Hvers vegna?

Hvers vegna er ekki talað um það sem er á ferðinni heldur er almenningur í landinu leyndur sannleikanum um það sem í vændum er! Ég er ekki sáttur við það og því segi ég eins og í firri bloggum að hamfaragos er í uppsiglingu hjá okkur nú mjög fljótlega milli Eyjafjallajökuls og Bárðarbungu það gos er ekki neitt túristagos og full ástæða til að vara við þeim hamförum sem því fylgja!
 
 

mbl.is Skjálftahrina við Eldeyjarboða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ertu nú ekki fullákafur Sigurður í ályktunum þínum???

Guðmundur Júlíusson, 23.10.2010 kl. 23:05

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Guðmundur það skal ég nú svo sannarlega vona.

Sigurður Haraldsson, 23.10.2010 kl. 23:09

3 Smámynd: Óskar

HVERSVEGNA tekur þú ekki lyfin þín Sigurður ?

Óskar, 23.10.2010 kl. 23:28

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Blessaður Óskar takk fyrir innlitið

Sigurður Haraldsson, 23.10.2010 kl. 23:29

5 identicon

Hvað hefur þú fyrir þér í því að hamfarir séu á næsta leyti? Er það byggt á vísindalegum rannsóknum þínum eða er þetta hugboð þitt?

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 23:34

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Guðmundur skoðaðu tvennt áður en þú álítur mig fávita!

barðarbunga 

heilun.blogcentral.is (Eyjafjallajökull og Fimmvörðuháls undir kommentum nr 11)

Sigurður Haraldsson, 23.10.2010 kl. 23:37

7 Smámynd: Óskar

Sigurður þú hefur verið að pósta þessari þvælu inn á síðuna mína www.eldgos.is  ég á nú eftir að taka þetta út því þar eiga að vera umræður byggðar á vísindalegum rökum en ekki ekki einhverjum röddum í höfðinu á fólki.  Þið Nostradamusarnir verðið bara að skilja það.  -p.s. það er auðvelt að benda á einn réttan spádóm af ca 1000 , eins og þú veist væntanlega þá er biluð klukka alltaf rétt tvisvar á sólarhring.

Óskar, 24.10.2010 kl. 00:06

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Óskar átt þú eldgos.is það er frábær síða og ég hef bent mörgum á hana. Hafðu þökk fyrir.

Ef þetta pirrar þig þá skal ég stoppa við ekki málið

Sigurður Haraldsson, 24.10.2010 kl. 00:15

9 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Sigurður! ég hef aldrei sagt þig "fávita" og mun aldrei gera, því sárnar mér að þú skulir segja þetta, ég spurði þig einfaldlega hvort þú hefðir tilfinningu fyrir því að eitthvað myndi ske þarna eða og eða  þú hefðir vísindalegar  ransóknir til að styðja mál þitt, annað sagði ég ekki.

Guðmundur Júlíusson, 24.10.2010 kl. 00:42

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Afsakaðu ég var pirraður útí Óskar og það lenti á þér veit að þú ert ekki á móti því sem ég skrifa og tel mig sjá! Síðurnar sem ég hef bent á sanna mál mitt en það sem er merkilegt við það sem kemur fram á þeim er það sem ég er búin að sjá fyrir stemmir nákvæmlega við Bárðarbungugos í suð-vestur.

Sigurður Haraldsson, 24.10.2010 kl. 01:44

11 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Allt í góðu Sigurður

Guðmundur Júlíusson, 24.10.2010 kl. 03:38

12 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sama hvað hver segir það er ekkert eðlilegt við svona kröftugar skjálftahrinur á landinu sama daginn á tveim stöðum ásamt skjálfta undnir Kleifarvatni!

Sigurður Haraldsson, 24.10.2010 kl. 08:15

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

eitt er alveg pottþétt, það mun gjósa á íslandi innan skamms ;)..

Hamfaragos er svo allt annar handleggur, slíkt gos hefur ekki komið á íslandi síðan 1947.. en það mun koma fyrr eða síðar. 

Óskar Þorkelsson, 24.10.2010 kl. 08:25

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sigurður er þessi -heilun.blogcentral.is- einhver allsherjar sannleikur?  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.10.2010 kl. 11:15

15 Smámynd: Davíð Stefánsson

Sigurður, það er kominn tími á fullt af eldfjöllum hérna og við vitum það öll, okkur var sagt það....okkur var líka sagt af vísindamönnum úti að íslensk eldfjöll væru líklegast að fara í virknitímabil núna þannig að hvernig er verið að leyna okkur sannleikanum??? .að er búið að láta okkur vita :) en takk samt.

Davíð Stefánsson, 24.10.2010 kl. 11:21

16 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Óskar já það mun gjósa og hamfaragos er það sem kemur því miður allt sem bendir til þess bæði jarðsagan og miðlar öllum ber saman á einn veg og hann er atburður af stærðargráðunni sem við höfum ekki upplifað á nútíma!

Axel nei allsherjar sannleikur er ekki til en nálgun er annað mál og það sem kemur fram á heilun.blogcentral.is er þessi nálgun á því sem er að koma því að á þá síðu er ritað það sem sjáaldar og miðlar eru að finna fyrir hjá okkur í hinum mörgu málum og uppákomum hjá okkur og erlendis!

Davíð hárrétt hjá þér en hvað er þá til ráða þegar stjórnvöld og almenningur spilar út eins og enginn sé morgundagurinn í virkjunarmálum á öræfum  og stóriðjuuppbyggingu í framhaldi af þeim!

Sigurður Haraldsson, 24.10.2010 kl. 11:46

17 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Vert er að fylgjast vel með þeirri ólgu sem virðist eiga sér stað rétt fyrir utan Íslands. Ef næstu skjálftar færast nær og nær þá er hægt að gera ráð fyrir því að þessi mikli þrýstingur sem er þarna muni finna sér leið upp á yfirborðið.

Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvað skeður, en það sakar ekki að vera með einhverjar byrgðir af dósa- og þurrmat og eitthvað af hreinu drykkjarvatni.

Það er betra að vera fíflið sem gerði ráðstafanir og sat uppi með birgðir, heldur en að vera fíflið sem hló að aðvörunum og svalt.

Tómas Waagfjörð, 24.10.2010 kl. 12:38

18 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Tómas og velkominn á síðuna, já nákvæmlega það sem við höfum verið að tala um nálgast alltaf meir og meir! Þetta með fíflið er ekki vitlaus hugmynd.

Sigurður Haraldsson, 24.10.2010 kl. 12:43

19 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvaða sjáandi eða miðill miðlar okkur af sýnum sínum á þessari heilunarsíðu? Þekkir þú eitthvað til hans og áreiðaleika?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.10.2010 kl. 12:44

20 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þór Gunnlaugsson er fyrrverandi lögreglumaður kominn á eftirlaun búsettur á höfuðborarasvæðinu hefur fundið upp hjá sér þörf að miðla það sem hann hefur tengingu við það sem ekki er gott að skíra út í stuttu máli, En það sem hann er gera er eitthvað í líkingu við það sem Einar kenndur við Einarsstaði í Reykjadal var að gera þegar hann var uppi einnig er hann að tala um það sem á eftir að gerast bæði hjá okkur og í hinum stóra heimi nálgun hans er gríðarleg og ekki vert að gagnrýna það. Það sem ég hef af Þór að segja er ekkert nema gott.

Hinsvegar kynntist ég honum eftir að sýn mín um að hamfaragos væri yfirvofandi kom fram þá fór ég að miðla mínum sýnum til almennings og eftir það hafa þó nokkrir einstaklingar komið fram og sagt að þeir finni sömu hlutina þó hver á sinn hátt því jú það er enginn mótaður í sama farveg!

Sigurður Haraldsson, 24.10.2010 kl. 13:23

21 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Þegar fólk sá fyrir öskjuhlíðina sem eyju, þá var hlegið að þeim og það kallað ruglað.

Nútíminn hefur sýnt okkur það að ef ekkert mun breytast að þá muni yfirborð sjávar hækka um marga metra. Og viti menn, þá verður öskjuhlíðin að eyju.

Merkilegt fyrirbæri, að geta séð fyrir óorðna hluti. Verst er að það er ekki hægt að breyta því sem á eftir að ske, þetta veit ég af eigin reynslu og er það miður því það hefði orðið til þess að tveir ungir menn væru á lífi í dag.

En vegna þess að ekki er hægt að sanna drauma og sýnir þá fer fólki fækkandi sem tekur mark á því og kallar allt svona bull.

Já Sigurður, þetta með fíflið er nokkuð sem allir hefðu gott af því að pæla aðeins í.

Tómas Waagfjörð, 24.10.2010 kl. 13:38

22 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk Tómas gott að vita að hér er fólk sem er umhuga um einstaklinginn sem manneskju en ekki númer eins og margir ráðamenn þjóðarinnar haga sér gangvart almenningi!

Sigurður Haraldsson, 24.10.2010 kl. 13:45

23 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við skulum sjá hvað jarðfræðingar segja núna þegar skjálftarnir ætla ekki að hætta við Eldeyjarboða!

Sigurður Haraldsson, 24.10.2010 kl. 14:00

24 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég verð að viðurkenna að þetta vissi ég fyrir Sigurður, því ég þekki Þór Gunnlaugsson vel. Hann var lögreglumaður til fjölda ára á Skagaströnd og ég veit ekki annað en hann hafi verið vel liðinn og að hann sinnt sínu starfi af skynsemi og mér persónulega líkaði vel við hann.

En ef  Þór er nýr Einar Jónsson frá Einarsstöðum eða alheimsgúrú, þá hefur honum tekist býsna vel  að leyna því öll árin fyrir norðan og slík hógværð rímar illa við persónuleika Þórs.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.10.2010 kl. 14:42

25 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Enginn veit sína ævi Axel

Sigurður Haraldsson, 24.10.2010 kl. 15:23

26 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Ég þekki nú akkúrat ekkert til þessa Þórs lögreglumanns en ég get ímyndað mér að ef hann hefði gert opinbert að hann væri sjándi þá hefði hann að öllum líkindum verið atvinnulaus daginn eftir þar sem margir telja það til marks um geðveiki að halda því fram að geta séð fyrir óorðna atburði.

En fólk er að þroskast alla sína ævi, og sumir þroskast meira en aðrir.

Tómas Waagfjörð, 25.10.2010 kl. 01:57

27 Smámynd: Tómas Waagfjörð

 2,8

23. okt. 21:05:36Yfirfarinn18,2 km VSV af Eldeyjarboða á Rneshr.

3,023. okt. 20:20:21Yfirfarinn21,6 km SV af Eldeyjarboða á Rneshr.
3,123. okt. 12:04:25Yfirfarinn10,3 km SSV af Eldeyjarboða á Rneshr.
3,623. okt. 22:09:2035,1

83,4 km SV af Eldeyjarboða á Rneshr.             

Tómas Waagfjörð, 25.10.2010 kl. 02:07

28 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Kom ekki alveg nógu vel út með copy paste af vef veðustofunar svo ég reyni aftur.

 stærð      tími                       staðsettning

 2,8   23. okt. 21:05:36   18,2 km VSV af Eldeyjarboða á Rneshr.

 3,0    23. okt. 20:20:21   21,6 km SV af Eldeyjarboða á Rneshr.

 3,1   23. okt. 12:04:25   10,3 km SSV af Eldeyjarboða á Rneshr.

 3,6   23. okt. 22:09:20   83,4 km SV af Eldeyjarboða á Rneshr.

 3,8   23. okt. 20:38:24   23,6 km SSV af Eldeyjarboða á Rneshr.

Það virðist eitthvað vera í gangi, og það virðist vera færast í aukana.

Tómas Waagfjörð, 25.10.2010 kl. 02:11

29 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Tómas já það er á hreinu að það er eitthvað meiriháttar í gangi en jarðfræðingar þegja eins og gröfin! Hvers vegna það get ég ekki skilið?

Hvað varðar það sem aðrir sjá og hinir sem ekki trúa er hárfínn vegur á milli þess að vera dæmdur geðveikur eða ekki. Mitt val er að taka áhættuna sem þessu fylgir vegna þess að mér er mjög í mun að við töpum ekki lífi vegna þess að engin fékk að vita neitt hvaða stórkostlega hætta steðjar að okkur nú á allra næstu dögum!

Sigurður Haraldsson, 25.10.2010 kl. 02:24

30 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Vonandi samt ekki á allra næstu dögum. Ég þarf líklegast 3 til 4 mánuði til viðbótar til að klára mín mál.

Ég vil ekki trúa því að það sé til fólk á Íslandi sem myndi halda svona upplýsingum frá almennri vitneskju, frekar vil ég trúa því að þeir sem að málum koma geri sér ekki grein fyrir þeirri hættu sem gæti verið yfirvonandi.

Mannvonska eða fáfræði?

Tómas Waagfjörð, 25.10.2010 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband