Nú stíga menn fram!

Nú stíga menn fram og segja að við stöndum vel af vígi gegn dómstólaleiðinni, já það er flott að það gerist þó seint sé! Þökk sé forsetanum og almenningi í landinu sem kaus móti þessari óréttlátu samningum sem IcesaveIII var.

mbl.is Sterk rök okkar í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við skulum ekki gefa ríkisstjórninni meira en tvær vikur. Jóhanna hefur þegar gert mikinn skaða hjá BBC. Breytist talsmátinn ekki og fari þau ekki í raun og sanni, af hörku og hugrekki, og að fyrirmynd hinum bráðsnjalla forseta vors, að verja hagsmuni landsins út á við fyrir alvöru, þá dugar ekkert annað en bylting. Mér þykir leitt að segja það sem fyrrum kjósanda þessarar ríkisstjórnar, en ég eins og allir aðrir sem ég þekki sem kusu hana á sínum tíma myndu styðja þá byltingu. Þið hafið örstuttan stund til að bæta ráð ykkar og borga ykkar skuld við þjóð ykkar, kæra ríkisstjórn. Standið ykkur og ég skal styðja ykkur áfram. Bregðist og þjóðin mun gera byltingu. Ég veit það.

Gunnar (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 00:15

2 identicon

Takk fyrir öll þín góðu skrif Sigurður.

Guðrún Einarsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 00:21

3 identicon

Þetta er skrýtið þarna gefa sig fram tveir jámenn og segja að við höfum sterk rök,þeir hafa skipt um skoðun á ljóshraða.

Númi (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 00:45

4 identicon

Ég sé ekki betur en að við stöndum ekkert sérstaklega vel að vígi hvað varðar seinna lagalega klúðrið sem var gert með neiðarlögum, um jafnrétti innistæðueigenda í bankanum, og eins og hann bendir á, hvernig stendur á því að við björguðum innistæðum allra milljóna og billjónamæringanna á íslandi um leið????   Ekkert þak á ríkisvernd ??? Get ekki séð eins og hann segir að það sé hægt að færa góð rök fyrir því í rétti um jafnrétti innistæðueigenda.

Jonsi (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 00:46

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það er ljótt að heyra umæli um að Jóhanna Sigurðardóttir sé að gera mikinn skaða hjá BBC með orðum sínum...

Er ekki hægt að kanna það vegna þess að ef svo er þá verður að koma þessari Ríkisstjórn frá eins og skot...

Nægan skaða hafa Steingrímur J.S. Fjármálaráðherra og hún Jóhanna S. Forsætisráðherra þegar ollið okkur Íslendingum með ummælum sínum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.4.2011 kl. 00:46

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Gunnar þú þarft þá að standa þig í byltingunni því að hún er óumfríanaleg!

Sæl Guðrún, þakka þér.

Sæll Númi, já það er eitthvað hér sem ekki stemmir!

Sæll Jónsi, bankar í öðrum löndum eiga að lúta öðrum reglum og það klikkaði!

Sæl Ingibjörg, þú og ég vitum að það verður að koma þessari stjórnskipan frá völdum og um leið ekki kjósa hina hrunverjana í staðin!

Sigurður Haraldsson, 11.4.2011 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband