Öfug hagfræði.

Hvað ætla stjórnvöld að reka öfuga hagfræði lengi áður en allir flýja land sem geta? Með því að lækka álögur á eldsneyti þá yrði meira notað af því og um leið aukning í tekjum ríkisins með þeim hætti að fyrirtæki og einstaklingar gætu flutt vörur og ferðast meira um landið ásamt því að sjárvarútvegurin myndi skila meiri arði eftir lækkun eldsneytis, en því miður er vonlausasta stjórn frá upphafi ekki til í að gera neitt fyrir landann annað en að innlima okkur í ESB hrunaveldið sorglegt en satt!

mbl.is Álögur á eldsneyti lækka ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steingrímur ætlar að bjarga jörðinni með því að útrýma bílanotkun Íslendinga.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 20:37

2 identicon

Hann er hardcore kommi í íslenskri lopapeysu, menn eru bara maurar í hans huga.

DoctorE (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 20:44

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Fyrirtæki og einstaklingar geta flutt vörur og ferðast meira um landið ásamt því að sjárvarútvegurin myndi skila meiri arði eftir lækkun á álögum segir þú....

En Rikisstjórnin vil ekkert flakk á fólkinu á landið og miðinn:(:(

Verið bara heima hjá ykkur,því miður:(

Halldór Jóhannsson, 23.6.2011 kl. 20:45

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nákvæmlega það er málið og hvers vegna?

Sigurður Haraldsson, 23.6.2011 kl. 20:50

5 identicon

Ég var að segja þér það Sigurður, þú ert bara Siggi maur í huga Steingríms, Siggi vinnumaur á undir lágmarkslaunum;

DoctorE (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 20:55

6 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þessi fjármálaráðherra er rannsóknarefni fyrir læknaháskóla vegna krónískrar afneitunar og raunveruleikarofs.

Sumarliði Einar Daðason, 23.6.2011 kl. 20:55

7 identicon

Alveg er þetta sérstakt viðhorf. Það er aldrei hægt að lækka neinar álögur hér á landi af því að þær eru lægri en á Norðurlöndunum. Afhverju megum við Íslendingar ekki hafa miklu ódýrara bensín en hin Norðurlöndin? Við getum heldur ekki lækkað skatta af því að skattarnir hér eru lægri en á Norðurlöndunum. Ótrúlegur hugsanaháttur!

Guðmundur (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 21:20

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er málið DoctoreE ég er maur sem aldrei hættir að vinna gegn svona óstjórn það veit hann ekki vel því að sama stefna er alltaf á borðunum sama hvað við segum en á endanum vinna maurarnir.

Nákvæmlega Sumarliði.

Alveg furðuleg árátta þessarar ömurlegu stjórnar Guðmundur.

Sigurður Haraldsson, 23.6.2011 kl. 22:03

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

....hvergi nokkurstaðar í hinum norðurlöndum eru launin eins lág. Miðað við laun er íslenskt bensín dýrast á öllum norðurlöndum....amen.

Steingrímur líður af sjúkdómi sem heitir kommúnismi og er ólæknandi geðsjúkdómur. Það væri vit fyrir Íslendinga að kjósa ekki yfir sig svona skoffín upp á nýtt...

Óskar Arnórsson, 23.6.2011 kl. 22:04

10 identicon

Getur ekki einhver bent þessum apaketti á að laun á hinum norðurlöndunum eru mikklu hærri en hér.

Rómur (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 22:06

11 identicon

Íslensk þjóð hefur komið sér í ömurlega aðstöðu.

Skattar og álögur á landsmenn er það sem kosta heilbrigðiskerfið, menntakerfi, velferðarkerfi einstaklinga og atvinnuvega, atvinnuleyisbætur, löggæslu, slökkvulið og samgöngur og margt annað þar á meðal greiðslu vaxta og skulda ríkisins og í raun fer næstum 1 króna af hverjum 5 í það að greiða vexti af lánum.

Það er ekkert merkilegt að virðisaukaskattur á bensín fer ekki í beint í vegi frekar en að virðisaukaskattur af matvælum fari í matvælaeftirlit eða virðisauki af sjólfatnaði fari beint til Veðurstofunar. Þetta er ekkert einsdæmi fyrir Ísland langt í frá og álögur á bensín eru einna lægstar hér. Vandamálið er að lífskjaraskerðing hefur orðið, auk þess að Íslendingar eru með eyðslufrekasta bílaflota Evrópu og sem ein feitasta þjóð Evrópu hreyfa sig allt of lítið og raunar er Ísland úrbaniserað land þar sem stærsti hluti þjóðarinnar býr á eða í kringum þéttbýlissvæðið en lágt hlutfall ferðast með almenningsvögnum.

Vandamálið er náttúrlega það að ef lækka á álögur á bensín eða nota þær í einhverja atvinnubótavinnu þá þarf hreinlega að skera niður ríkisútgjöldin sem þeim nemur og það er langt í því að þeir nái að loka fjárlagagatinu.

Það að það seljist fleirri pulsur meðfram þjóðveginum er langt í frá og raunar hræðast útlendingar ekki olíuverðið og hagkvæmt að ríkið hafi af því tekjur.

Ef olíuverð er lækkað mun innflutningur á eldsneyti aukast og raunar er olían greidd með niðurgreiddum gjaldeyrir þetta mun í raun gera okkur erftitt fyrir. Mun aukinn ferðamennska Íslendinga aukast sem því nemi?

Á að fjármagna þetta tekjutap ríkisins með niðurskurði á útgjöldum eða hækkuðum sköttum? Á að lækka atvinnuleysistryggingar eða á að auka á fjölga nemendum í bekkjum? Nei þetta er ekki auðvelt

Gunnr (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 22:15

12 identicon

Það að kenna IMF eða OECD við kommúnisma eða jafnaðarstefnu er eins og lélegur brandari.

Það er litið á skuldastöðu ríkisins, tekjugrundvöll þeas framlegð og síðan á hvaða þjónustustig fólk vill fá af hinu opinbera.

Það er ekkert mál að lækka álögur og skatta en það þýðir þá augljóslega að þjónustustigið verður skrúfað niður. Það verður opinbert kerfi og síðan annað við hliðina sem fólk getur keypt þjónustuna. Það mun koma fljótlega í ljós hvað skóla- og heilbrigðiskerfi viðvíkur.

Við erum að reyna að strekkjast að veita sambærulega þjónustu og lönd sem hafa langtum meiri framlegð en við og erum þar hugsanlega að lifa um efni fram.

Í USA hafa þeir lágar álögur á bensín og aðra skatta en þjónusta hins opinberra er þá rýrri. Það er eins og fólk vill ekki horfa á þessa einföldu staðreynd.

Gunnr (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 22:25

13 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Á að fjármagna þetta tekjutap ríkisins með niðurskurði á útgjöldum eða hækkuðum sköttum? Á að lækka atvinnuleysistryggingar eða á að auka á fjölga nemendum í bekkjum? Nei þetta er ekki auðvelt.

Ætli það væri ekki nóg að afnema eitthvað af þessum 200+ nefndum sem þessi ríkisstjórn hefur sett upp til að ná þessu, eflaust auðveldlega.

Það er einnig mikill misskilningur að lækkun skatta skili minni tekjum í ríkissjóð á endanum eins og þessi árátta að halda að hækkun skatta skili sér 100% í ríkissjóð, það sem tapast við lækkun skattanna kemur aftur inn í formi neysluskatts og þess háttar.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 23.6.2011 kl. 22:48

14 identicon

Það liggja lög fyrir danska þinginu um lægstu löglegu laun, 69 krónur danska á klst. Það eru um 245.000 ískr (http://www.tax.dk/lv/lvd/D_B_5_1_8.htm)

Annars setja stéttarfélög almennt lágmarkið í 103,9 (2009 tölur) (http://da.wikipedia.org/wiki/Minimumsl%C3%B8n) er gera  368.000

Þessar tölur eru reyndar brúttó en þar sem að verðtrygging er ekki reiknuð inn í rýrnun íslenskra launataflna að þá kemur skattaprósentan nánast út á sléttu.

42 íslenskar krónur má svo fá í skattaafslátt fyrir hvern kílómetra umfram 24 sem aka þarf til og frá vinnu.

Til að gera raunhæfan samanburð þarf að bera saman epli og epli en ekki epli og súra sítrónu (íslenska krónu)

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 22:56

15 identicon

Alveg magnað að heyra Steingrím tala um að bensínverðið væri dýrara á norðurlöndunum og þegar spyrillinn spurði hann með kaupmáttinn og muninn á laununum að þá svaraði hann ekki. Hummaði bara framaf sér og svaraði aldrei!

Var ekki verið að auglýsa eftir strætóbílstjórum í noregi á dögunum. Byrjunarlaun rúmar 700 þúsund kr ÍSL.

Að ráðherra ´liki saman því að kaupa eldsneyti erlendis og síðan hér heima án þess að taka inn í dæmið kaupmáttinn og launin... er ekki beint traustvekjandi.

Held að Steingrímur ætti að hleypa öðrum að í ráðherrastólinn... hann hefur ekket erindi þangað.

Ótrúlegt viðtal í kastljósinu.

Einar (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 23:15

16 identicon

@Halldór

Þú meinar þá að lækkað bensínverð (en það mun stórlega hækka á næstu árum)og er raunar með því ódýrasta í Evrópu ef litið er á raungengi íslensku krónunnar (eða það sem kallast aflandsgengi). Heldur þú að það seljist nóg af pulsum eða tjaldstæðum við hringveginn sem skila sér í skattheimtu til að dekka bæði lækkaðar álögur eða þá að við eyðum enn meira að verðmætum gjaldeyri til að kaupa niðurgreitt bensín (á Seðlabankagengi). Því miður hef ég enga trú á því. Vörugjald á bensín og aðrar álögur er mjólkurkú fyrir ríkiskassan og minnkaðar tekjur þar þýðir augljóslega niðurskurð. Ef fólk vill það ætti það að fá að velja. Raunar er kostnaður við alla stjórnsýslu þjóðarinnar um 3,5 miljarðar og það er ekki mikið hægt að spara þar og raunar eru heildarútgjöld ríkisins yfir 500 miljarðar.

Vandamálið er fólk vill eyða meira í heilbrigðis og menntaþjónustu, öldrunarþjónustu. Tannlæknaþjónustu og þar getur þú nú sagt að þegar barnið brosti sást að það var Íslendingur. Þú sérð raunar að ungmenni á Íslandi eru með áberandi verri og skakkari tennur en jafnaldrar þeirra td. á Norðurlöndum.

Gunnr (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 23:22

17 identicon

Laun hér eru skammarlega lág en framleiðni á tímaeiningu í íslensku atvinnulífi er einungis 50% af því sem er í Danmerku.

Þar ræður skipulagsleysi, skorpuvinnuhugsunarhátturinn miklu.

"Snilldin" með krónuna er að þú verðfellir heilt hagkerfi og raunar hefur Ísland 3 gjaldmiðla. Krónuna, verðtryggðu krónuna og aflandskrónuna (sem er hið eiginlega verðmæti krónunnar). Evran kostar um 160 Íkr á Seðlabankagenig en 260 Íkr á aflandsgeni. Seðlabankinn talaði um það sem reyfarakaup að geta fengið evrur á yfir 220 Íkr.

Gunnr (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 23:29

18 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

 er raunar með því ódýrasta í Evrópu ef litið er á raungengi íslensku krónunnar

Enda er sá samanburður mjög vondur þar sem ef litið er til launamismunar og þess háttar þá erum við með dýrasta eldsneyti eflaust á plánetunni.

Heldur þú að það seljist nóg af pulsum eða tjaldstæðum við hringveginn sem skila sér í skattheimtu til að dekka bæði lækkaðar álögur eða þá að við eyðum enn meira að verðmætum gjaldeyri til að kaupa niðurgreitt bensín (á Seðlabankagengi).

Ahemm, *Pylsum!!! 

Ég er eilítið efins að lækkaðar álögur á bensín skili sér í mikið meiri ferðamennsku en ég tel að það myndi skila sér að miklu leyti til baka í formi neysluskatts já, þá er ég ekki að tala um það sem eykst úti á landi því þú verður að gera þér grein fyrir því að sá afgangur sem verður hjá flestum út af ódýrara bensíni verður notað til að kaupa eitthvað annað, þar kemur neysluskatturinn til að skila sér betur og þetta kemur atvinnulífinu betur af stað, það eru margföldunaráhrif sem koma til með að valda því að þetta kemur til með að skila sér til baka og ef ekki gott betur en það.

Vörugjald á bensín og aðrar álögur er mjólkurkú fyrir ríkiskassan og minnkaðar tekjur þar þýðir augljóslega niðurskurð

Þú ert með sömu þröngu sýn á þessu og Skattman J Sigfússon, því hærri skattar því minna hefur fólk til að versla sér, sem þýðir að fyrirtæki fá minna og þurfa að segja upp fólki, sem þýðir að fleiri þurfa fara á atvinnuleysisbætur, sem þýðir að ríkið þarf að punga út fleiri aurum til að borga fyrir það og svo koll af kolli!!!

Ef þú eykur skatt á vöru þá kemurðu til með að fá meira fyrir þá einstöku vöru en fólk kemur ekki til með að hafa allt í einu meira á milli handanna til að kaupa aðrar vörur, það þýðir að það getur keypt minna af öðru og því skilar þessi aukna skattheimta sér ekki því að þessi viðbót á þessari einu vöru skilar minna á allar hinar vörurnar þar sem færri vörur þar eru keyptar, sem eins og dæmið hér fyrir ofan þýðir að fyrirtækið fær minna og svo koll af kolli. 

Þetta hefur oft verið prófað úti í heimi, þ.e.a.s að skattleggja sig út úr kreppu, það hefur aldrei tekist, aukin skattlagning er bara til þess komin að lengja kreppu.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 23.6.2011 kl. 23:52

19 identicon

Halldór í raun skiptir ekki máli hver hér stýrir. Íslensk stjórnvöld hafa notað allt of mikinn tíma til að ná jafnvægi á ríkisreksturinn og hætta skuldsetningunni en skuldsetning er augljóslega skattheimta til framtíðar. Það er forsenda þess að ná niður vaxtaprósentunni og þá verður þetta eitthvað auðveldara. Raunar er það forsenda þess að það náist hagstæð lán og yfir höfuð lán til þess að hægt verði að fara í orkuframkvæmdir og reyna að stækka þjóðarkökuna.

Skortur á tæknimenntuðu og raungreinafólki innan tölvugeirans stendur okkur fyrir þrifum það fólk er ekki menntað í íslensku skólagerfi. Því miður erum við ein verst menntaða þjóð Evrópu og stórum hluta háskólamenntunar er varið í embættisfög eins og lögfræði, stjórnmálafræði og síðan hagfræði og viðskiptafræði fög sem litlu skila í nýjum störfum eða beinhörðum gjaldeyri.

Raunar hafa þeir ekki mikinn tíma til að ná ríkisrekstrinum í jafnvægi.

Gunnr (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 00:29

20 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Gunnr (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 22:25

"Það er ekkert mál að lækka álögur og skatta en það þýðir þá augljóslega að þjónustustigið verður skrúfað niður. "

Til þess að hægt sé að skrúfa þjónustustig niður þá þarf þjónustustig að vera til staðar. Það má vel hagræða innan stjórnsýslunnar og hjá mörgum embættum/stofnunum. Þar er ótrúlegt bruðl í gangi og hverfandi framlegð. Þar að auki er lífeyrissjóðskerfi hins opinbera og erlendu ráðuneytin að sliga þjóðina. Svo þarf ekki einu sinni að tala minnast á afglöp yfirvalda undanfarinn áratug (líka núverandi ráðherrar) sem kostuðu skattgreiðendur hundruði milljarða í skuldir og vaxtakostnað.
Þetta eru allt þætti sem meðal Jón og Gunna hafa ekkert með að segja vegna arfaspillts stjórnmálakerfis.

Sumarliði Einar Daðason, 24.6.2011 kl. 00:30

21 identicon

Ps. það er ekkert vitlausara eða réttara að skrifa pulsa eða pylsa. Það fer eftir því hvaðan maður kemur af landinu.

Gunnr (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 00:31

22 identicon

@Sumarliði

Það má vel vera að það sé hægt að spara í ráðuneytum og stjórnsýslu enda fjölgaði opinberum starfsmönnum um 27% frá 2000 til 2008. Meginhluti útgjaldanna er í raun lítið hægt að gera við.

Raunar er stærsta bruðlið í bæjar og sveitarfélögum og eins í fjármálakerfinu sem er haldið uppi og lifir á lagalegu og eignarlegu tómasvæði enda eru þessir endurreistu bankar einskis virði er ekkert annað en innheimtustofnanir.

Allt þetta mun náttúlega skapa gríðarlegt atvinnuleysi en fjármálageirinn skilar engum þjóðhagslegum verðmætum í raun sýgur hann blóðið úr atvinnulífi og heimilum og ætti að setja hann í gríðarlegan megrunarkúr.

Raunar er merkilegt að verið er að bjarga sparisjóðum og tryggingafélögum með fé úr sjóðum almennings og það eru ekkert annað en skattakrónur.

Gunnr (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 00:38

23 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Tek undir það Gunnr. Í raun má segja að það sé ákveðið dilemma í gangi sem enginn þorir að horfast í augu við nema með blinda auganu.

Sumarliði Einar Daðason, 24.6.2011 kl. 00:51

24 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ps. það er ekkert vitlausara eða réttara að skrifa pulsa eða pylsa. Það fer eftir því hvaðan maður kemur af landinu.

Hehe, akkúrat 8)

Það er forsenda þess að ná niður vaxtaprósentunni og þá verður þetta eitthvað auðveldara.

Það er alveg rétt hjá þér.

Allt þetta mun náttúlega skapa gríðarlegt atvinnuleysi en fjármálageirinn skilar engum þjóðhagslegum verðmætum í raun sýgur hann blóðið úr atvinnulífi og heimilum og ætti að setja hann í gríðarlegan megrunarkúr.

Raunar er merkilegt að verið er að bjarga sparisjóðum og tryggingafélögum með fé úr sjóðum almennings og það eru ekkert annað en skattakrónur.

Ég er þér alveg sammála hér, það þarf að fara treysta aftur á þær greinar sem skapa alvöru verðmæti, ekki þær greinar sem sjúga þær frá öðrum.

En ég er samt alveg á því að ríkið þrátt fyrir sína skuldsetningu ætti vel að geta lækkað skatta, það er það sem hefði þurft að gerast fyrst, jú það kemur hugsanlega til með að kosta til að byrja með en það skilar sér til baka fljótlega í lægra útsvari vegna atvinnuleysisbóta og meiri innkomu úr neysluskatti (bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum).

Ég tel einnig að það væri hægt að stoppa einhver gæluverkefni í stjórnsýslunni sem myndi spara ríkinu alveg hellings pening, þrátt fyrir að stjórnsýslan sjálf sé kannski ekki að kosta heil ósköp þá er ekki allur kostnaður út frá henni þarna inni (mætti þar nefna t.d. nefndir og verkefni sem eru ekki að gera annað en að setja aur í vasa flokksgæðinga og vina og þetta er einmitt fólkið sem skilar ekki jafn auknum neysluskatti og ef þessi peningur færi til þeirra sem þéna minna, því þetta er frekar liðið sem setur þennan pening inn á bankabók eða þessháttar, þ.e.a.s þá fer peningurinn ekki á hringferð um hagkerfið).

Halldór Björgvin Jóhannsson, 24.6.2011 kl. 00:53

25 Smámynd: corvus corax

Ég fer ekki ofan af því að eini raunhæfi kostur launþega í kjaramálum er VERÐTRYGGING LAUNA STRAX! Öll gjaldahlið heimilisreksturs er verðtryggð og gengistryggð í bak og fyrir en tekjuhliðin ótryggð. Þetta misræmi getur aldrei gengið upp og er skólabókardæmi um fáránlega hagstjórnun. Vekið helv.... verkalýðsforystuna til þessarar kröfu!

corvus corax, 24.6.2011 kl. 07:35

26 identicon

@Halldór,

Það sem þú segir er í raun rétt að ákveðin aukning á framleiðni/verðmætasköpun í samfélaginu verður með að aflétta sköttum. Þetta á við í stærri hagkerfum sem eru að mörgu sjálfum sér næg en í okkar hagkerfi erum við innflytjendur að mestu. Verðmætasköpunin í gjaldeyri þríþætt það er fiskveiðar og arður af þeim, álútflutningur og ferðamannaþjónusta, þeas útlendinar komi hér og eyði peningunum sínum hérna. Vandamálið er að ferðamannatíminn er of skammur og framlegð of lág. Fjármagn of dýrt enda stýrist það af áhættu og því arður sáralítill eða nánast enginn að flestu. Það þarf að lengja tíman og fá meira út úr hverjum það þýðir hærra verð og hættan er þá að við Íslendingar verðum hornrekur í eigin landi.

Það að leggja af verðtryggingu þýðir það að það verði fljótandi vextir og það mun þá þýða að vaxtastigið mun hækka og það eiga eftir að verða mun hærri raunvextir hér en td. á stærri myntsvæðum það er kostnaðurinn að halda úti eigin mynt.

Núna erum við með þrjá gjaldmiðla, Krónuna (Seðlabankakrónuna), aflandskrónuna (þeas. það sem markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir gjaldmiðilinn) og síðan en ekki síst verðtryggðu krónuna sem byggist á vísitölum.

Við erum í þeirri ömurlegu aðstöðu að við þurfum að spara okkur frá kreppunni ef við bætum lífskjör, aukum við innflutning og það mun þýða að landið stöðvist vegna gjaldeyrisskorts. Það verður ekki ekki hægt að bæta lífskjörin nema auka á útflutningsverðmæti þjóðarbúsins og því miður gera hvorki lækkaðar álögur á bensín eða það að malbika einhverja kílometra en því miður það skilar ákaflega litlu í aukinni þjóðarframleiðslu einngis auknum innflutningi.

Gunnr (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 08:07

27 identicon

Minni raunar á að þessi jákvæði útflutningshalli (þe. að við flytjum meira út en inn) er í raun of lágur miðað við skuldastöðu þjóðarbúsins. Raunar hefur útflutningsverðmæti dregist saman meðan innflutningur hefur hrunið. Innflutningurinn hefur dregist saman vegna þess að lífskjör hafa rýrnað og hagkerfið er gjaldfellt en vandamálið er að menn eru með krónuna of háa miðað við framlegð og við erum ennþá í skjóli IMF. Við þurfum að vinna upp traust til að koma niður vöxtum ríkisins og lánstrausti og það er í raun forsenda þess að einvhver vilji og þori að lána okkur til að byggja upp orkufyrirtækin þá getum losað smám saman skattaskrúfuna en forsendan fyrir því er að við erum með hallalaus fjárlög og hætti skuldasöfnun. Við viljum taka út bónusinn fyrirfram en það gengur því miður ekki og þýðir í raun að hagkerfið mun skrapa botnin í langan tíma.

Gunnr (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 08:18

28 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Sigurður ég sé að Gunnr aðalhagfræðingur hefur farið eins og OECD skýrsla um síðuna hjá þér.  Honum hefur þótt sjálfsagt mál í athugasemdum víða hér á blogginu að ævistarf íslendings sé að engu gert með verðtryggingu og gengishruni.  Þetta er rörsýni þess sem súmmar umhverfið úr fjarlægð sem er auðvelt ef maður þarf hvorki að glíma við hátt bensvinverð né stökkbreyttar skuldir með lágum launum.

En til að leiðrétta bæði Steingrím og Gunnr, þá er það lygi að bensín verð sé hærra í nágrannalöndunum, hér í Noregi þar sem það er sennileg hæst, nær það ekki 300 kallinum, nema Steingrímur noti OECD "rörið" hans Gunnr og telji aflandsgengið henta betur sem hinn eina og sanna mælikvarða sem eigi að verðlauna íslendinga með í gjaldeyrisfjötrum í boði IMF og helferðarstjórnarinnar.

Magnús Sigurðsson, 24.6.2011 kl. 16:25

29 identicon

Já, já Magnús minn.

Íslendingar hafa sjálfir gjaldfelt íslenska hagkerfið og eignir á Íslandi með aðgerðum og aðgerðarleysi sínu. Áframhaldandi skuldasöfnun dregur augljóslega úr tiltrú og það verður hörð barátta að auka tiltrú enda getur ekki íslenskt hagkerfi nærst á þjóðrembu. Það að kenna IMF um vandræði okkar er álíka og kenna Veðurstofu Íslands um veðrið. Eignarverð er augljóslega hlutfall af tekjum og vextir og framboð og eftirspurn ráða því. Raunverð sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu næstum 4 faldaðist frá 1999 til 2008 að raunvirði hvernig það þróast að raun veit enginn. Verðinu er haldið uppi af lánastofnunum.

Íslanska þjóðin situr uppi með barreikningin af góðærinu og hvernig menn skipta á milli sín reikningum af því og fjármagna hið opinberra er augljóslega mál Íslendinga. Hvort þeir innheimta þetta með beinum sköttum, álögum á bensíni, vegagjöldum eða skera blóðugt niður það get Íslendingar sjálfir valið en það verða engir fleirri "spilapeningar" í boði.

Bensínlíterinn í Noregi alla vega á Óslóarsvæðinu hefur síðustu vikurnar sveiflast milli 14 og 15 Nkr og oftast mitt á milli. Norska Krónan er metin á bak við Seðlabankagengið á 21,30 Íkr á meðan markaðsgengi (aflandsgengið) er yfir 33 Íkr.

Miðað við 14,50 aura Nkr lítirinn þá gerir það um 308 Íkr/líterinn á Seðlabankagengi og 480 Íkr miðað við aflandsgengi. Aflandsgengi Íslensku krónunar miðað við Evru er núna rétt neðan við 260 Íkr og Seðlabankinn þykist hafa gert reyfarakaup að geta fengið Evruna á 220 Íkr í einhverjum þvingunarsamningi enda liggja yfir 400 miljarðar af fé læst inn í íslenska hagkerfinu.

Gunnr (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 23:21

30 identicon

Ísland var eitt fátækasta ríki Evrópu í byrjun 19. aldar.

Umræðan er núna á svipuðu plani eins og hún var þegar skýrsla Den danske bank kom um óumflýjanlegt hrun íslenska bankakerfisins. Veruleikafyrrtur spuni og forðast að taka erfiðar ákvarðanir. Ég er enginn vinstrimaður en Íslendingar virðast ekki gera sér grein fyrir því að þeir sjálfir þurfa að halda uppi velferðarkerfinu og samgöngukerfinu og ef menn vilja ekki borga fyrir það þá er bara að skera niður og segja fólki upp. Atvinnuleysisbæturnar eru einning fjármagnaðar af Íslendingum sjálfum. Því miður hefur íslenska hagkerfið ekki svigrúm til að stækka með að lækka álögur og það er í raun lítið sem bendir til þess að það verði sérlega mikið. Til að koma á nýsköpun þarf þekkingu og fjármagn og í raun er skortur á þekkingu okkar helsti akkilesarhæll.

Íslendingar geta síðan eytt tímanum í það að ræða Icesave og kosti og galla Evrópubandalagsis en það vill helst enginn ræða það sem í raun liggur beinast fyrir. Sníða velferðarkerfið að smæð hagkerfisins. Ef við lækkum tekjurnar hvar viljum við fjarlægja útgjöldin og sá niðurskurður verður sífellt sársaukafyllri.

Við eigum engan rétt á því að hafa eitt besta velferðar- og heilbrigðiskerfi heims og við getum ekki haldið úti einhverjum gerfihagvexti með lántökum og aðgerðum eins og að malbika vegi eða byggja stúdentagarða meðan hundruð tómra eigna eru út um allt höfuðborgarsvæðið. En þetta er væntanlega allt AGS og OECD að kenna... ..

Gunnr (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 23:44

31 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég tek undir með Gunnr hér að ofan í síðustu tveimur færslum. Ég er þó á móti því að tala um að allir íslendingar eigi sök á þessu sem er í gangi. Það er slatti af íslendingum sem eru búnir að benda á hvað er í gangi í áratug eða lengur.

Það sem mér finnst ósanngjarnt er að þeir sem sáu þetta fyrir, pössuðu sig og jafnvel vöruðu hina við þurfa nú að borga ósóman fyrir þá sem áttu sök á þessu og hlustuðu ekki á viðvaranir. Það sem er verst við þetta allt saman er að sama fólkið, bæði stjórnvöld og bankafólk, er að hefja sama leikinn aftur og enginn getur eða gerir eitt eða neitt. Þetta er eins og hrollvekjuútgáfa af Groundhog Day!

Ps. hvort er betra að flýja til Noregs eða Kanada? Önnur lönd kannski?

Sumarliði Einar Daðason, 25.6.2011 kl. 00:33

32 Smámynd: Jón Sveinsson

Aðeins kjánar trúa þessari ríkisstjórnn því hún er og verður þessari þjóð til hágborinar skammar og þeim sem henni trú eru og veroa heimskari en þer sem taldri eru heimskir, en það eru þeir sem  stiðja hana

Jón Sveinsson, 25.6.2011 kl. 02:46

33 Smámynd: Sigurður Helgason

þið sem allt vitið, talandi um bensínverð í norge,,,,,,,,,,,,,,,

þegar ég átti heima þar 1998 til 2000, fékk ég endurgreiðslu á mikinn hluta bensíns sem ég notaði í vinnu miðað við bílinn sem ég átti samt fór ég í strætó, og um helgar fyrir hádegi fór bensínverð niður um 40 % svo fjölskildufólk hefði tækifæri á að fara á fúntinn, ég fékk vinnu við að skúra skíðaskála og fyrir 4 tíma á dag fékk ég í laun 160 þúsund á mánuði ÚTBORGAÐ,

reikniði nú og segið mér hvort landið kemur betur út OG HÆTTIÐ ÞESSU KJAFTÆÐI,

ÍSLENDINGAR ERU VANIR AÐ ÞRÚKKA UM ALLT EINS OG ÞEIR SÉU SÉRFRÆÐINGAR Í ÖLLU EN GERA ALDREI NEITT......

það er engin furða að svona sé fyrir okkur komið . 

Gunnar ég átti engan þátt í hruninu þínu, vissi af því ári fyrir hrun enda tapaði ég engu og ætla ekki að hjálpa þér við að borga það það getur þú sjálfur og kjóstu svo sömu vitleysingana aftur.

skoðið svo debet kortin ykkar röflið og skiftið svo við þessa glæpamenn

Sigurður Helgason, 25.6.2011 kl. 03:05

34 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gunnr elsku kallinn, mikið værirðu meiri að verðleikum ef þú þyrðir að segja til nafns og gera grein fyrir þér, þegar þú talar niður til landa þinna. Það má þó "hyskið" í helferðastjórninni eiga að það kemur fram undir nafni þegar það reynir að telja fólki trú um að vertryggð gengisfelling í boði stjórnvalda og IMF sé eðlilegur mælikvarði við að gera íslendinga eignlausa.

Í mínum huga eru mestar líkur á því að það þurfi vesalinga, fædda og alda, til að vilja löndunum sínum IMF meðulin og ekki ólíklegt að þeir sem ekki hafa einu sinni manndóm í sér til að gera grein fyrir sér horfi yfir hafið í gegnum rörið, þaðan sem þeir hafa af hrökklast, jafnvel á tímum þar sem íslendingar höfðu svipuð kjör og aðrar þjóðir.  Þvílíkir er OECD þvættingurinn þinn.

En eitt skalt vera viss um að verðtryggt gengisfall er glæpur í hjarta hvers heilvita manns.  Hvað þá þegar leikreglunum er breytt á einni nóttu í þeim tilgangi að blóðmjólka saklaust fólk.  Þú heldur kannski að það sem henti almenna Íslendinga, Grikkir, Íra, Portúgali, Spánverja osfv, sé bara sjálfskaparvíti.  Það gæti verið að afstaða þín til meðalanna breytist þegar ræningjarnir heimsækja þig þar sem þú felur þig með rörið þitt.

Magnús Sigurðsson, 25.6.2011 kl. 05:41

35 identicon

Magnús minn, ég ætla ekki að svara þessu væli þínu. Íslendingar geta haldið áfram að væla úr sér augun vegna grimmdar heimsins en munum það að það sveltur fólk á þessari jörðu og það eru fáir sem vorkenna okkur nema við sjálf.

Klárlega líða þessi lönd Grikkland, Portúgalir og Írar vegna eigin óstjórnar og efnahagslegra mistaka síðustu ára og ástæðan er að mestu heimatilbúin. Eystrasaltslöndin voru í miklu verri málum en við og þau eru á hraðri uppleið meðan við höldum áfram að sökkva efnahagslega og andlega.

Íbúar þessarar eyju getur náttúrlega haldið fleirri atþjóðaratkvæðagreiðslur, kosið aftur á Alþingi eða mótmælt á Austurvelli og gargað þar og galað en það breytir engu, grefur okkur bara dýpra niður í skítinn.

Ísland er verðfellt af Íslendingum sjálfum og þeir geta endalaust rifist um barreikningin en hann fer ekki...

Gunnr (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 10:32

36 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jæja gunnr minn, það verður þá að hafa það þó þú sért og verðir vesalingur sem sem hreykir þér upp á nafnleysis hrokanum. 

Það hlýtur þó að vera þyngra en tárum taki að þurfa að éta OECD, Danske bank og IMF þvæluna upp í 12 langlokum á litlu bloggi án þess að ná að hafa vit fyrir löndum sínum.

Enn átakanlegra er þó að besservisser sem þú hafir ekki gert það í tíma, nema þá að dulnefnið hafi verið annað fyrir hrun til að fela sig á bak við. 

Passaðu upp á rörið þitt gæskur það gæti orðið sárt ef það vísaði eitthvað út fyrir kassann.

Magnús Sigurðsson, 25.6.2011 kl. 11:22

37 Smámynd: Sigurður Helgason

gunnar er eins og steingrímur svara ekki spurningum, er kannski ekki forritaður fyrir þær ?????????

Sigurður Helgason, 25.6.2011 kl. 11:59

38 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gunnr svipar mjög til Steingríms sem "kann einfaldlega ekki að segja satt" þegar hann talar af hroka niður til landa sinna, en er þó meiri vesalingur en Steingrímur sem gerir það undir nafni. 

Hann fær það út að bensín verð á Íslandi sé það lægsta í heimi með því að notast við aflandsgengi, hann heldur því blákalt fram að "Raunverð sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu næstum 4 faldaðist frá 1999 til 2008 að raunvirði hvernig það þróast að raun veit enginn. Verðinu er haldið uppi af lánastofnunum."  þar blandar hann saman íktri lygi og hálfsannleika.

Sona vesalingum er aðeins hægt að benda á það sjálfgefna; úr því kg af þorski kostar þetta mikið í nágrannalöndunum hvernig stendur þá á því að heiðarlegt fiskverkafólk á Íslandi þarf að vinna tvisvar sinnum lengur fyrir bensínlítranum en þar. 

Það skildi þó ekki hafa eitthvað með endurreisn gjaldþrota banka að gera í umboði helferðarstjórnarinnar undir leiðsögn IMF.

Magnús Sigurðsson, 25.6.2011 kl. 12:44

39 identicon

Ekki er ég með neinn dónaskap og svara með rökum. Þrátt fyrir að komið er langt út fyrir efnið.

Þetta graf sýnir verðþróunina, það kemur ekki fram þarna en verðið var yfir og undir 100% í áraraðir þangað til 1999. Þá þrefaldast það að raunverði í sérbýli og aðeins minna í fjölbýli. Í sumum hverfum borgarinnar meira en 4 faldaðist verðið að raunverði. Sjá.

http://datamarket.com/is/data/set/wf7/verdvisitolur-og-markadsverd-a-husnaedi#display=charts&ds=wf7|3qy=9.b.8&axis2=

Raunar hækkuðu laun þá um einungis 20% að raunvirði á sama tíma en þetta fjármagnaði fólk með gengdarlausri lántöku enda var verðið alltaf að hækka og þeir sem keyptu græddu enda bakaði fólk oft eigin neyslu inn í húsnæðið með síhækkani lánum en það er nú önnur saga. Það var blásin út gríðarleg innistæðulaus eignabóla sem mun springa einfaldlega vegna þess að eignaverð var og er ekki í neinum tengslum við tekjur. Þetta eru ekki vondir Bretar, eða IMF.

Þetta útskýrir hvert eignamyndun margra mun fara það mun fara þegar eignabólan springur en lánastofnunum hefur ótrúlega vel tekist að halda þessari eignabólu ósprunginni en þeir ráða ekki við þetta til lengdar.

Sjáið þetta vídeó með Chris Marthensen

http://www.youtube.com/watch?v=0F7SCbrU5sQ&feature=player_embedded#at=26

Ég nenni ekki að vera að þræta við ykkur en Magnús minn. Ég nenni eiginlega ekki að velta mér upp úr íslenskri sjálfsvorkunn og aumingjaskap.

Gunnr (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 00:46

40 identicon

ef tu nennir ekki ad vera aumingi Gunnr segdu ta til nafns

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 11:20

41 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þetta er góður punktur sem Gunnr er að benda á hér að ofan með eignabóluna. Jafnvel fólk með lágmarks hagfræðiþekkingu er búið að læra það að slík hækkun á fasteignum er ávísun á alvarlega kreppu eða hrun. Það var engin framleiðni í efnahagskerfinu sem gat útskýrt þetta. Samt gerðu yfirvöld og seðlabankinn ekkert. (Bankaþennsla er ekki framleiðni heldur hættumerki.)

Nú er þetta að gerast aftur eftir bankahrunið og sama sagan endurtekur sig hjá yfirvöldum. Það er ekki hlustað á neinar viðvaranir og reynt að tala allt upp. Helsta vandamál íslendinga er vanhæft fólk við stjórn. Það virðist engu máli skipta hvaða flokki fólkið tilheyrir. Spurningin er því sú, af hverju?

Sumarliði Einar Daðason, 26.6.2011 kl. 11:42

42 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Tek undir með þér Sumarliði um eignabólur, enda þarf ekki "lágmarks hagfræðiþekkingu" til þess. 

En fjórföld hækkun íbúðarhúsnæðis 1999-2008 eru hreinar ýkjur.  Það vill þannig til að ég keypt og seldi eigið húsnæði í Reykjavík á þessu tímabili, auk þess að vinna um tíma við fasteignasölu.  Sannleikurinn er nær tvöföldun eignaverðs, sem er ekki gott og hlaut að koma illa niður. 

Það er óþarfi að vera að dramatísera hlutina með fjórföldun þó svo að þannig dæmi megi finna á einu og einu húsi, eins og Gunnr hefur þegar dregið í land með.  Eignaverð hækkaði reyndar víðar en í Reykjavík á svipaðan hátt, efalaust má finna þess dæmi í nágrannalöndunum, án þeirra hrikalegu afleiðing sem verðtryggt gengishrun veldur.

Það sem Steingrímur og Gunnr láta í veðri vaka er að almenningur á Íslandi sé að uppskera eins og hann sáði og það sé fyrir tilverknað IMF og helferðarstjórnarinnar að ástandið sé ekki verra. 

Og Gunnr, það var þetta með hrokann; "Ég nenni eiginlega ekki að velta mér upp úr íslenskri sjálfsvorkunn og aumingjaskap."  Það þarf vesalinga fædda og aldan til að fela sig á bak við nafnleynd þegar talað er niður til fólks. 

En þakka þér fyrir skoðanaskiptin því þeir sem maður er ósammála hjálpa til við að vita hver maður vill vera sjálfur.  

Magnús Sigurðsson, 26.6.2011 kl. 13:35

43 identicon

Ha ha :)

Helvíti ertu góður Magnús.

Niðurlægir Gunnr á grófan hátt án þess þó að vera dónalegur.

Ég er sammála hverju orði sem frá þér kemur.

Djö.. þoli ég ekki þá sem kenna hinum almenna Íslendingi um hrunið.

Það voru allir þegnar hins vestræna heims sem skuldsettu sig á þessum tíma, allir trúðu lyginni, enda ætti maður að geta treyst því að stjórnmálamenn segi satt í 30% tilvika.

Almenningur fór í greiðslumat, bankinn samþykkti= bankinn ber einnig ábyrgð, vinstri gimpin ósammála=skuldari niðurlægður, varnarlaus og SKAL borga.

Þetta er vont mál sérstaklega þegar bankinn hefur verið fundinn sekur um að hafa unnið gegn gjaldmiðlinum og í leiðinni þjóðinni allri.

Það eru einungis hardcore kommúnistar og andlega afbrigðilegir einstaklingar sem enn halda uppi vörnum fyrir vinstri klerkastjórnina ! Afbrigðilegir einstaklingar eiga virðingu mína, annað má segja um kommakvikindin.

P.S

Vinstri gimpin segja að nú sé komið að skuldadögum.. hversvegna í ósköpunum verðlauna þeir einungis þá sem aldrei áttu neitt (110% leiðin)og hunsa þá sem áttu 50% í eign sinni en í dag eru eignarlausir ?

110% leiðin er eins ranglát og hugsast getur.. í dag skuldar maðurinn sem skuldaði 100% árið 2007 110%..

í dag skuldar maðurinn sem skuldaði 50% árið 2007 100%..

í dag skuldar hinn varkári 10% minna sen sá sem aldrei átti neitt.

Hvar er réttlætið að finna í þessari aðferð ?

Er ekki málið að sá sem eitt sinn skuldaði 50% og í dag skuldar 100% heldur áfram að borga.

Hinn sem alltaf skuldaði allt sitt hættir að borga þegar skuldin er komin í 200%, hann er færður niður í 110% til að hann borgi áfram og aðferðin er kölluð "skjaldborg um heimilin"...

Hvílík hræsni !!!

runar (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband