Glæsilegt hjá ykkur!

Þetta er glæsilegt hjá ykkur að berja á tunnur fyrir utan fundinn því að ASÍ er ekki að standa með okkur og ekki í takt við hinn almenna borgara!
mbl.is Þingfulltrúar ASÍ „tunnaðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það dæmi um almennan borgara sem ræðst á eigur almennings?

Er það dæmi um almennan borgara sem telur sig berjast fyrir lýðræði að valda tjóni á almanna eignum?

Svona skemmdarverk skemma bara fyrir málstaðnum. Friðsöm og táknræn mótmæli eru það eina sem dugir og er vilji almennings. Menn sem haga sér dólgslega og virðast ekki geta tekið sönsum heldur aga á óeiningu og lögleysu skemma bara fyrir.

Björn Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 14:23

2 identicon

Hvað í ósköpunum er svona glæsilegt?

Tek undir með Birni hér á undan. Sjálfskipaðir rugludallar eru farnir að tala í nafni almennings. Skemmdarverk og ólæti eru algjör skömm. Með lögum skal land byggja.

Ragnar (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 14:32

3 identicon

Síðast þegar ég vissi var það ekki skemmdarverk að búa til hávaða.

Sveinlaug Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 14:36

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Björn og Ragnar hvað eruð þið að fara með þessum umælum ykkar?

Hárrétt hjá Þér Sveinlaug.

Sigurður Haraldsson, 22.10.2010 kl. 14:54

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Skemmdaverk eru ekki í mínum mótmælum og hafa aldrei verið það er á hreinu og ef einhver heldur öðru fram þá má hann hringja í síma 8691804 hvenær sem er og ég skýri mál mitt!

Sigurður Haraldsson, 22.10.2010 kl. 14:57

6 identicon

Í mínum huga er það lýðræðislegt að kjörnir fulltrúar ASÍ félaga fái frið til að ræða sín mál. Hvað má fara betur og hvað er vel gert. Það eru hálfgerð skemmdarverk að mæta og valda truflun á slíkum lýðræðislegum vettvangi þannig að lýðræðisleg umræða getur varla farið fram. Ef einhver hinna óánægðu telur sig hafa erindi á fundinn á hann að bjóða sig fram í sínu félagi. Koma fram með sín sjónarmið og takast á við mótrök af skynsemi. Tunnusláttur skilar ENGU nema trufla lýðræðið.

Ragnar (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 15:44

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk fyrir innkomuna Ragnar. Telur þú að tunnusláttur við alþingi og banka sé ólýðræðisleg mótmæli?

Sigurður Haraldsson, 22.10.2010 kl. 15:46

8 identicon

Ég hef stutt og tekið þátt í þeim mótmælum sem hafa verið. Það er mjög brýnt að almenningur láti í sér heyra. Ég get hins vegar tekið undir með Ragnari og Birni og þeim sjónarmiðum sem þeir setja fram. Skemmdarverk s.s. að grýta eggjum eða málningu í alþingishúsið eða alþingismenn eru mótmæli sem skemma fyrir. Ég er algjörlega á móti öllu ofbeldi eða lögleysu. Þá hef ég skilning á sjónarmiði Ragnars varðandi framgang lýðræðislegrarumræðu. Á mót kemur að nauðsyn brýtur lög eins og sagt er.

Jóhanna Gunnars (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 15:57

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jóhanna ég er samála því að fara verði varlega í mótmælum og skemma ekki eigur okkar! Þannig hef ég mótmælt og mun gera áfram takk fyrir innlitið.

Sigurður Haraldsson, 22.10.2010 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband