Hitti naglan á höfuðið!

Þarna hitti maðurinn naglann á höfuðið með því að segja að bankanum sé skít sama um fjólk eins og okkur eða réttara skít sama um fólk yfir höfuð því að það eru bara vildarvinir og þjófar útrásarinnar sem fá afskriftir og lán eins og ekkert hafi í skorist almenningur á að borga brúsan ef ekki þá er gengið að honum og allt tekið í skjóli laga sem eru sniðin fyrir bankakerfið!

mbl.is Geta hvorki keypt né leigt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ömurlegt !

Á frænda í sviðarðri stöðu.

Hann getur greitt 148 þús í leigu ( 1.776.000 ) á ári

Hann kemur alls staðar að lokuðum dyrum !

Samfylkingin sér um sína !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 07:12

2 identicon

Þeir gera þetta við almenning vegna þess að þeir VITA að almenningur er of máttlaus til að standa saman og berjast gegn þessum mafíum.
Við sjáum daglega banka afskrifa hundruð milljóna, já milljara af útrásarviteysingum sem rústuðu landinu okkar, við sjáum mafíósana frá gamla íslandi ganga brosandi út úr nýju bönkunum sínum..

DoctorE (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 07:37

3 identicon

Hvar eru nú Steingrímur og Jóhanna sem slógu "skjaldborg" um velferð heimila og fjölskyldur í landinu? Afhverju rís fólk ekki upp og mótmælir þegar Steingrímur lýgur sig bláan í framan. Og Jóhanna ferðast til Angelu Merkel og vísar henni fram á að íslenska þjóðin sé til fyrirmyndar fyrir Evropu.

Að þetta lið skuli ekki kunna að skammast sín það er með ólíkindum...

Jóhanna (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 07:40

4 identicon

1) Íslenska skaldborgin um heimilin verður fjármögnuð af Íslendingum sjálfum og engum öðrum. Ef ekki þá stórfelldri hækkun í beinum eða óbeinum sköttum, þá í blóðugum niðurskurði á heilbrigðis og menntakerfinu og velferðarkerfi atvinnuveganna.

2) Íslensk velferðarkerfi verður ekki fjármagnað af öðrum en Íslendingum. Það þýðir ekkert að skrifa undir innistæðulausa ávísun á því.

3) Gjaldþrota eignarhaldsfélög/bankar og önnur fyrirtæki hverfa hreinlega við gjaldþrot meðan einstaklingarnir sitja eftir.

4) Íslenska snilldin fellst í því að verðfella krónuna og þar sitja launþegar í skítnum. Lánin eru verðtryggð meðan launin falla sem og kaupmátturinn. Það eru yfir 80 miljarðar greiddir í atvinnuleysisbætur frá hruni. Raunar fer ekki að sverfa að í velferðarkerfinu fyrr en 2013/2014 þá mun sjást hvernig velferð íslendingar hafa efni á.

Við getum ekki stillt okkur með þurfalingum Afríku og smæð hins íslenska hagkerfis sem og það að við erum ekki hluti af Evrusvæðinu þanning að við verðum látin sigla okkar sjó. Sjúkrabíllinn í líki IMF kom og hann mun fara. Sumir kenna IMF um sparnaðinn en það er eins og að kenna slökkvuliðinu um brunann.

Gunnr (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 07:58

5 identicon

Því miður heyrist lítið í mótmælendum, enda hafa þeir undanfarna 2-3 áratugi einvörðungu komið úr röðum þeirra er í dag kalla sig "stjórnar"-liða.

Stutt er reyndar eftir hjá Kvislingunni (WC og Samspillingin) þar sem að bylgja verkfalla fer af stað með haustinu og endar með alsherjarverkföllum í kringum áramót.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 08:06

6 identicon

Það ríkir náttúrulega ekkert traust. Fólk getur klippt af sér skuldahalann eftir 2 ár. Það að kaupa gríðarlega ofmetið húsnæði á Íslandi er náttúrlega bilun. Í fleirri ríkjum Bandaríkjanna er krafist eigin fjármögnunar upp á 30-40% af kaupvirði eigna og það er gríðarleg áhætta að lána það sem vantar upp í 100% og á því eru ofurvextir alls staðar.

Það sem ræður húsnæðisverði er ekki kaupverð eigna, það er ekki byggingarkostnaður, það er einfaldlega laun. Markaðvirði eigna er einfaldlega það sem markaðurinn vill og getur greitt fyrir. Það er ákveðin formúla milli launa/kaupmáttar og húsnæðis og síðan er hægt að reikna út hvað margir eru í hverjum hópi og það verður í raun kostnaður húsnæðis. Það á enginn að ráða við meira en 2,5 til 3 faldar árstekjur í heildarlán og sú formúla gildir og síðan kemur inn veðhæfni húsnæðis þar sem undir 60% ber minstu vextina, 60-80% lán hærri vexti og það sem nálgast og er yfir 100% ber ofurvexti.

Raunar er íslenska kerfið er ein risastór SUPRIME bóla sem er ennþá nánast ósprungin.

http://en.wikipedia.org/wiki/Subprime_mortgage_crisisitt

Gunnr (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 08:13

7 identicon

Óskar minn það breytir litlu hver hér stjórnar. Hvort þeir sem sátu hérna í 18 ár fram yfir hrunið og óhindrað sáu stropun íslensks viðskiptasiðferðis og augljóslega mun lánakostnaður verða tengdur áhættu við lán.

Raunar er það kaldhæðni örlaganna að sá flokkur sem varaði við þessu, það er að segja VG skuli vera kennt um þetta.

Það er ekkert skrítið að engin vilji lána í þetta bix.

Rétt fyrir hrun 2007 voru kosningar til Alþingis, árið 2009 voru nýjar kosningar til Alþingis. 2010 voru kosningar til bæjar og sveitarstjórnarkosninga. Síðan eru 2 Icesave þjóðaratkvæðagreiðslur og síðan kosning til Stjórnlagaþings sem raunar var dæmd ógild af Hæstarétti.

Landið var að stövast vegna gjaldeyrisskorts og á hausdögum 2008 var leitið á náðir IMF.

Rannsóknarskýrsla alþingis er flestum gleymd.

Auðvitað erum við rétt að fara að finna fyrir afleiðingum hrunsins. Lífskjör á Íslandi ráðast af verðmætasköpun á Íslandi og engu öðru.

Gunnr (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 08:23

8 identicon

Það er þetta með börnin og skólann - Það virðist það eina sem heldur í fólk af flytja sig ekki um set og þá virðist ekki skipta máli hvar fólk býr. ERGO_ Okkar skóli er besti skóli í heimi!Að flytja sig úr hverfi, bæjarfélagi eða úr landi virðist því útilokað barnana vegna, eða er þetta bara afsökun fólks ,sem er svo heimóttarlegt að það þorir ekki af flytja sig úr flekknum. Það er mín skoðun.Þótt það bjóðist miklu betri laun og betri vinnuaðstaða, þá er samt ekki farið.Þíð völduð þetta sjálf.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 09:35

9 identicon

Ég verð eiginlega að segja að ég er gríðarlega sammála honum Gunnr hérna enda sé ég að hann hefur gert menn kjaftstopp. Í hans máli er enginn pólitískur farsi eins og hjá flestum moggabloggurum heldur færir hann rök fyrir máli sínu.

Við eigum eftir að finna fyrir því alþjóðlega vestræna hruni sem enn á eftir að verða - þegar enginn getur lánað neinum pening. Allir peningar AGS og ESB fara í að bjarga stóru ríkjunum og þau litlu verða að sjá um sig algjörlega sjálf.

Sem betur fer er nóg af hvali og þorsk hér við strendurnar til að éta :)

Sigmar (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 09:45

10 identicon

Nei, V. Jóhannsson, þetta er ekki alveg svona einfalt, en samt er það oft tilfellið. Sumir vilja ekki fara úr hverfum sínum á meðan aðrir geta það ekki, einhverra hluta vegna. Það er ekki á færi allra barna að skipta um skóla, við vitum ekkert um félagslegar aðstæður barna sem ekki ráða vel við að fara í aðra skóla. Þau eru vonandi ekki mörg.

núll (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 09:51

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gunnr, mikill andskotans fábjáni ertu, kominn með enn eina IMF/OECD eftirhermuna.  Kanntu ekki að skammast þín ræfillinn.

Magnús Sigurðsson, 22.7.2011 kl. 11:32

12 Smámynd: Vendetta

Nú kemur það ekki fram í hvaða sveitarfélagi þessi maður býr, en ef flutt er milli hverfa innan borgarmarka Reykjavíkur, þá eru börnin ekki skyldug til að skipta um skóla.

Hvort þau þurfa að skipta um skóla ef flutt er milli nágrannasveitarfélaga (á höfuðborgarsvæðinu) fer eftir aldri barnanna (yngri eða eldri en 7. eða 8. bekkur).

Vendetta, 22.7.2011 kl. 11:41

13 identicon

@Magnús

Margur heldur mig sig! Annars ertu málefnalegur að jafna Magnús minn enda skils mér að þú sért flúin af landi.

Hver bað IMF/AGS að koma til Íslands? Með tárin í augunum skrifuðu þáverandi fjármálaráðherra og dýralæknir Árni Th. Matthiesen og þáverandi forsætisráðherra Geir H Haarde undir samning við IMF á haustdögum 2008. Þessu ferli hefur verið fylgt af þessari stjórn sem nú situr en munum það að ríkissjóður hefur aukið sína skuldsöfnun á hverju ári síðan hruni 2008, 2009, 2010, 2011 og væntanlega bæði 2012 og 2013 og jafn vel lengur.

Það að kenna IMF um ófarir okkar er álíka gáfulegt eins og að kenna slökkvuliðinu í Hveragerði um brunan í Eden en Magnús er þar í hlutverki apans Bóbós http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/07/22/margir_minnast_bobo/

Íslenskt bruðl/velferð á kosnað Íslendinga og engra annara.

Því miður getum við ekki kennt neinum öðrum en okkur sjálfum um vesældómin og að Íslendingar skuli vera þurfalingar annara er á þeirra eigin ábyrð.

Gunnr (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 12:39

14 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hver ber þá ábyrggðina? Almenningur en lánastofnanir og þjófarnir sleppa í kennitöluflakki!

Sigurður Haraldsson, 22.7.2011 kl. 13:35

15 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Maðurinn er að tala um að hann sé að leigja einbýlishús eða raðhús. Það er allavega fjári stórt hús sem leigist á 180 þúsund á mánuði. Jafnvel í hjarta Reykjavíkur.

Ólafur Guðmundsson, 22.7.2011 kl. 13:35

16 identicon

1)Lánastofnanirnar hverjar eru þær? Íbúðarlánasjóður er rekinn af ríkínu og er dúndrandi gjaldþrota þarf að verja væntanlega tugmiljarða auknu fé. Þeas skattfé sem fengið er af álögum af almenning.
Landsbankinn er í eigu ríkisins og þar væri hægt að tína það sama eins mætti nefna Sparisjóð Keflavíkur sem er víst kominn inn í Landsbankann ofl.

Lífeyrissjóðirnir gætu sett í púkkið á kostnað þeirra sem ekki þiggja ríkistyggðan ellilífeyri. Ríkisstarfsmenn sumir klappa eða þeir sem ekki hafa lagt til meðan þetta verður á kostnað lífeyrisþega nú og framtíðar.

Mér skilst að það hafi verið reynt að hrista fé af afkomendum Glitnis og Kaupþings og þar hafi verið gengið að línunni sem er vörðuð af stjórnarskránni hvað varðar eignarhald.

2) Hver er almenningur? Þar eru bæði þeir sem höfðu það og hafa það best eins og þeir sem höfðu það ekkert sérstakt og misstu af góðǽrinu.

3) Ef ríkisvæða á skuldir landsmanna verður það á kostnað landsmanna sjálfra í gegnum skattkerfið.  Næsta spurning er ef farið er að ríkisvæða skuldir á einning þá að ríkisvæða eignir? Hvar stoppar þetta?

Því miður held ég að fáir stjórnmálamenn þori eða vilji segja fólki sannleikann.

Það er svo miklu miklu skemmtilegra að tala um hversu allir eru vondir við okkur, Bretar, Hollendingar, IMF, hversu vonlaus ESB eða um einhver smámál.

Íslendingar hafa verðfellt sjálfa sig bæði fjárhagslega og siðferðislega það er í raun hin hryggilega staðreynd.  Ef Exeter dómurinn yfir Byrs mönnum stendur í Hæstarétti getur í raun sérstakur saksóknari pakkað saman föggur sínar. Það mun ekkert þýða að sækja þau mál. ENRON svindl var, er og verður löglegt á Íslandi. Enginn þeirra næstum 150 einstaklinga sem teknir voru til umræðu, já enginn taldi sig eiga nokkra ábyrgð á hruninu. Þjóðin dansaði með og kaus þetta fólk, aftur, aftur og aftur og er tilbúin í aðra umferð.

Gunnr (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 14:09

17 identicon

Mig langar bara að skjóta því inn að 4 herbergja blokkaríbúðir í úthverfum fara á 150 til 250 þúsund í leigu á mánuði. 2 herbergja 45 fermetra (gólfflötur) þykja ódýrar á 100 þúsund krónur. Herbergi inn í íbúðum annarra eru að fara á jafnvel 60 þúsund krónur

Rað- og einbýlishúsin eru svo á 200 þúsund plús.

Ekki má heldur gleyma því að séu 2 með laun á heimili (þó það séu jafnvel bara atvinnuleysisbætur) þá er ekki hægt að fá húsaleigubætur. Það skiptir ekki nokkru máli hver greidd leiga sé.

Það er ekki hægt að komast í félagslegt húsnæði séu heildartekjur heimilis hærri en 220 þúsund á mánuði.

Þó ég sé ekki að segja að húsnæðiseigendur hafi það endilega gott þá er það nokkuð ljóst að líf tekjulágra á leigumarkaði er allnokkuð erfitt, sérstaklega ef um fjölskyldu sé að ræða.

Nína Björg (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 15:53

18 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gunnr minn, mér er vel kunnugt um hvaða hyski skrifaði undir samstarfssamninginn við IMF og ef þú heldur að ég hafi meiri væntingar til hinna arma fjórflokksins þá veðurðu villu og svima.  Já ég flýði land því mér er gjörsamlega ógerlegt að borga eignir mínar á Íslandi aftur atvinnulaus.  Mér hefur skilist á þér að þú hafir verið svo skinsamur og framsýnn að þú hafir farið í góðærinu.

En Gunnr minn ég vildi bara benda þér á að það þarf fávita fæddan og aldan til að halda því fram að það sé eðlilegt að fólk greiði eignir sínar tvisvar hvað þá oftar, og svo þarf vesaling þar á ofan til að tala niður til landa sinna í skjóli nafnleyndar.  Þetta hefur ósköp lítið með málefnalega umræða að gera þetta er hrein heimska.

Magnús Sigurðsson, 22.7.2011 kl. 17:22

19 identicon

Magnús minn, mér er skít sama hverja þú kýst eða hvaða álit þú hefur á mér eða öðum. Þú ert í mínum augum einn af þessum íslensku bjöllusauðum sem eltir bjölluna og ert varla búinn að fatta þetta. Augljóslega eru stjórnvöld valin af Íslendingum á ábyrgð íslendinga sjálfra bæði fyrir og eftir hrun. Í raun var Ísland verðfellt af íslendingum sjálfum og þeir sjálfir þurfa síðan að hreinsa það sem eftir er af skítnum, eða láta það vera. Launakjör hafa hrunið og duga varla fyrir framfærslu. Klárlega er þetta átakanlegt fyrir fólk sem lendir á götunni með fjölskyldu og börn, þrátt fyrir að leiga er í raun lág á Íslandi miðað við nágrannalöndin eru launin svo langtum lægri. Það að kenna öðrum um ófarir okkar eða þessari ráðlausu ríkisstjórn eða ráðlausu stjórnarandstöðu eða almenningi eða hagsmunahópum sem ota sínum tota. Allt verður þetta á endanum greitt af engum öðrum en íslendingum og sá sem heldur eitthvað annað, fer villur vegar.  þeir sem trúa einhverju öðru trúa þá væntanlega einning á jólasveininn eða eru í fullkomnri afneitun eða bæði.

Getur raun einhver bent um dæmi um þjóðnýtingu íbúðarskulda heils þjóðfélags?  Innistæðulaus eignabólan sem yrði þjóðnýtt og skuldirnar yfirfærðar á ríkið eða á lífeyrissjóðina.  Eignabóla sem í raun aldrei hefði verið átt að leyfa að gerast.  Það væri eftir öllu á Molbúaeyjunni Íslandi. Ég man eftir verðbólgu upp í 180 % og hrap í raungegni krónunnar.  Það eru 3 gjaldmiðlar á Íslandi, verðtryggð króna, íslensk króna og aflandskróna og það eru stórar líkur á því að þetta festist í sessi að óbreyttu.

En það er enn von þegar "gáfumenni" eins og þú og ég erum fluttir.

Gunnr (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 17:57

20 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég verð nú bara að viðurkenna það Gunnar minn, að ég stórefast um að þú hafir greind til átta þig á því hvað bjöllusauður er, maður sem endurómar OECD þvæluna í langlokum á bloggsíðum annarra í tíma og ótíma.

Magnús Sigurðsson, 22.7.2011 kl. 18:49

21 identicon

Hvað er að frétta af I-shave?

Bárður, Mörður og Þórður (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 23:17

22 identicon

Já, já Magnús minn, þetta er allt OECD þeas Efnahags og framfarastofnun Evrópu að kenna eða IMF/ Alþjóða Gjaldeyrissjóðum, Skátahreyfingunni, Sameinuðu Þjóðunum, Evrópubandalaginu, Bretum, Hollendingum.  Þetta er klárlega öllum öðrum að kenna heldur en Íslendingum sjálfum.  Spurningin sem þú herfur spurðir og klifar á hver verðfelldi Îsland og verðfelldi eignir á Îslandi það eru, voru og verða Íslendingar sjálfir það er svo kristaltært.  Kaupmáttur og atvinnustig er alls staðar beintengdur eignaverði og á Íslandi er það sem heldur uppi króninni núna gjaldeyrisskapandi starfsemi og það er ekki einhver einhver atvinnubótavinna við að búa til göng/vegi á lánsfé. Hallarekstur ríkisins grefur undan gjalmiðlinum og raunar heldur uppi vaxtastigi.

Hver hefur skapað lagaumhverfi þar sem ENRON innherjasvindl er í raun löglegt? Það eru í raun íslenskir alþingismenn valdir af þorra íslenskra kjósenda á umliðnum árum.  Hver hefur stýrt efnahagsstefnu landsins á síðustu ára? Klappaðir upp af meginþorra kjósenda síðasta áratuginn og lengur? Raunar er þetta svo bilað að ríkisútgjöld þöndust út um 43-45% að raunvirði og fjöldi ríkisstarfsmanna jókst um 27% á innan við 10 ára tímabili frá 2000 til 2008. 

Vina-/ætta- og klíkukennt hagkerfi þar sem innherjaviðskipti voru regla fremur en undantekning og því miður virðist lítið sem ekkert hafa breyst til batnaðar frá hruni. Enda er afneytunin algjör hjá þér og öðrum. Ég líkti þér við apan Bóbó sem liggur inni í brunnu Eden í fyrradog og já kennir slökkvuliðinu í Hveragerði um brunan.  Innan um brunarústir hins íslenska efnhagshruns liggja margir Bóbóar sum flúnir frá skuldum aðrir að basla.  Því miður er þjóðfélagið í þeirri aðstöðu að það verður væntanlega lítið svigrúm til bæði framkvæmda, lántöku. Munum það að ríkissjóður er fjármagnaður af skattheimtu og álögum og svigrúmið er lítið að auka þann hlut, helst ætti að minnka það men það mun augljóslega þýða niðurskurð á bilinu 25% frá nú. Svigrúmið fyrir húsaleigubætur og niðurfellingu skulda úr ríkissjóði væri betur varið í atvinnuuppbyggingu þar sem vitræn gjaldeyrisskapandi atvinna sem myndi auka á þjóðarframleiðslu og stækka þjóðarkökuna en það mun taka áratug ef ekki áratugi og krefst þess að íslendingar rói í takt.

Gunnr (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 04:30

23 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gunnr minn, ég ætla ekki að stæla við þig hverjum er um að kenna þetta sem menn hafa verið að reyna að benda þér á, blessuðum bjöllusauðnum, er undir handleiðslu íslenskra stjórnmálamanna hefur farið fram "Ennron svindl og innherjasvik", því geta allir verið sammála. 

Sömu stjórnmálamenn nú kenna sig við velferð, svona til að skipa í lið svo fjórflokkurinn lifi, hafa ákveðið að nýta tólin sín til að halda svikamyllunni gangandi með því að gera eignupptöku hjá saklausu fólki í gegnum verðtryggingu, einungis vegna þess að það hafði kosningarétt og kaus það sem var í boði, þ.e. fjórflokkinn.  Réttlæti þessarar aðerðafræði keppist þú við að tíunda með speki, umvafinni í malskrúði OECD skýrslna. 

Þetta blogg er reyndar við frétt af fjölskyldu sem er að missa húsnæðið, en hefur efni á því að greiða það háa húsaleigu að hún gæti þess vegna greitt upp íbúðaverðið samkvæmt leikreglum svikamyllunnar á 40 árum, þ.e.ef vikamyllan stæði við leikreglurnar sínar, en fjölskyldan fær höfnun.  Í siðuðum ríkum nægðu leigugreiðslurnar sennilega til að greiða íbúðina upp á helmingi skemmri tíma ef miðað er við tekjuhlutfall, svikamyllan vill meira.  þegar síðuhöfundur bendir á þetta, ryðst þú fram á ritvöllinn sem sérfræðingur með copy og paste af margbirtum hugrenningum þínum, sem þú hefur veriða paste í nafleynd á síður annarra allt frá hruni, þó svo þær séu ekkert tengdar fréttunum né blogginu.

Þess vegna segi ég þú ert nú meiri andskotans fábjáninn, kanntu ekki að skammast þín.

Magnús Sigurðsson, 23.7.2011 kl. 06:50

24 identicon

Magnús minn ég er ekkert að gera lítið úr hörmungum þessarar fjölskyldu og þúsundum annara. Ég hef nákvæmlega ekkert að skammast mín fyrir. Ég er að jafnaði málafnalegur.

Í "siðuðum ríkjum" eru engin réttindi að nánast allir fái lán. Í siðuðum ríkjum er fólki ekki lánað hærra en 2,5 og í hæðsta lagi 3 föld árslaun í heildarlán (þar eru námslán, húsnæðislán, bílalán og annað) Auk þess fá ekki allir sömu lánin. Þeir sem skulda hátt hlutfall fá miklu miklu óhagstæðari lán en þeir sem skulda lítið. Þessi regla var og er þverbrotin á Íslandi og það var ein af forsendum húsnæðisbólunar sem ennþá er ósprungin. Fólk lánaði umfram efni en faldi þetta þegar húsnæðisverð hækkaði. Í Noregi þar sem þú býrð varð bankakreppa í kringum 1990 og þá lækkaði húsnæðisverð um 70%. Ríkið lagði ekkert til og margar fjölskyldur eru ennþá að borga þetta niður meira en 20 árum seinna.

Raunar hef ég skrifað um þetta síðan 2005/2006 um innistæðulausu "ofurkrónuna" enda var varað við þessu úr mörgum áttum á þessu tímabili en á Íslandi var ekki hlustað á eitt eða neitt en vaðið áfram undir gunfána þjóðernis og heimsku og núna er því miður of seint að bygja brunninn, barnið (þeas íslenska hagkerfið með fjölskyldum og einstaklingum og fyrirtækjum) er dottið ofan í.

Það er augljóslega geysilegt verk að draga íslenska hagkerfið upp aftur, það þarf áralangar fórnir.

Að kenna IMF, OECD eða öðrum en okkur sjálfum um ógæfuna er áframhald á heimskunni. Íslendingar bera, því miður að megninu, sjálfir ábyrgð á lýðræðiskjörnum ríkisstjórnum sem setið hafa hér og sérstaklega þeim sem setið hafa hér frá 2000 þar hafa örlagaríkustu mistökin í íslenskri efnahagsstjórn verið gerð og fyrir þessu liði klappaði fólkið og er tilbúinn í aðra umferð. Annars hefur í raun enginn heyrt neina góða útskýringu, hvorki af þessum stjórnvöldum eða stjórnarandstöðunni, hverning þeir ætla að koma íslensku þjóðfélagi upp úr holunni.

Allt byggist á einhverjum innihaldslausum frösum og froðu.

Gunnr (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 01:22

25 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir upplýsingarnar Gunnr minn.  Ég hef reyndar ekki verið að spyrja þig að neinu, heldur benda þér á möguleikann á að halda kjafti.  Það fer nefnilega nafnleysingum betur, sérstaklega þegar þeir vilja skreyta sig með visku sinni frá fyrir tíð. 

Magnús Sigurðsson, 24.7.2011 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband