Þarf ekki stærðfræðing!

Það þarf ekki stærðfræðing til að sjá í hvað stefnir hjá þeim sem skulda 40 ára lán á eigninni sinni upp á 20 millur og meira, með því að borga í 23 ár og lánið hækkar við hverja afborgun þá er þetta borðliggjandi hver á eignina eftir þann tíma!
mbl.is „Þetta er algjört rán“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dálítið fyndið þegar forstjóri félags í eigu banka kvartar yfir vístölubindingu lána -- hélt einhvern veginn að bankarnir iðkuðu sömu viðskiptahætti ...

Pétur (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 13:00

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við búum við mafíu svo mikið er víst!

Sigurður Haraldsson, 22.7.2011 kl. 13:27

3 Smámynd: Arnar Bergur Guðjónsson

Heyrðu...þetta er bara fyndið eins og Pétur segir.

Ég tók 14.8 milljónir í lán 2007 borgaði út um 3 milljónir (íbúðin kostaði 17.5)

í dag, skulda ég 23 milljónir!!! við hverja afborgun sem er 85 þús (er í greiðslujöfunarúrræði) þá hækkar lánið um 200 þús (afborgun ætti að vera 105 þús, upphafleg áætlun var 70-75 á mánuði)

ég ræð ekki við þetta, ég missti vinnuna og var atvinnulaus í 1 og hálft ár, fékk svo vinnu í júlí á síðasta ári og er enn í henni.
en ég er auðvitað á lægri launum en áður og öll neysluvara hefur hækkað gríðarlega, það þarf ekki neinn séní til að sjá þetta mun aldrei ganga upp hjá okkur fjölskyldunni.

ég held að gatan sé það næsta sem ég enda á með fjölskylduna.

Arnar Bergur Guðjónsson, 22.7.2011 kl. 15:05

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Arnar Bergur: Það sem þú ert að upplifa er án lagaheimildar, þ.e. að hækka höfuðstólinn í takt við vísitölu. Eingöngu er lagaheimild til að verðbæta greiðslur af láninu en hvorki vexti né höfuðstól. Miðað við tölurnar sem þú nefnir hefur þú líklega engu að tapa, og ég myndi hvetja þig til að láta reyna á lögmæti hækkunarinnar fyrir dómstólum. Ef þú ert með heimilistryggingu þá kann að vera að hún innifeli málskostnaðartryggingu sem getur nýst í slíkum málum. Að öðru leyti vil ég benda þér á heimasíðu Hagsmunasamtaka og Heimilanna og þær upplýsingar sem þar er að finna, meðal annars leiðbeiningar í lánamálum heimilanna sem við gáfum út nýlega. Og að sjálfsögðu má ekki gleyma undirskriftasöfnuninni gegn verðtryggingu.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.7.2011 kl. 15:32

5 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Málskostnaðartryggingar er eitt ránið hjá tryggingarfélögunum. Hafið þið skoðað skilmála málskostnaðartryggingar?

Hér er dæmi úr tryggingarskilmálum TM3. Málskostnaður, "sem varðar vátryggðan sem eiganda fasteignar" eða "sem varðar víxilmál og innheimtumál gegn vátryggðum þar sem krafa er óumdeild eða óumdeilanleg og mál sem snúast um gjaldþrota- eða nauðasamninga þar sem vátryggður er sjálfur gjaldþrota eða leitar nauðasamninga", fæst ekki greiddur.

Hef eftir fyrrum starfsmanni tryggignarfélags sem vissi um eitt dæmi þar sem greitt hefði verið úr málskostnaðartryggingu.

Það er hægt að gleyma því að reyna að fá eitthvað út úr slíkum tryggingum vegna svona mála.

Erlingur Alfreð Jónsson, 22.7.2011 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband