Náðuð þið þessu?

Fjármálaráðherra einhvers annars lands hefði verið látin fjúka fyrir minni mistök í útreykningum og reiknimeistararnir sömu leiðis! En við búum á Íslandi Íslandinu góða þar sem öllum er fyirirgefið og engin þarf að bera ábyrggð né óhlutdræg rannsókn á því sem gerðist beri árangurHalo
Hvað er hinn Sérstaki saksóknari búin að ná mörgum þrjótum? Hvað er mikið af málum fyrnt meðan hinn sérstaki gerir ekki neitt í skjóli þess að það þurfi allt að vera svo fullkomið svo hægt sé að ákæra!

mbl.is Staðan verri en menn hugðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í siðvæddum löndum myndi þetta kalla á alvarlega glæparannsókn. Annað hvert er þetta vísvitandi brot með ENRON líku svindli eins og þessir gömlu bankar og í raun næstum allt viðskiptakerfi gamla Íslands var. Rotið við rót, eða það að fólk hafi ekki vitað betur og eftirlitsaðilar sofið í tímanum.

Það er í raun áhyggjuefni ef Exeter dómurinn í máli Byrs manna stendur í hæstarétti þýðir það að ENRON sé og var löglegt á Íslandi. Það þarf að sanna að viðkomandi væri með sviksamlegu hugarfari sem er de facto ómögulegt annað en að játa. Það þýðir sem sé ekki að lögsækja fjármálasvik á Íslandi enda sé Ísland sjóræningjaeyja þar sem ekkert þrífst nema spilling og klíkuskapur. Eyja þar sem hlunnindafólkið á. Þeir sem eiga kvóta, fiskveiðikvóta, mjólkurkvóta eða fá ávísun frá gjaldþrota ríkissjóði fyrir að hafa kindur á fjalli og flytja þær með styrkjum ofan í útlendinga.

Þei sem ekki er í þessum hópi geta bara bara komið sér í burtu.

Gunnr (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 07:44

2 identicon

Því miður held ég að meginþorri landsmanna sé hreinlega ekki að ná þessu.

Efast nokkur um að Bridgefélagar og góðvinir og ættmenni Davíðs Oddssonar felli dóma sem stangast á við það nema ef vera skyldi kaupmannsoninn Bónusson, sem sumir halda að sé upphafið og endingin að spillingunni hér en því miður er hann bara lítið brotabrot af því, hans versti glæpur var að vera ekki með hinum í liði.

Gunnr (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 07:48

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nákvæmlega Gunnr þetta er viðbjóðurinn einn og ekkert gert til að ná þjófunum! Hvernig land heldur þú að við munum byggja í framtíð ef allir þeir sem  að tæmingu bankakerfisins sleppa?

Sigurður Haraldsson, 22.7.2011 kl. 09:30

4 identicon

Því er fljótsvarað Sigurður minn það verður enginn.

Þessir svokölluðu "útrásarvíkingar", "fjármálaspekúlantar" Íslands munu flestir ekki "meika það" í hinum "stóra grimma heimi" og munu leita aftur með sinn feng í vinavædda samfélagið hér sem er bómullarumhverfi fyrir fjármálasvikara. Margir þeirra eru nú þegar í ágóðasömum viðskiptum sem byggjast á islensku krónunni sem byggjast flestir á einföldum flækjum og gefa gríðarlegan gróða og litla áhættu enda kostar evran bak við krónumúrinn 260Íkr en 160Íkr innan við og má því færa að því líkur að útflutningsgreinarnar selji sinn gjaldeyri á undirverði til að niðurgreiða innflutning til landsins.

Höfuðástæða fyrir því að lítið gerist í íslensku viðskiptalífi eru gjaldeyrishömlurnar og höftin. Hin ástæðan er öllu alvarlegri það er fjármagnsskortur og þekkingarleysið enda er mest að hafa upp úr þekkingargeiranum sem byggist á vísindastarfsemi og það að hafa einkaleyfi. Það að hafa hvorki "know how" eða "money" né herskara fólks sem er tilbúið til að leggja mikið á sig er þetta erfitt dæmi. Landbúnaðurinn er í raun ekkert annað en atvinnubótavinna og fjármagn kemur inn í landið með fiskveiðum og stóriðju og eitthvað með ferðamennsku en ferðamennskan þarf fjárfestingu og framlegðin er lág með stuttan ferðamannatíma þar sem megnið kemur og óttaleg ládeyða þess á milli.

Störfum er fækkandi og þjóðarkakan dregst saman og því miður erum við ekki komin á botninn og atgerfisflótti er skollinn á. Hann er hvað sýnilegastur hjá læknum en er í raun í flestum greinum raungreinamenntaðs fólks og bráðlega munum við sjá flótta úr sjávarútvegi til byggða Noregs og þar mun þeim verða tekið fagnandi. Eftir munu sitja lögfræðingar, íslenskir stjórnmálamenn, öryrkjar og ellilíferysiþegar og hópur fólks sem vill eða getur af einhverjum ástæðum ekki unnið og enginn vill hafa í vinnu.

Þessi ríkistjórn situr með hendur í skauti og virðist jafn rænulítil og stjórnarandstaðan og þjóðin öll. Vill helst rífast yfir samningaviðræðunum við ESB en að taka á málum.

Gunnr (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 10:12

5 identicon

Jóhanna blessunin lifir reyndar í þeirri von að ESB aðild muni leysa þessi vandamál á einu bretti og algjörlega af sjálfu sér, þannig að kannski eigum við bara ekkert að reyna að leysa vandamálin sjálf? Það fyndist henni algjör óþarfi og tilgangslaust vesen.

Við erum einnig heppin að hafa mann eins og Össur á alþjóðagrundvelli sem skapar okkur gott orð og aðstoðar uppbygginguna hérna heima á þann hátt. Að ekki sé minnst á hversu blessuð þjóðin er að hafa Steingrím sem hefur hingað til staðið við allt sem hann lofaði.

Já, við erum sannarlega í góðum höndum.

Jón Flón (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 11:16

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það var rænt bankann innanfrá.

Geirmundur Kristinsson á að flokkast með útrásarvíkingunum sem settu landið á hausinn.

Sleggjan og Hvellurinn, 22.7.2011 kl. 12:26

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir já þetta er með ólíkindum hvað verið að troða á okkur nótt sem nýtan dag!

Sigurður Haraldsson, 22.7.2011 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband