstakan afslátt af skannakjörum, en ekki önnur fyrirtæki?   Halda menn virkilega að ef önnur fyrirtæki fengju sambærileg kjör og menn virðast vera að biðja um hér að þau gætu þá ekki líka skapað ný störf?

Púkinn, 7.9.2010 kl. 16:35

10 identicon

Púkinn:

Það getur vel verið en hafa þau fjármagn til þess?

Jón (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 16:43

11 identicon

Púkinn; þú skapar ekki störf ef þú átt ekki fjármagn til þess. Hversu margir fjárfestar eru hérna á íslandi, sem hafa bolmagn til að takast á við eins stór verkefni og þetta?

Ef einhver getur fjármagnað örugg störf fyrir hundruði einstaklinga ætti án efa að gefa þeim góð kjör, hvort sem þeir eru erlendir eða innlendir.

Einar (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 17:07

12 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það eru þjófarnir sem öllu stálu sem geta byggt upp og skapað störf núna er Björgólfur T Björgólfsson ríkasti íslendingurinn, Jóhannes Jónsson kenndur við Bónus er ekki lengur skuldugur búin að fá starfslokasamning og afskriftir með hreint borð hann getur líka fjárfest einnig Sigurður Einarsson sem ekki hefur gert neitt af sér hann á peninga svona mætti lengi telja þá upp sem hér óðu yfir allt og tóku allt en eru komnir til baka með fullt rassgat af peningum en er það þetta sem við viljum?

Sigurður Haraldsson, 7.9.2010 kl. 17:28

13 identicon

Útbrunnir útrásavíkingar eða IBM? Ég held ég velji fyrirtækið sem sérhæfir sig í því sem það er að fjárfesta og hefur verið með yfir 60 ára farsælan feril, í þessu tilfelli. Það var nú Björgúlfur sem stóð a bakvið þetta verkefni upphaflega.

http://www.btb.is/vidskipti-a-islandi/timalina/verne/nr/324

Einar (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 10:08

14 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála þér Einar en að Björgólfur skuli koma þarna að er hneisa!

Sigurður Haraldsson, 8.9.2010 kl. 10:15

15 identicon

Afsakið, Björgólfur á ég við.

Einar (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband