150.000.000kr

Hundrað og fimmtíu milljónir í að dæla sandi og ekkert kemur til baka í kassann en höfnin tekur við níum sandi endalaust hvernig má þetta vera hægt að klúðra hlutunum svona algerlega á skrifstofunni!

Hvað er þetta mikill peningur á mann í vestmannaeyjum í styrk fyrir að þurfa að sigla á Þorlákshöfn? Væri ekki nær að nota þennan pening í eitthvað annað skinsamlegra en að dæla sandi úr Landeyjasandkassa?

 


mbl.is 30 milljónir á mánuði til að dæla sandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

herjólfur flutti 127 þúsund mans á síðasta ári vestmannaeyjar/þorlákshöf

á rétt tæpum 7 vikum flutti hann rúmlega 70 þúsund mans vestmannaeyjar/landeyjahöfn

ætlaru að halda því fram að ekkert komi í kassann ?

ok það er verið að grafa göng hér og þar um landið

hvað kemur í kassann þar ?

Árni Sigurður Pétursson, 22.9.2010 kl. 23:46

2 identicon

Svo hefur nú Herjólfur nokkrum sinnum tekið niðri í Þorlákshöfn líka. Heldurðu að það hafi aldrei þurft að dæla þar?

Meira að segja þarf að dýpka í Vestmannaeyjum reglulega. Hef grun um að þetta eigi við um allar hafnir landsins.

Páll Rúnar Pálsson (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 23:57

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nú jæja þá er ég að tala um eitthvað sem ég hef ekki alveg vit á en samt finnst mér mikið að nota allan þennan pening í að dæla sandi úr nýrri höfn!

Sigurður Haraldsson, 23.9.2010 kl. 00:00

4 identicon

Jebb. Miklu betra að eyða milljörðum í nýja höfn en hafa hana svo ekki nothæfa.

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 00:12

5 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Árni. Vissulega kemur á móti peningur frá farþegum og vöruflutningum. Aftur á móti sé ég ekki að þessi peningur fari í að greiða upp mokstur heldur rekstur á skipinu nema ríkisstjórnin rukki svo Eimskip um bætur sem mér finnst ólíklegt. Enda fer þessi peningur í rekstur ferjunar.

Vissulega þarf að dæla upp úr þessari höfn reglulega eins og öðrum höfnum. Aftur á móti hefði átt að íhuga þetta betur frá upphafi og dýpka höfnina frá byrjun, enda vitað að Herjólfur myndi sigla þarna í nokkur ár eftir opnun.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 23.9.2010 kl. 01:00

6 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Vill þó taka fram að ég er ekki að gagnrýna höfnina per say. Hún auðvitað var nauðsynleg fyrir samgöngur milli eyjanna. Hinsvegar gagnrýni ég framkvæmdina og þetta klúður.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 23.9.2010 kl. 01:02

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta eru nú reyndar 360 miljónir króna á ári, ekki 150 miljónir.

Vissulega má bera þetta saman við gangnagerð á landi, en þá berum við saman stofnkostnaðinn. Rekstrarkostnaður hefur í flestum tilfellum minnkað verulega með tilkomu gangna, þar sem oft hafa erfiðið vegakaflar nánast dottið út af viðhaldi hjá vegagerðinni.

Má til dæmis taka Hvalfjarðargöng, þau eru kostuð að öllu leiti af þeim sem um þau fara, bæði stofnkostnaður og rekstrarkostnaður. Á móti hefur ríkið sparað óheyrilega fjármuni í minna viðhaldi á veginum um Hvalfjörð. Ef ekki hefðu komið til göng hefði þurft að endurbyggja stóran hluta þess vegar til að geta borið þá umferð sem nú er auk þess sem snjómokstur var mikill.

Ekki vil ég íbúum Vestmanneyja neitt nema gott. Landeyjahöfn er vissulega mikil búbót fyrir þá sem og alla sem til Eyja fara. Það hlýtur þó að vera takmörk fyrir því hversu miklum peningum skal eytt, eða öllu heldur hvernig þeim er eytt.

Er hugsanlegt að fyrir þessar +360 miljónir sé hægt að bæta mannvirkin? Væri ekki ráð að fá aðra verkfræðinga, en þá sem hönnuðu höfnina, til að skoða verkið og koma með tillögur? Það er ljóst að þeir sem hönnuðu þessa höfn hafa gert stór mistök, að bera við eldgosi í Eyjafjallajökli er út í hött.

Gunnar Heiðarsson, 23.9.2010 kl. 07:25

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta endar sem loftpúðaskipa höfn 2 km inni í landi :)

Óskar Þorkelsson, 23.9.2010 kl. 07:36

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Óskar já það sagði ég myndi vera það eina sem hægt væri úr því að búið er að eyða í þessi mannvirki og að stöðu!

Sigurður Haraldsson, 23.9.2010 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband