Kemur ekki á óvart!

Þetta kemur mér ekki á óvart því að ég hef keyrt um þennan veg á dráttarvél síðustu ár og það sem bílstjórar gera er stundum hægt að líkja við rúsnenska rúllettu svo mikil er áhættan þegar þeir taka framúr! Bæði hef ég heyrt bremsuvæl í bílum sem nauðhemla vegna þess að þeir stefna saman á gríðarlegum hraða og líka séð bíla sem taka framúr á talsvert öðru hundraðinu og hverfa úr augsýn á auga bragði!
 
Því miður skiptir það ekki máli þó maður gefi ekki stefnuljós og jafnvel stefnuljós til vinstri þá er ekki tekið nægilega mark á því.

mbl.is Reyndu báðir að taka fram úr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Það er málið. Menn ætla að taka fram úr við ýmsar aðstæður sem ekki leyfa það. Oft er um glæfralegt athæfi að ræða, en örugglega jafn oft er þetta vegna þess að dráttavélar eru hægfara og fyrirferðamiklar, en ökumenn sumra þeirra hirða ekki um þá sem á eftir koma. Það ættu að gilda um það reglur (og gera það kannski) hvenær og hvar dráttavélar mega aka um vegi og götur því að það er augljóst að þær eiga sjaldan samleið með annarri umferð.

Stefnuljós eru svo kapítuli út af fyrir sig. Of margir ökumenn eru allt of áhugalausir um að gefa til kynna hvert þeir eru að fara og hefur það sjálfsagt valdið mörgu slysinu. Þetta á við almennt, hvert sem ökutækið er. Röng notkun stefnuljósa hefur gert það að verkum að fólk treystir ekki lengur á að þau segi  til um á hvaða leið ökutækið er. Sem dæmi nefni ég, að um daginn sá ég bíl úti í kanti á Hörgárbraut á Akureyri, til móts við BYKO. Stefnuljós blikkaði út í kant til hægri og bílnum var ekið til vinstri inn á brautina. Svo eru það þeir sem nota alls ekki stefnuljós. Skyldi það angra þá að vita aldrei hvað aðrir ætla sér í umferðinni ?

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 20.8.2011 kl. 13:21

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl já stefnuljósnotkun á Akureyri er til skammar því að flestir beygja þar þegar þeim sýnist án þess að gefa stefnuljós!

Sigurður Haraldsson, 20.8.2011 kl. 19:11

3 identicon

Það er þetta með stefniljósin, eg var í Svíþjóð um daginn, þar er stefniljósanotkun mjög á einn veg, þar notar fólk stefnljós bara helst alls EKKI !!

Bjössi (IP-tala skráð) 20.8.2011 kl. 19:40

4 identicon

Ef ökumenn dráttarvéla væru ekki margir hverjir svona óstjórnlega tregir til að víkja út í kant í stað þess að safna bílaröð fyrir aftan sig myndi óþolinmæði ökumanna og slys henni tengd snarminnka.

Páll (IP-tala skráð) 20.8.2011 kl. 20:48

5 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Sammála Páli. Finnst þó að setja verði reglur og tímamörk á dráttarvélaakstur í almennri umferð.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 22.8.2011 kl. 20:40

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já svona vélar eru hættulegar því að þær komast aðeins á 30 km hraða en vélin sem ég er á kemst á 55 og það er ekki mikið undir umferðarhraða.

Sigurður Haraldsson, 23.8.2011 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband