Versta afsökun sem ég hef heyrt!

Hún er sú að fjöldi ætlar að kjósa með IcesaveIII bara vegna þess að þeir eru búnir að fá nóg af þessu umtali um Icesave! Það eru undirlægjurnar sem svona láta og kúgararnir eru á fullu að ná sem flestum til undirgefni það eru stjórnvöld og verkalýðsleiðtogarnir flestir því miður, það eitt segir okkur að kjósa gegn þessum samningi því ekki hafa stjórnvöld né verkalíðleiðtogar unnið með almenningi síðustu árin!
mbl.is Margir hafa kosið um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Sigurður ertu með neikvæða tilfinningu fyrir þessu...

Ég held að nei verði ofaná, nú ef ekki þá bara tekur maður á því þegar þar kemur...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.4.2011 kl. 23:49

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl ég er ekki alveg viss vega þess að mafían er með fjölmiðlana með sér allavega hringdi ég í RUV eftir kvöldfréttirnar og húð skammaði þá fyrir hlutdrægni í fréttaflutningi sem virðist vera á einn veg að allt fari hér til andskotans ef ekki verður kosið já með IcesaveIII og það hefur því miður áhrif á fjölda fólks sem lætur mata sig á upplýsingum og trúir öllu sem því er sagt!

Sigurður Haraldsson, 5.4.2011 kl. 23:55

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég skal segja þér að ég fór í 2 heimsóknir í kvöld og af 7 manns voru 7 ákveðnir í að fara og kjósa og ætla að segja nei...

Ég veit um 2 til 3 manneskjur sem hafa verið í vafa og ég hef skynjað að það sé utanaðkomandi pressa fyrir viðkomandi að segja já, en þegar uppi var staðið þá sögðu þau mér að þeir gætu nú samt sagt mér það að þegar uppi er staðið þá kæmi engum við hvað þeir segja og þótt þau segðu nei þá gætu þau sagt að þau segji já....

Það vill engin samþykkja þetta og þetta er svo sannarlega ljótt útspil í dag að segja að það standi allt og falli hérna í þjóðfélaginu með þessu Icesave....

Það er allt að fara fjandans til vegna þess að Ríkisstjórnin hefur ekki gert til að hefja uppbyggingu hér á Landi frá því að hún tók við...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.4.2011 kl. 00:08

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nákvæmlega alltaf skuldinni skellt á Icesave, en þjófarnir ganga lausir og þýfið ekki fundið, það ætti að vera alkrafa að Bretar og Hollendingar ásamt okkur hjálpuðust að við að ná böndum á þjófana og finna þýfið þegar það er búið þá er hægt að ræða það sem eftir stendur fyrr ekki! Þess vegna segum við NEI framsetningin á þessu máli litast af þvingun og pólitískum ákvörðunum til handa elítunni!

Sigurður Haraldsson, 6.4.2011 kl. 00:36

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Sigurður við verðum að trúa því að það sem er og réttlátt og satt verði ofan á okkur Íslendingum til. Ég er ekki að skilja hvað býr á baki þeirrar hugmyndafræði að það sé betra að hafa fólk óhamingjusamt og í fátækt og ánauð...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.4.2011 kl. 00:52

6 identicon

Já, æ, það er svo leiðinlegt að heyra endalaust um þetta fólk að drepast í Afríku. Hættum að reyna að hjálpa þeim og látum þau bara drepast. Óskemmtilegt er að hlusta stanslaust af fregnir af fólki sem stendur í matarbiðröðum. Leggjum bara niður Mæðrastyrksnefnd og látum það drepast. Flókin réttarmál eru almennt langdregin og leiðinleg. Hver nennir að standa í þeim? Leyfum bara glæpamönnum að valsa frjálsir um götur. Hver nennir að hlusta á kvabbið í fórnarlömbum og drepleiðinlegar lagabálka túlkanir? Ekki ég. Ég er farinn að horfa á Homer Simpson og Raymond, fyrirmyndir mínar í lífinu. Það er svo gaman. Svo ætla ég að éta mína pizzu og drekka minn bjór. Þangað til ég drepst. Barnabarnabörnin geta bara séð um Icesave. Og sama er mér um réttlæti og þannig kjaftæði.  

Andlega sófa-kartaflan (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 02:39

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2011 kl. 03:10

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er rétt Ingibjörg ekki skiljanlegt með nokkru móti!

Andlega sófa-kartaflan það er einmitt málið margir hugsa svona og það eru landráðamenn sem elska bara sjálfa sig!

Sæll Guðmundur þetta er frábært graf og vildi ég að það væri rétt léttir talsvert á spennunni um hvort réttlætið verði ofaná eða ekki.

Sigurður Haraldsson, 6.4.2011 kl. 07:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband