Steiktur.

Mikið óskaplega er þessi maður steiktur af þrá til ESB og um leið að komast þar að sem afæta þegar hann er búin að innlima okkur í ESB, von mín stendur til  þess að samlandar mínir sjái af sér og kjósi gegn IcesaveIII og taki þar með lykilinn úr hendi ráðherrans og stjórnvalda sem á að ganga að ESB.

mbl.is Össur á ráðherrafundi ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sigurður, það er sem mig minni að hafa lesið fyrir nokkrum dögum (í Fréttablaði ESB?) að Brusselmenn afbiðji sér að þeim verði sendir afdankaðir stjórnmálamenn frá aðildarríkjunum. Ætli undanþága á því sviði verði að lokum sú þýðingarmesta af hálfu samninganefndar Íslands?

Kolbrún Hilmars, 12.3.2011 kl. 16:11

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er ekki óþarfi að blanda Icesave og ESB saman. Þó að Icesave 3 yrði feldur þá losnum við ekkert við Icesave það verður enn óleyst næstu árin. En um leið þá væri það með öllu óeðlilegt að fólk tæki áhættu á að við færum í deildur við EFTA og ESB um innistæðutrygginar bara til að okkur yrði svo vísað úr öllu þessu samstarfi bara af því að einhverjir telja að þetta sé góð leið til að hætta við ESB aðildarviðræður.

ESB samningurinn verður borinn undir þjóðina ef að samningar nást. Og það verður ekki fyrr en eftir kannski 2 ár ef allt gegnur vel. Þá verður lausn komin væntanlega í Icesave, t.d. fyrir dómstólum hér,  þannig að þessi mál snerta ekki hvort annað.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.3.2011 kl. 16:16

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl Kolbrún það væri eftir öðru.

Sæll Magnús nú líkar mig við þig þú ert farin að tala um dómstóla hvað Icesave varðar og þá reikna ég fastlega með að þú kjósir móti IcesaveIII og sýnir þá um leið að þú ert sannur íslandsvinur inn við beinið þrátt fyrir ást þína á flokksræðinu í Samfylkingunni.

Sigurður Haraldsson, 12.3.2011 kl. 16:30

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Magnús Helgi. Ég er nú að reyna að mynda mér skoðun á þessu sitt í hvoru lagi.

 En mér finnst vanta svo mikið inn í heildarmyndina? Hvert fóru peningarnir og hver bar í raun ábyrgð á þessu rugli? Ef ruglið er líka á ábyrgð annara þjóðar-leiðtoga er nauðsynlegt að gera upp þessa skuld af réttlæti? Ég held að Ísland sé ábyrgt minnstakosti að hluta til, en ég veit það ekki?

  Það er ekki heldur gott fyrir almenning í Evrópu ef óbærilegar svikabyrgðar er færðar á fátækan almenning þar? Svo var ég nú að rifja upp að sú ágæta kona Eva Joly sagði að við Íslendingar mættum alls ekki finna upp á að borga Icesave, sem einungis fáir einstaklingar bæru ábyrgð á. Af hverju sagði hún þetta?

 Það er svo margt sem er að brjótast um í hausnum á mér, sem allir eiga fullan rétt á skýringu á. Það er miklu betra að mynda sér skoðanir út frá staðreyndum ef sátt á að ríkja í samfélaginu, ekki bara Íslensku samfélagi heldur líka í Evrópu. Réttlæti skiptir svo miklu máli.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.3.2011 kl. 16:52

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Magnús það er engin nema Ríkisstjórn Íslands sem heldur því fram að Icesave og ESB sé aðskilið...

Bretar og Hollendingar hafa sagt annað sem og AGS...

Ríkisstjórnin bullar bara bullar eftir því sem hentar hverju sinni, henni verður ekki stætt ef þjóðin fellir þennan nýjasta Icesave og ætti Ríkisstjórnin sjálf að sjá sóma sinn í því að koma sér frá ef...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.3.2011 kl. 16:52

6 identicon

Össur er varla stautfær í ensku og hefur haft okkur að fífli út um allan heim. Þetta er orðið að umræðuefni í kokteilboðum erlendis, hvað Íslendingar hljóti að vera mikil fífl að velja sér mann sem utanríkisráðherra sem getur ekki einu sinni skrifað bréf á eðlilegri ensku, hvað þá talað!

Jónas Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 13:59

7 identicon

Þetta er alveg rétt. Össur kann ekki ensku. Ef hann nú bara kynni mannasiði væri það bót í máli, en það gerir hann ekki heldur. Össur kann ekki að haga seglum eftir vindi og nennir ekki að kynna sér ólíka kurteisissiði þjóðanna og hefur margoft sjokkerað fólk af ólíkum þjóðernum með að brjóta gegn siðvenjum þess og misbjóða því. Fólk hlýtur að halda við séum afar treggáfuð og illa upplýst þjóð að hafa svona mann í forsvari fyrir utanríkisráðuneytið já. Tungumálakunnáttu hans er svo ábótavant hann fengi aldrei vinnu sem flugfreyja og kurteisi hans svo mjög að hann væri rekinn ef hann væri að vinna í móttöku á hóteli, en þetta sitjum við uppi með sem helsta andlit þjóðarinnar út á við...Guð hjálpi okkur!

Helga (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 14:04

8 identicon

Og hvað segir það um Samfylkinguna að velja þennan vanhæfa mann í þetta starf? Ég hef aldrei gert meiri mistök en þegar ég kaus Samfylkinguna og geri það ekki framar!

Helga (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 14:05

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Frábært hjá þér Helga að kjósa ekki Samfylkinguna aftur en ekki láta það hvarfla að þér að kjósa einhvern af hinum þrem flokkunum því að þeir eru allir flæktir í mafíuflokksræðið!

Sigurður Haraldsson, 13.3.2011 kl. 20:44

10 identicon

Aðrar þjóðir, gæddar heilbrigðri skynsemi og eðlilegri dómgreind, myndu borga þessum manni fyrir að láta EKKI sjá þig utan landssteinanna.

Guðjón Jónsson (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 12:07

11 identicon

leiðrétting: sjá SIG!! Stundum efast maður um greindarvísitölu Íslendinga.

Guðjón Jónsson (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 12:07

12 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Guðjón mikið er ég samála hann hefur gert okkur mikinn óleik að vera í þessu embætti útbrunninn og spilltur gamall stjónrarþurs sem er löngu komin úr tengingu við okkur almenning því miður, við höfum val og það er að koma svona fólki frá völdum hið bráðasta!

Sigurður Haraldsson, 14.3.2011 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband