Er þetta það sem við viljum?

Svar mitt er aðdráttarlaust NEI! Jafna þarf kjör okkar Íslendinga því að bilið er að aukast í boði stjórnvalda eins og svo margt miður gott!
mbl.is Heldur eftir 65.000 krónum af lífeyrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mörgu vinnandi fólki þætti það bara nokkuð gott að eiga eftir 65 þúsund þegar búið er að borga skatta, húsnæði og fæði.

Vaskur (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 10:13

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þar fór þetta í vakinn.

Sigurður Haraldsson, 9.2.2011 kl. 10:48

3 Smámynd: Púkinn

Þú segist vilja jöfnun kjar, en þetta er einmitt dæmi um jöfnun kjara.   Fólk með háan lífeyri borgar meira fyrir dvöl á stöðum eins og Hrafnistu.

Miðað við kjör margra eldri borgara hefur hún reyndar ekki yfir miklu að kvarta, en það er annað mál.

Púkinn, 9.2.2011 kl. 16:01

4 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég átta mig nú ekki alveg á þessarri umræðu og þeirri heilögu hneykslan sem ríður hér yfir bloggheima í tilefni þessarrar fréttar.

Fyrir ekki all löngu olli önnur frétt mikilli hneykslan. Það komst sem sé upp að móðir með tvö börn á framfæri sínu, og þar af annað langveikt, hefði 388 þúsund eftir skatta á mánuði. Hneykslunaralda reið yfir þjóðfélagið og átti nefnd kona nánast líf sitt að verja. Talað var um ráðherralaun, lúxuslíf og svívirðilega misnotkun á bótakerfinu og náði vandlætingin meira að segja inná hið háa alþingi þar sem krafist var breytinga til þess að hindra slíka og aðra eins hneisu...

Nú kemur frétt um barnlausan einstakling sem hefur "aðeins" 305 þúsund á mánuði eftir skatta. Engar ógnar tekjur en benda má á að samkvæmt Starfsgreinasambandinu þá hafa 75% íslenskra launþega minna 267 þúsund á mánuði eftir skatta.

En nú er annað hljóð í strokknum. Fólk fyllist heilagri reiði yfir því hvernig farið sé með þessa konu. Talað er um svartan blett á velferðarkerfinu, hrun velferðarkerfisin, níðingsskap og eignaupptöku svo ekki sé minnst á þær svívirðingar sem látnar eru dynja á Jóhönnu Sig og Steingrími. Vil þó taka fram að ég er enginn stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar.

Hvernig er eiginlega hægt að taka umræðu alvarlega þegar 388 þúsund fyrir tveggja barna móðir er alveg fáránlega of mikið en 305 þúsund fyrir einstakling svívirðilega lágt?

Jón Bragi Sigurðsson, 9.2.2011 kl. 17:06

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þú ert að misskilja því að umræðan snýst ekki um upphæðina sem er eftir heldur hvað það kostar hana að vera á Hrafnistu!

Sigurður Haraldsson, 9.2.2011 kl. 19:02

6 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Má vera að ég sé að misskilja en það er síður en svo nýtt að nánast allt sé tekið af fólki þegar það er á elliheimili og því skammtaðir vasapeningar úr hnefa. En miðað við það sem ég þekki þá eru þetta með hærri vasapeningum.

Jón Bragi Sigurðsson, 9.2.2011 kl. 20:17

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Jón já það er rétt hjá þér en samt sem áður eru þetta smáaurar miðað við allt sem fólk þarf að standa skil á nú til dags þess vegna verður að jafna kjörin og stöðva þjófnaðinn úr kerfinu það er að sega stórþjófnaðinn sem viðgegnst og hefur viðgengist um ára bil nær óáreitt!

Sigurður Haraldsson, 9.2.2011 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband