Stefnann!

Þetta er stefnan í landbúnaðinum að fækka býlum í nokkur og svo stór að allir sem vinna við landbúnað séu þrælar bankamafíunnar en lítil og meðalstór býli heyri sögunni til!
mbl.is „Verður skrýtið að sjá túnið óslegið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að þetta sé rétt metið hjá þér Sigurður. Nú er mannlíf ekki tilgangur búsetu á Íslandi lengur. Ísland er orðið að reikningsæmi og við erum orðin tölur í forriti.

Við höfum nýlega reynslu af svona reikningsdæmi kerfisins og stjórnvalda með aðstoð fésýslustofnana. 

Sú reynsla varð flestum erfið og sár en nokkur dæmi eru þó um einstaklinga sem ekki þurfa að kvarta.

Árni Gunnarsson, 25.7.2011 kl. 10:03

2 identicon

Það þarf bara að eiga sér stað hagræðing í landbúnaði eins og annarstaðar. Svona kotbúskapur borgar sig ekki og er ekkert annað en baggi á okkur skattgreiðendum. Það er ekki nóg að horfa á landbúnaðinn með einhverjum dramatískum og rómantískum augum, heldur verður svona búskapur að standa undir sér. Það væri voða notalegt að geta hugsað sér að búa einhverstaðar á fallegri jörð, en það verður þá að gerast án þess að ríkið borgi undir rassgatið á manni, bara vegna þess að manni finnist rómantískt að búa þar.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 14:11

3 identicon

Þetta er ekki ný stefna. Hún hefur viðgengist síðustu 40 ár. Alltaf talað um að jaðarbyggðir hljóti að leggjast af og nú er svo komið að blómleg héruð eru talin jaðarbyggðir.Athugasemd Sigurðar er alveg rétt.Sömuleiðis er ath.Helga það sem hefur dunið í eyrunum á öllum sem komið hafa nálægt landbúnaði jafn lengi .Hún byggist á fáfræði sem einn etur upp eftir öðrum. Þessi söngur um að skattgreiðendur haldi bændum uppi er orðin svo útslitin að hún er ekki haldbær lengur. Hvað lifa margir í landinu af vinnu við landbúnað og landbúnaðarafurðir? það ættu menn að ahuga. Og hvað borgar landsbyggðin mikið í t.d.olíu og bensín gjöld til ríkisins og hvað lendir mikið af því í þéttbýlið ? Kominn tími til að hætta þessu agnúi út í einn atvinnuveg og hugsa stórt og fyrir allt landið. Ágústa Ósk.

Ágústa Ósk Jónsdóttir. (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband