Einstefna!

Gaddafi á alla fjölmiðlana og getur því sagt hvað sem er þessu er hægt að líkja við Göbbels á tímum Hitlers!
mbl.is Gaddafi rekur mikinn áróður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Siggi, ég er farinn að hafa stórkostlegar áhyggjur. Það bókstafleg er ekkert að gerast í jarðskjálftum á Íslandi í dag.

Ætli það sé samsæri í gangi á veðurstofunni? það er að segja aðeins valdir skjálftar eru sýndir á sem hættuminnstum slóðum?

Hvað heldur þú? er verið að reyna að fela jarðskjálftana fyrir okkur?

FMB (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 14:14

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

FMB það var að koma 7 stig í Búrma núna rétt í þessu. Hjá okkur er að klofna og þá skelfur ekki eins mikið heldur opnast allt í einu eins og ég hef oftsinnis bent á.

Sigurður Haraldsson, 24.3.2011 kl. 15:32

3 Smámynd: el-Toro

góði lesandi.  það eru miklar líkur á því að þú hafir aðeins þær upplýsingar um Libíu sem þú lest úr stóru fjölmiðlunum.  en bæði vísir og mbl og pressan eru svokallaðir copy/paste fjölmiðlar þegar kemur að umfjöllun um erlenda viðburði.  þeir sækja fréttir í stóru fréttaveiturnar í bandaríkjunum og annaðslagið til BBC.

en áður en við hefjum okkur til flugs í málefnum Libíu og sjálfs Gaddafi, þá skulum við skoða hlutina eins og þeir liggja fyrir okkur í dag.

stærsti hluti olíu evrópusambandsins kemur frá Libíu í dag.  ég man ekki prósenturnar, en mig minnir að það sé í kringum 40%.  sá grein fyrir stuttu í fréttablaðinu þar sem prósentutalan var gefin upp.  ýmindum okkur hvað gerist ef Gaddafi nær að kveða niður uppreysnina í landinu.  þá skulum við hafa í huga fjölda tilmæla erlendra leiðtoga, flestra úr evrópusambandinu að sjálfsögðu, að hans tími sé liðin.  þegar allt fellur í dúna logn þarna, hvernig skyldi Gaddafi líta til frekari olíusölu til evrópusambandsins.  fyrir mitt leiti þá finnst mér ekki ólíklegt að hann hugsi um að skrúfa fyrir olíuna eða hækka hana óverulega mikið.  hann getur jú alltaf boðið olíuna til Kína sem myndi stökkva á tilboð frá honum á stundinni.  skemmst er að minnast þegar skotar slepptu al-Meghrabi til að liðka fyrir samningum.  En hann er að sjálfsögðu jafn saklaus og ég og þú af tilræðinu yfir skoska bænum Lockerbie stuttu fyrir jólin 1988.  hægt er auðveldlega að komast yfir upplýsingar um þetta mál á netinu.  ég mæli eindregið með að fólk leggi á sig að lesa sér til um þetta hryðjuverk, sem gerðist á kjörtíma í bresku sjónvarpi, og var nánast í beinni útsendingu lengi vel.

rétt er það að Gaddafi hefur skipt sér af flestum þeim málum sem snerta norðurhluta Afríku á þeim tíma sem hann hefur haldið utan um völdin í Libíu.  en einnig má geta þess að svo hafa Frakkar og Bandaríkjamenn einnig gert.  Frakkar í tíð kalda stríðsins á meðan Bandaríkin hófu fyrir alvöru að gera sig sýnilega þarna á tíunda áratugnum.

Ef við tökum Libíu fyrir á níunda áratug síðustu aldar.  þá var það eins og Afganistan tíunda áratugarins.  mjög svo lokað land og allt grasserandi í hryðjuverkahópum.  En það er ekki allt.  Hægt er að lesa sér til um umsvif Bandaríkjamanns nokkurns, Edwin Wilson.  þessi maður stundaði innflutning til Libíu á sprengiefnum, skotfærum.  menn á hans vegum og hann sjálfur stóðu fyrir kennslu í samsetningu sprengja.  áður en þetta átti sér stað hafði hann hætt hja CIA.  En eftir að tóbaks og skotfæraeftirlit Bandaríkjanna hafði haft hendur í hári hans, kom í ljós að hann hafði allan þann tíma sem hann hafði dvalið í Libíu verið á launaskrá CIA.  Það er skjalfest í dómsuppkvaðningu yfir Wilson að hann hafi starfað öll sín ár í Libíu á vegum CIA.  til að krydda þetta örlítið, þá er það líka skjalfest að hann þjálfaði menn PFLP-GC í Líbíu á þessum árum.  þessi samtök sem slitu sig frá samtökum George Habas á sínum tíma, eru hvað þekktust fyrir leiðtoga sinn Ahmed Jibril.  Margir fróðir menn sem hafa skoðað Locerbie samsærið, telja að hann hafi verið með puttana í upphaflegu ráðabrugginu um að sprengja Pan Am flugvélina.

Hryðjuverkasamtökin sem voru kennd við Abu Nidal og bera nafn hans áttu sitt athvarf í Libíu.  en þó ekki fyrr en Sýrlendingar voru búnir að gefast upp á honum.  Fyrir þá sem ekki hafa heirt um þessi hryðjuverkasamtök, þá má líkja þessu við al-Qaeda okkar tíma.  samt verður að hafa í huga að Abu Nidal samtökin framkvæmdu sjálf sín hryðjuverk.  al-Qaeda styðja við hryðjuverk og eru uppspretta hryðjuverkaáróðurs sem á enskunni er kallað al-Qaeda hardcore.

nefna má að Abu Nidal samtökin eiga sér mjög svo vafasöm tengsl við leiniþjónustu Sýrlands og MI6.

Eftir að Edwin Wilson fór burt með starfsemi sína frá Libíu tóku við einir lokuðustu tímar í sögu Líbiu.  þar spilaði regan stjórnin með stríðsprinsinn George H.W. Bush í aðalhlutverki.  sprengingarnar 1986 og sökin fyrir locerbie tilræðið gerðu landinu illan grikk, þar sem Libía þurfti að gangast undir refsiaðgerðum vesturveldanna. 

Gaddafi hefur ávalt stjórnað með harðri hendi.  leiniþjónustan hefur í gegnum áratugina gert hvert mannsbarn þarna hrætt við hverskonar tilraunir til að tjá óánægju sína á einhvern hátt.  en með uppgangi öfgafullra og annarra eðlilegra islamista hefur Gaddafi þurft að taka til sinna mála gagnvart þeirri þróun í sínu landi.  ættbálkaveldi þrífst í Libíu sem gefur ættbálkunum meira svigrúm heldur en öðrum.  Gaddafi tók á það ráð eitthvað fyrir innrás bandaríkjanna í írak 2003 að sýnast trúaðri en hann er.  gekk um með kóranin og vísaði oftar en ekki í vers þegar vel lá á honum.  svo hafa menn einnig gert að því skóna að Gaddafi hafi leitað á náðir vesturveldanna eftir innrásina í írak, meira út frá því að hann var farinn að óttast ítök islamista í landinu. 

svona til að enda þetta hjá mér.  þá vill ég taka það fram að ég er ekki vitund hrifin af því sem Gaddafi hefur haft upp á að bjóða í þau rúm fjörtíu ár sem hann hefur haldið um stjórnartaumana í landinu.  en ég hef að sama skapi enn minni samúð með aðgerðum Bandaríkjanna og Frakka þessi sömu rúmu fjörtíu ár.  svo einfalt er það.  Gaddafi hefur lög að mæla þegar hann gagnrýnir vesturveldin og aðgerðir þeirra í Afríku og mið Austurlöndum.  að sama skapi hafa vesturvöldin lög að mæla þegar þau gagnrýna Gaddafi fyrir mannréttindabrot sín. 

en heimurinn er aldrei svartur og hvítur.....bara mis grár.  enginn er saklaus þarna, því má ekki gleyma.  það eru alltaf ástæður fyrir öllu sem gerist þarna.  alveg sama hvað það er. 

el-Toro, 25.3.2011 kl. 00:19

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk el-Toro auðvitað er misjafn sauður í hverju fé það vita allir og það sem Bandaríkjamenn eru að gera blasir við þeim sem vilja t.d tvíburaturnanna 11.09.2001 sviðsettir atburðir!

Sigurður Haraldsson, 25.3.2011 kl. 09:35

5 Smámynd: el-Toro

Nákvæmlega.  hver hefur sinn djöful að draga, er ekki langt frá því sem er að gerast þarna í Libíu.  það versta við þetta allt saman er að hvorki Gaddafi né Nato eða bandaríkin hafa einhvern áhuga á betra lífi þegna landsins.  þetta snýst allt um olíuna til evrópusambandsins.  þess vegna nenna bandaríkin ekki að leiða árásirnar mikið lengur.  þeir fá sína olíu annarstaðar.

þú talar um sviðsetta 9/11.  það er munur á sviðsetningu, inside job og því að leifa hlutunum að gerast.  ég er mest megnis á síðasta hugtakinu hvað það varðar.

svo er eitt skemmtilegt hérna í lokin.  innrás bandaríkjanna inn í írak 2003, átti upphaflega að heita operation iraqi lives.  en eftir að þeir lásu í skammstafanirnar, þá var því snarlega breytt í operation iraqi freedom.  sönn saga :)

el-Toro, 25.3.2011 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband