Hvaða endemis vitleyla er þetta!

Hvernig dettur ykkur í hug að bjóða svona frábært húsnæði þegar þið vitið þegar svarið?

Auðvitað er það nei vegna þess að sérfræðingar og skrifstofublækur verða að taka ákvörðun um smíði á nýju fangelsi sem bara hönnunarkostnaðurinn fer í verðið á þessu húsi þannig vinna stjórnvöld og blýantsnagarar nútímans, skoðið Hörpuna sem dæmi!

Ef ég segi mína skoðun þá er þetta frábær hugmynd og nýtir húsið ásamt því að leysa brýna þörf fyrir fangelsisrými nú þegar og skapa störf á landsbyggðinni.


mbl.is Sjafnarhúsið á Akureyri boðið ríkinu undir fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nýtt fangelsi á Akureyri gerir bara ekkert til þess að leysa úr brýnustu þörfinni í fangelsismálum, sem er skortur á rýmum fyrir gæsluvarðhaldsfanga og skammtímavistun á höfuðborgarsvæðinu.

Svo er aðeins meira en að segja það að taka bara eitthvert iðnaðarhúsnæði og umbreyta í fangelsi. Það krefst mjög sérhæfðs húsnæðis og það yrði að öllum líkindum ekkert ódýrara að umbreyta húsnæði sem hentar illa fyrir starfsemina en að byggja nýtt frá grunni.

Bjarki (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 10:53

2 Smámynd: Che

Ég legg til, að Stjórnarráðið við Lækjargötu verði fært til fyrra horfs og verði tugthús á ný. Það þarf ekki að kalla inn fanga til afplánunar, því að glæpamennirnir eru þegar komnir á staðinn.

Che, 24.3.2011 kl. 12:45

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Bjarki, ég er ekki að kaupa það að nýtt muni kosta jafn mikið og breyta þessu húsnæði!

Sælir Che þarna er ég samála þér.

Sigurður Haraldsson, 24.3.2011 kl. 13:43

4 identicon

Ef það á að uppfylla kröfur sem gerðar eru til fangelsa þá þyrfti svo gott sem að rífa það niður til grunna og endurbyggja. Um er að ræða iðnaðarhús með mjög stórum gólffleti þar sem ljóst er að fáir klefar gætu snúið að útveggjum. Ætlar þú að útskýra það fyrir Amnesty eða mannréttindadómstólnum hvernig það sé réttlætanlegt að bjóða föngum upp á langtímavístun í gluggalausum kompum? Ég efast um að slíkt sé gert í Tyrklandi nú til dags.

Bjarki (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband