Ekki ásættanlegt!

Þetta er ekki ásættanlegt því að banna ætti með lögum starfsemi slíkra okurlánafyrirtæka með öllu!
mbl.is Boðar lög um smálánafyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit persónulega þess dæmi að fjölskyldur hefðu ekki haft efni á jólamatnum hefðu þessi smálánafyrirtæki ekki komið til. Ég þekki líka vinnandi fólk, láglauna fólk, í góðum, virðingarverðum, mikilvægum og erfiðum störfum, sem eru lítils metinn til fé, sem hefði ekkert haft að borða síðustu viku fyrir mánaðarmót ef ekki kæmu til slík fyrirtæki. Húsaleiga er orðin það dýr, og nú eru margir að missa húsið sitt. Og launin virðast bara lækka. Atvinnulausir hafa það jafnvel betra en fólkið á lágu laununum sem vinnur baki brotnu. Þetta fólk er stolltir gamaldags Íslendingar og hefði aldrei leitað á náðir Mæðrastyrksnefndar eða neinna hinna, sem eiga reyndar ekki undan að sinna fólki að biðja um aðstoð. Þangað til þú þarft nauðsynlega á slíku láni að halda sjálfur, ættir þú ekki að dæma. Bankarnir aðstoða þetta fólk ekkert, og fjölmargir komnir á vanskilaskrá út af skuldum eftir hrunið, bara venjulegt fólk sem vildi eignast heimili, og mega ekki einu sinni opna venjulega bankareikning.

Think Again (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 02:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband