Stríð!

Við eigum í höggi við mafíu og þar er fréttarenskan ekki undanskilin því að mafían á fréttamenn!

Marinó G Njálsson er okkar besti maður í að reyna ná réttlæti til handa almenningi og á þetta ekki skilið að vera settur á einhvern höggstokk því að jú þúsundir samlanda okkar eru í sömu stöðu og hann sjálfur því er þetta mjög illa að honum vegið! Marinó á heiður skilið fyrir vinnu sína og ekkert annað.


mbl.is Segir sig úr stjórn vegna umfjöllunar Fréttatímans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Sigurður Þingeyingur, æfinlega !

Ég tek undir; með þér. Á ekki til orð; yfir Glámskyggni þessarra manna, að óverðskulduðu.

Var kannski; Marinó orðinn óþægilegur gróða öflunum, suður í Reykjavík ?

Það; skyldi þó ekki vera ?

Með byltingar kveðjum; norður yfir heiðar - sem jafnan /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 17:27

2 identicon

Hvernig væri að bíða með yfirlýsingar þangað til fréttin birtist!

Pétur (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 17:31

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk Óskar.

Pétur hvaða frétt?

Sigurður Haraldsson, 18.11.2010 kl. 18:09

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nákvæmlega, hvaða frétt?

Að Marinó skuli eiga tvær fasteignir og báðar mikið skuldsettar?

Það er ekki frétt, heldur ástæðan fyrir því að hann er að berjast fyrir því að stökkbreyttar skuldir fólks verði leiðréttar. Hann er einfaldlega einn af þolendum þess alveg eins og við hin, og hefur aldrei leynt því þó hann hafi ekki verið að auglýsa nákvæmar tölur um sín persónulegu fjármál. Að hans einkahagsmunir skuli fara saman með hagsmunum þeirra félagsmanna sem hann starfar fyrir, er stór plús en ekki mínus. Að slá þessu upp sem einhverri frétt í fjölmiðli er ekkert annað en ómerkileg tilraun til að koma höggi á góðan mann.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.11.2010 kl. 23:32

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Guðmundur þá verðum við að fá hann aftur í stjórnunarstöðuna.

Sigurður Haraldsson, 18.11.2010 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband