Hvaða annarlegu sjónarmið?

Hvaða annarlegu sjónarmið eru að baki þess að taka upp Evru í stað þess að taka upp bandaríkidal og hætta um leið viðræðum við ESB um inngöngu í það hrunabandalag!
mbl.is Fleiri en tveir kostir í peningamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bandaríkjadal??? Ertu viti þínu fjær maður?

Væri ekki skynsamlegra að skoða nýju krónuna hennar Lilju Mós, sem meikar alveg fullkominn sens. Það sem hefur bjargað okkur er að geta ráðið genginu sjálfir. Ef við værum með Evru eða US dollar, þá væri hér algerlega sviðin jörð.

Kíktu á Equvador, Portúgal, Grikkland, Írland....etc.

Nefndu ekki dollar á nafn í þessu samhengi. Það er sama sjálfsmorðstilraunin og hitt.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.4.2011 kl. 08:29

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þakka þér Jón Steinar ég vil alls ekki Evruna það er málið og allt annað kemur frekar til greina en dalur þarf það ekki endilega að vera!

Sigurður Haraldsson, 13.4.2011 kl. 10:41

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er alveg með ólíkindum.

Þarna er ekki verið að telja upp margar ólíkar tegundir peningakerfis, heldur nokkrar mismunandi útfærslur af sömu tegund: brotaforðakerfi. Allir vestrænir gjaldmiðlar í da eru brotaforðagjaldmiðlar, hvort sem það er króna, evra, dollar eða franki.

Það eru hinsvegar til fleiri tegundir af myntfyrirkomulagi, en þær hefur Seðlabankainn bara alls ekki rannsakað.

Við félagarnir úr IFRI hópnum vorum á málstofu um mótun peningastefnu í Háskólanum í gær þar sem verið var að kynna þessa skýrslu Seðlabankans. Við leyfðum okkur að spyrjast fyrir um aðrar leiðir í fyrirkomulagi peningmála, og hvenær mætti eiga von á sambærilegri greiningu á fleiri valmöguleikum og kynningu á niðurstöðum þeirrar vinnu? Svar Seðlabankans var einfalt, og kom okkur svo sem ekki á óvart: Nei. Það stendur ekki til að skoða aðra möguleika en brotaforðakerfi.

Svar Háskólans var að fyrst ekki væri von á slíkri greiningu frá Seðlabankanum sé ekki tilefni til að halda slíka málstofu. Okkur fannst afar sorglegt að Háskóli Íslands skyldi staðfastlega neita að hugsa út fyrir þröngt skilgreindan ramma í þessum efnum. Hinsvegar tók steininn úr í lok fundar þegar Þórólfur Matthíasson missti stjórn á sér, fann sig knúinn til að stíga í pontu að kveða niður okkur og aðra sem höfðu leyft sér að spyrja gagnrýnna spurninga utan úr sal. Hræsni Þórólfs náði hámarki þegar þessi gervihagfræðingur lét það út úr sér að þetti væri nú ekki vettvangur fyrir svona kverúlanta.

Ég var orðlaus þegar ég gekk af þessum fundi.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.4.2011 kl. 11:46

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Guðmundur það er lítil von að hagfræðingar sem ekki geta unnið með þjóð sinni vaði í trausti almennings.

Sigurður Haraldsson, 13.4.2011 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband