Sorglegt.

Það er sorglegt að þurfa lesa svona frétt þegar einhver mannapi kvartar undan því að hann geti ekki framleitt eitthvað sem skiptir hreint ekki nokkru máli en um leið þá er það borðliggjandi að með eyðingu skóga þá höfum við ekki súrefni til að anda!

mbl.is Eyðing skóga ógnar gítarframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur aldrei vaxið eins mikill greniskógur í Svíþjóð frá því að sögur hófust.Það er allt í lagi að fara rétt með og þetta með regnskógana eru ýkjur í hæðsta máta , en ekki ljúga í illa upplýstann almenning í tíma og ótíma. Það er lágmark að fréttamenn á þessum ömurlegu fréttamiðlum kynni sér málin áður en þau eru byrt almenningi.Fréttamenn eru hættir að vinna vinnuna sína og taka upp hvaða skít sem er á fullum launum og byrta umhugsunarlaust. Ef það væri ekki Internet til að leita uppi fróðleik , þá veit ég ekki hvernig fólk í dag færi að.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 10:45

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er ekki verið að snúa vandamálinu á hvolf?

Mér sýnist framleiðsla á gíturum vera ógn við harðviðarskóga.

Árni Gunnarsson, 4.8.2011 kl. 11:29

3 identicon

Já Siggi...Áhugavert.. við erum svo sem ekki algjörlega háð trjám með okkar súrefni til þess að lifa.

allt að 90% af allri súrefnisframleiðslu jarðar fer fram í höfunum, þar eru það bæði bakteríur og þörungar sem ljóstillífa og framleiða um leiða gríðarelgan lífmassa ásamt megninu af því súrefni sem við öndum að okkur.

En ég er sammála Árna, það er verið að snúa vandmálinu á hvolf, auðvitað er það framleiðsla á gíturum sem er ógn við skógana.

kv :)

Gangleri (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 11:52

4 identicon

Betra að vera dauður en án gítartónlistar...

DoctorE (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 12:06

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þakka flottar umræður um skógana og gítarsmíði, Doctore það eru til gítarar þar til þú ferð af þessum heimi þannig að þú getur verið alveg rólegur

Sigurður Haraldsson, 4.8.2011 kl. 13:05

6 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það hafa aldrei verið jafnmörg tré á jörðinni og akkúrat í dag.
En það er einmitt vegna þess að flestallt skógarhögg á sér stað þar sem gróðursett voru tré einmitt í þeim tilgangi að höggva þau niður síðar.

Svo ef við hættum skógarhöggi, þá verður líklegast hætt að gróðursetja tré. Og þá fyrst, held ég, að verði trjáskortur.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 4.8.2011 kl. 14:32

7 identicon

Vááááá, hvað fólk er að misskilja hérna.

Nytjaskógur er ekki það sama og villtur skógur. Munurinn á braselískum regnskógi og sænskum nytjaskógi er eins og munrinn á Miklagljúfri og Kárahnjúkavirkjun. Það er alveg eins hægt að skipta út nytjaskógi fyrir hrísgrjónaakur. Áhrifin á súrefnisframleiðsluna verður minniháttar. Súrefnisframleiðsla heimsins jafnvel eykst ef við höggvum regnskóga og skiptum þeim út fyrir ræktað land. Það er ekki vandamálið.

Vandamálið felst hins vegar í líffræðilegri fjölbreytni. Útrýmingu tegunda, og valdi mannsins yfir náttúrunni. Það er ekki endalaust hægt að eyða villtum skógum þar sem fjölbreytni fær að njóta sín með yfir 1.000.000 mismunandi tegunda og skipta þeim út fyrir ræktað land þar sem í mesta lagi 4 tegundir fá að njóta sín. Vistkerfið okkar þrífst á jafnvægi og röskun á þessu jafnvægi (eins og þegar > 1.000.000 tegundum er skipt út fyrir 4) mun hafa alvarlegar afleiðingar.

Að gítarsmíðunum. En hagnýting viðartegunda hefur ekki verið vandamál síðan á 8. áratugnum þegar skógrægt fór að ryðja sér til rúms í evrópu. Viðarnýting hefur verið sjálfbær síðan þá. Meira að segja nýting villtra trjátegunda eins og brasilíska harðviðsins. Vandamálið í dag er eyðing regnskóga sem fer undir ræktað land. Gítarframleiðsla mun aldrei ógna regnskógunum, nema að gerð verði sú krafa að að hvert mannsbarn fái nýjan gítar vikulega. Mun meiri ógn við regnkógana er kjötneysla vesturlandabúa, þar sem gerð er krafa um 14 kjötmáltíðir á viku (2-3 ætti að teljast eðlilegt). Það er einmitt að stórum hluta dýrafóður sem er ræktað á þessum fyrrverandi regnskógum. Því meira af kjötneyslu, því færri regnskógar, þeim mun minni harðviður og þeim mun færri gítarar. En það eru sumir sem vilja frekar lifa á sviðinni jörð en að borða minna kjöt.

Runar Breki (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband