Mælirinn er fullur!

Þetta er komið gott hjá stjórnvöldum og bankamafíunni nú er ekki lengur hægt að bíða veturinn rétt að ganga í garð og 1100 heimili þurfa neyðaraðstoð vegna matarskorts, hvar er neyðaraðstoð stjórnvalda?  Hvað er búið að ná mörgum sem hér stálu öllu úr kerfinu? Hvað er búið að endurheimta mikinn pening af því sem stolið var úr kerfinu? Spurningarnar eru orðnar of margar og svörin enginn því er þetta komið gott hjá þessum vanhæfu stjórnvöldum sem ekki er lengur hægt að kalla neinum öðrum nöfnum en landráðastjórnvöld sem hugsa einungis um að selja landið fyrir skikk vegna skulda sem til eru komnar að mestu leiti frá ör fáum einstaklingum og fjármálageiranum!

Okkar svar er bylting og hún hefur til þessa farið friðsamlega fram en nú er ekki lengur hægt að lofa því! MÆLIRINN ER FULLUR!


mbl.is 1.100 heimili fengu aðstoð í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Já þetta eru hroðalegir tímar svo ekki sé meira sagt.  Spurningin er nú vort við þurfum ekki að koma með alvöru afl í nýjum kosningum, afl sem virkilega tekur á þessum sora og réttir skútuna af.

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 28.10.2010 kl. 08:38

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl það er ekki lengur spurning aflið er að rísa og það erum við almenningur en ekki Sjálfstæðisflokkurinn!

Sigurður Haraldsson, 28.10.2010 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband