Látið þá í friði!

Nær væri að þið nýttuð krafta ykkar kæru dómstólar til að dæma þjófana sem hreinsuðu úr kerfinu fyrir hrun og eru enn aðAngry
mbl.is Fyrirtaka í máli níumenninganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri að láta dómskerfið í friði og leyfa þeim að vinna vinnuna sína.  Það er ekki þeirra að dæma áður en ákært hefur verið.

Það er bara ekki í lagi að ætlast til þess að sumir lögbrjótar sleppi við ákærur bara vegna þess að hugsanlega brutu aðrir lög líka.  Ef það er hægt að sýna fram á að menn höguðu sér ólöglega þegar kemur að hruninu þá verða þeir líka ákærðir, þarft ekki að hefa neinar áhyggjur af öðru.  Minni á að vinkona okkar hún Eva sagði að rannsóknin varðandi það mundi taka nokkur ár.

Eiríkur (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 09:46

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Eiríkur ertu ekki pirraður út í kerfið eins og það virkar því að það eru sömu mennirnir sem stálu og eru komnir aftur með fullt rassgat af peningum svo skal ég minna þig á að þeir sem voru í stjórn þegar bankakerfið var selt vildarvinum án þess að nokkurt virkt eftirlit væri með því sem gerðist eru ekki ákærðir og munu sennilega aldrei vera það því segi ég að þessir níu menn sem verið er að ákæra er skrípaleikur því að það ætti alveg eins að ákæra nokkur þúsund fyrir að vera við alþingi í byltingunni sem kennd er við búsáhöld því að ekki var alltaf farið að reglum í þeirri uppákomu!

Sigurður Haraldsson, 8.9.2010 kl. 10:13

3 identicon

Heyr heyr Sigurður!

Heiða (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 10:35

4 Smámynd: Durtur

Í ofanálag er "lögreglan" búin að vera að ofsækja þetta fólk stanslaust síðan málið kom upp, þó lítið hafi borið á fréttum af því í stóru fjölmiðlunum. Það er bara búið að ákveða að þetta sé óþjóðalýður sem á að vera í steininum, óháð þeim hundruðum (þúsundum?) sem eru búin að játa á sig sama "glæp" og á að dæma þetta fólk fyrir. 

Þetta mál allt er eitthvað það viðurstyggilegasta sem ég hef séð íslenskt réttarkerfi taka sér fyrir hendur síðan Geirfinnsmálið var og hét og það er stórfurðulegt að sjá "valdstjórnina" svona einbeitta í að koma fólkinu sem kom henni í stjórn bakvið lás og slá. Byltingin étur víst börnin sín en ég vissi ekki að hún ætti að háma þau öll í sig í morgunmat með öllum þessum látum...

Durtur, 8.9.2010 kl. 14:46

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Durtur já þetta er hið versta mál og kallar á byltingu það getur ekki gerst neitt annað þegar stjórnvöld og réttakerfi virkar svona gegn almenningi!

Sigurður Haraldsson, 8.9.2010 kl. 17:14

6 identicon

Þetta lið, ens og það er réttilega kallað hérna gerði annað og meira en þeir þúsundir som voru í búsáhaldabyltingunni.  Þetta lið var eitt af þeim fáu sem fóru fram með ofbeldi og jú ég er búinn að sjá upptökuna.

Enn og aftur, hugsanleg lögbrot sumra (það er nefnilega ekki víst að um lögbrot hafi verið að ræða) réttlætir aldrei lögbrot annara, hvað þá ofbeldi.

Rétt svona hérna í lokin.  Haldið þið að það sé tilviljun að þegar það eru mótmæli þá er það mikið til sama fólkið sem gengur of langt?  Þeir sem eru fyrir dómi núna hafi margir verið í þeirri stöðu áður í óskyldum mótmælum.  Sumir einfaldlega mótmæla öllu sem hægt er, svo lengi sem þeir komast í fjölmiðla.  Svo sakar ekki að geta drullað svolítið yfir lögregluna í leiðinni.

Eiríkur (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 15:27

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Eiríkur hvers vegna er þá ekki búið að dæma þetta lið áður eða í það minnsta að kæra það?

Sigurður Haraldsson, 9.9.2010 kl. 16:09

8 identicon

Hluti af þessu liði hefur verið dæmdur áður fyrir egnaspjöll.  Það eru samt sem áður ekki allir ákærðir sem eru handteknir þegar um "mótmælaaðgerðir" er að ræða.

Eiríkur (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 16:36

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Eins gott!

Sigurður Haraldsson, 9.9.2010 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband