Þið eruð búin með ykkar tíma!

Ykkar tími er liðinn hunskist út úr alþingi og leifið heiðarlegu og huguðu fólki að taka við! Tek fram að skrif mín eiga ekki við um alla sem þarna inni eru en því miður eru þeir fáir sem við getum treyst á.
mbl.is Enn skortir almennar aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hræddur um að það sé ekki aðallega tími sem er naumt skammtaður heldur frekar peningar. Þeir sem halda eða halda fram að hægt sé að leysa vanda skuldugra með einhvers konar hókus pókus vaða í villu og svíma, eða reyna að varpa ryki í augu fólks.

Pétur (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 20:24

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Pétur en hvernig er þá hægt að leysa vanda þeirra sem stálu úr kerfinu eins og Björgvin T, Jóhannes j, Björn í World Class og svona mætti lengi telja en ekki hinn almenni borgari þá kveður við annan tón!

Sigurður Haraldsson, 5.10.2010 kl. 20:57

3 identicon

Á dögunum var auglýst í fréttablaðinu: Bráðvantar skjaldbökur. Litla, stóra, land, vatns.  Ég velti því lengi fyrir mér hvernig einhverjum gæti bráðvantað skjaldbökur ??

Svo allt rann fyrir mér ljós, það átti að bæta í skjaldborg heimilanna og þarna var ríkisstjórnin að auglýsa !!

Í alvöru talað það þarf að gera eitthvað í málunum.  Ríkisstjórnin hefur unnið á skjaldbökuhraða, ræðandi um pólítisk málefni út í eitt á meðan landið brennur.  Hverjum er ekki sama um stjórnlagaþing, landsdóm o.sfr.v

Sigurður þetta snýr ekki lengur að hægr/vinstri pólítik.  Hvenær ætlið þið kommar að fatta málið ???

Hægri menn vilja ekki einu sinni ríkisstjórnina frá, nú þurfa fjölskyldur landsins að snúa bökum saman og fá alþingi, alla sem einn til að vinna saman.

Skuldavandann þarf að leysa.  Það varð forsendubrestur, Leiðrétta verðtrygginguna, koma lyklafrumvarpi Lilju i gegn.  Þá er almennum aðgerðum lokið !  Sértækar aðgerðir eru til staðar.

Síðan þarf að koma atvinnulífinu í gang.  Við höfum ekki efni á að bíða eftir "kommalausnum" sem fjalla á rómantískan máta um eitthvað samfélag sem getur orðið eftir áratugi, hvaða skoðun sem menn hafa á því  Við þurfum lausnir í dag og þá verður hreinlega að taka því sem gefst án málalenginga !

Neytandi (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 21:36

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Neytandi fellum mafíuna og dæmum þá sem stálu úr kerfinu!

NÁUM PENINGUNUM SEM STOLIÐ VAR ÞEIR ERU ÞARNA ÚTI HINN SÉRSTAKI SAKSÓKNARI ER EKKI BÚIN AÐ NÁ KRÓNU EN EMBÆTTIÐ EYÐIR FIMM MILLJÖRÐUM Í AÐ NÁ TIL ÞRJÓTANA!

Hvar er Eva ætlar hún virkilega að nota peninginn sem hún fær frá okkur til að kosta sig til framboðs forseta Frakklands? ERUM VIÐ HEIMSK EÐA HVAÐ!

Sigurður Haraldsson, 5.10.2010 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband