Nú er talað um að gos geti hafist!

Já það hefst en ekki smá gos eins og þeir búast við því að þarna er allt á suðupunkti Grímsvötn að Bárarbungu!

Hvar er viðbragðsáætlun við hamfarahlaupi niður í Jökulsá vestari og Skjálfandafljót?


mbl.is Hlaup hafið úr Grímsvötnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æji slakaðu aðeins á maður. óþarfi að búast við hamförum í hvert skipti sem eitthvað hristist.

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 19:30

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl nú er ekki bara hristingur og að vera jarðfræðingur og voga sér að fullyrða að gos gæti komið úr Grímsvötnum en ekki hamfaragos! Hvernig í ósköpunum er  það hægt með alla jarðskjálftana og hamfarir undanfarna mánuði?

Sigurður Haraldsson, 31.10.2010 kl. 20:07

3 identicon

Hvað kemur jökulsá vestari þsesu við ?

Á hún ekki upptök sín í Hofsjökli ?

Davíð (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 20:16

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Davíð ég á við Jökulsá á Fjöllum.

Sigurður Haraldsson, 31.10.2010 kl. 22:36

5 Smámynd: Óskar

jökulsá á Fjöllum á upptök sín í Kverkfjöllum og hafa nákvæmlega ekkert með Grímsvötn að gera. 

Óskar, 1.11.2010 kl. 00:56

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég held að mesta hættan vegna eldgosa í Vatnajökli sé vegna hlaups til vesturs frá svæðinu við Bárðarbungu niður á vatnasvið Tungnaár. Þar eru margar helstu virkjanir landsins á færibandi og gríðarlegar fjárfestingar í miðlunarlónum o.fl. sem gætu orðið ónothæf ef framburðarefni flóðvatnsins myndu setjast þar.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.11.2010 kl. 03:41

7 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Það væri nú aldeilis innlegg í umræðuna um virkjanaofurvæðinguna.

Ragnar Kristján Gestsson, 1.11.2010 kl. 07:56

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk Óskar þá er ég með þetta á hreinu.

Guðmundur ef það gerist þá höfum við ekkert val slökkva á stóriðjum til að almenningur hafi orku!

Ragnar það myndi torvelda þær.

Sigurður Haraldsson, 1.11.2010 kl. 08:05

9 identicon

Einhver svakalegasta eldstöð landsins ku nú lúra í Öræfajökli. Annars væri kannski vit í að stofna veðbanka um það hvað kemur næst. Eyjafjallajökull (aftur og nýbúinn), Katla (æi, vona ekki), Hekla (líkleg og til í tuskið), eða ein ný Surtsey undan Reykjanesi (mögulegt), nú eða Grímsvötn (er það kannski byrjað?), eða þá ein sprungan enn í Þingeyjarsýslu. Svo fer að koma tími á Reykjanes/Höfuðborgarsvæðið, - jahá, nefnilega allt eldvirkt sprungusvæði.

Og hvað kemur næst? 

1 atkvæði á Heklu

Jón Logi (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 10:22

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jón Logi veðbanki ágæt hugmynd! En samt sem áður þá er Bárðarbunga hjá mér og engin önnur sem er að koma með hamfaragos en undanfarin getur verið að einhver eldstöð komi með gos rétt á undan eins og Grímsvötn sem færist síðan inn í Bárarbungukerfið en nú ekki öllum að óvörum því að einhver jólasveinn norður á landi sjá það fyrir og þagði ekki um það eins og sumir myndu vilja að hann gerði!

Sigurður Haraldsson, 1.11.2010 kl. 12:09

11 identicon

ég er nú jarðfræðingur og get alveg sagt að Grímsvötn eru ekki líklegur kandidat í hamfaragos. Jökulsá á Fjöllum hefur ekkert með Grímsvötn að gera þannig að sé ekki afhverju þú ert að draga hana inn í þetta.

sumir vilja bara  sjá djöfullinn í öllu sem gerist.  Held þú ættir bara að slaka á og hætta að hafa svona gríðarlegar áhyggjur af, já eins og ég kallaði það, smá hristingi. 

Ef þú hefur ekki tekið eftir því búum við að landi þar sem mælast að meðaltali 300 jarðskjálftar á mánuði þannig að þó það séu skjálftahrinur á einstaka stað þá þarf ekki að leggja saman 2 og 2 og fá út hamfarir.

Fyrir utan að almannavarnakerfið hér á landi er með því besta í heiminum og það er alls ekki hægt að bera saman til dæmis hamfaragos í dag og hamfaragos fyrir 200 árum síðan, við vitum hvernig á að bregðast við núna og höfum það sem þarf til að bregðast við.

Sigurbjörg (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 18:00

12 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk Sigurbjörg Grímsvötn og Jökulsá á Fjöllum eru ekki tengd en það er hinsvegar Bárðarbunga! En hvað almannavarnarkerfi líður þá veit ég af eigin raun hvernig það virkar þegar ég fór til að hjálpa aldraðri frænku minni á Efri-Ey í Meðallandi þegar Eyjafjallajökulsgosið stóð sem hærst og þá vissu þeir ekki einu sinni að þar væri mikið öskufall fyrr en ég fór með það í RÚV beinar fréttir svo vel virkaði kerfið á það gos sem ver ekki nema smá prump!

Sigurður Haraldsson, 1.11.2010 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband