Ef þetta er ekki aprílgabb.

Þá segi ég hættið þessu rugli og gerið eitthvað að viti því að þetta er stór hættulegt frumvarp!

Kóngulær, rottur, slöngur og hvað af verra kemur í stórum stíl!


mbl.is Auðveldara verði að flytja gæludýr til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað meinaru? Slöngur, köngulær... Þetta snýst ekkert um það, þær koma einangruninni alls ekkert við..

Sunneva (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 13:30

2 identicon

Það er einungis verið að ræða um hunda og ketti:

http://www.althingi.is/altext/139/s/1185.html

joipalli (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 14:02

3 identicon

Það hefur alltaf verið bannað að koma með slöngur og kóngulær til landsins. Það er líka ekki verið að tala um það heldur einungis hunda og ketti.

Veit svo ekki betur en að það séu rottur á landinu og einnig rottur sem eru hafðar sem gæludýr.

Þórdís Björg Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 15:21

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

heimsendir ?

Óskar Þorkelsson, 1.4.2011 kl. 17:37

5 identicon

Já sennilegast heimsendir :-) Merkilegt hvernig við lifum það af að fara til útlanda og umgangast þessi ó-einangruðu dýr

Hjördís (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 01:08

6 identicon

Hrikalega ertu alltaf neikvæður. Hérna er ekki verið að taka fyrir kóngulær, slöngur eða annars konar dýr og sé ekki hvernig það tengist.

Aðeins innflutning á því sem nú þegar eru flokkuð sem viðurkennd gæludýr að uppfylltum mjög ströngum skilyrðum.

Það eru tvö lönd í heiminum með undantekningalausa einangrun á gæludýrum, ísland er annað þeirra. Erum við svona rosalega öðruvísi?

Rökin fyrir einangruninni fyrir dýr sem eru full bólusett og staðfest af dýralækni að ekkert hrjái þau (þar á meðal hundaæði) eru mjög veik. Ég á þrjá hunda og bý í Osló, væri miklu þægilegra fyrir mig að geta tekið þá með mér heim þegar ég kem í heimsókn heldur en að þurfa alltaf að redda þeim pössun.

Nú eða ef mig langar bara að flytja heim, fyrir utan venjulegan flutningskostnað, 600þ+ í einangrun. Festir mann svolítið hérna úti.

Ingvar Linnet (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 10:33

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl verið þið ég átti við að þegar slakað er á þessum höftum á gangast menn upp á lagið!

Sigurður Haraldsson, 2.4.2011 kl. 13:40

8 identicon

Hvernig eiga menn frekar að gangast uppá lagið með þessum lögum heldur en þeim sem eru fyrir? Innflutningum á skriðdýrum er ekki leyfilegur þrátt fyrir einangrun.

Þú ert bara að búa til úlfalda úr mýflugu hérna.

Dóra Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 15:57

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Vonandi ekki Dóra.

Sigurður Haraldsson, 2.4.2011 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband