Ekki láta ykkur detta það í hug!

Ekki láta ykkur detta í hug að kaupa íbúð meðan verðtryggingin er á lánum því að það er klárt rán að taka lán!


mbl.is Hjálpi ungu fólki að kaupa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

Það þarf að afnema verðtryggingu húsnæðislána á Íslandi áður en hægt er að ráðleggja nokkrum manni að fjárfesta í húsnæði nema eiga nánast fyrir því öllu við kaup en það er náttúrulega ekki raunin með það unga fólk sem við erum að tala um hér.

Það á að öllum líkindum enga peninga frekar en aðrir Íslendingar en stendur frammi fyrir því að vera að stofna fjölskyldu og þarf að vega og meta þá kosti sem standa til boða sem eru að leigja eða kaupa en á meðan verðtrygging er við líði á húsnæðislánum heimilanna þá eru aðvitað bæði lán til húsnæðiskaupa og leiga bundin hækkun vísitölunnar sem er óásættanlegt og þarf að komast í samt horf og í þeim löndum sem við miðum okkur alla jafna við, þ.e. hin norðurlöndin.

Hvet alla til að fara inn á heimilin.is sem er síða Hagsmunasamtaka heimilanna og skrá sig í samtökin og undirrita líka um leið kröfu á stjórnvöld til leiðréttingar stökkbreyst höfuðstóls lána heimilanna og afnáms vísitölubyndingar lána til heimilanna. 

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 27.8.2011 kl. 00:19

2 identicon

Verðtryggingin hefur nú verið hér síðan árið 1979. Hún er ekki vandamálið. Frá þeim tíma hafa tugþúsundir íbúða verið keyptar (og seldar). Vandamálið er þessi gjörónýta króna. Enda tekur enginn mark á þeim peningum. Umhugsunarvert, ekki satt?

Baldur (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 01:02

3 identicon

Baldur, verðtryggingin er VÍST vandamál.  Það getur enginn staðið undir þeim lánum sem buðust á síðustu árum.  17 milljóna lán er orðið 27 milljónir á örfáum árum.  Verðtrygging og 5% ofan á það er okurlán af verstu tegund!!

Margrét S (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 02:03

4 identicon

Hvenær ætlar fólki að skiljast að þar sem er stundud lanastarfsemi er og verdur að vera verðtrygging!!

Bjossi (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 06:58

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Bjössi hvar ertu að fara ekki veit ég betur en að verðtrygging sé sér Íslenskst fyrirbæri, var að tala við einn samlanda okkar sem er fúinn með fjölskyldu út til Noregs um að lán sem hann tók sé að lækka við hverja afborgun þannig á kerfið að virka ef ekki þá er það allt of þungt í vöfum!

Sigurður Haraldsson, 27.8.2011 kl. 10:49

6 identicon

Já Sigurður, ég held að það sé sér íslenskt fyrirbæri að halda að hægt sé að fá óverðtryggt lán. Þad var þannig á Íslandi fyrir mörgum árum, menn framlengdu lánin og létu verðbólguna um að éta þau upp, við ættum að muna hvernig það fór.

Útfærsla á verðbótum á Islandi er hinnsvegar nokkuð sersæð, venjulega eru verðbætur innifaldar i vöxtum, séu engar verðbætur reiknaðar niðurgreiðir einhver lánið um leið og verðbólga fer uppfyrir vexti.

Bjössi (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 14:43

7 Smámynd: Landfari

Það er ekki flókið reikingsdæmi að sjá að hefðu íbúðalán ekki almennt verið verðtryggð í stað venjulegra breytilegra vaxta væru miklu fleiri búinir að missa sitt húsnæði núna við hrunið.

Það væru aðeins örfáir einstaklingar á það góðum launum að þeir hefðu getað tekið á sig verðbólguna í einum skammti eða svo.  Allir hinir hefðu misst lánin í vanskil og það er öllum ljóst sem lent í hafa, að þá fyrst sér maður tölurnar á greiðsluseðlinum fara að rúlla.

Hagsmunasamtök heimilanna bera ekki hagsmuni mins heimilis fyrir brjósti með því að krefjast áfnáms verðtrygginga á mitt lán. Ég er ekki svo grunnhygginn að halda að hægt væri að fá lán á þessum vöxtum sem eru og bara sleppa verðtryggingunni. Ég væri búinn að missa það þó ég skuldi ekki nema helminginn í því.

Það er eins og enginn viti að við vorum með óvertryggð lán (gjafir) hér áður en verðtryggingin var tekin upp til að ná stöðugleika.

Þá var ekkert hægt að spara sér upp í íbúðakaup því það var einskis virði þegar kom að því að kaupa. þá var ekki hægt að fá lán til arðbærra framkvæmda nema þekkja vel þingmann eða bankastjóra. Útvaldir gátu gert það sem þá lysti á lánum en almenningur var heppin ef hann þékk 1/4 - 1/2 af þeirri upphæð sem hann þurfti.

Hitt er svo stóra málið að vextir af verðtryggðum lánum eru allt of háir. Vextir af áhættulitlum íbúðarlánum ættu ekki að vera hærri en 2 - 2,5% max og það má ljóst vera að allt yfir 5% ofan á verðtryggingu er hreint okur.

Það finnst mér alveg furðulegt að enginn skuli tala um þetta. Það er að verða einhver tískubóla að kenna verðtryggingunni um allt sem miður hefur farið. Það er einhver múgæsing í gangi að finna sameiginlega óvin sem hægt er að kenna um allt sem miður fer. 

Aðvitað væri miklu aðveldara að eignast húsnæði með því að láta ellilífeyrisþegana borga það fyrir sig með lífeyrissjóðnum sínum. Þanig var  það í " denn" en vonandi aldrei aftur.

Landfari, 27.8.2011 kl. 22:16

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Bjössi og Landfari kerfið er fár sjúkt og það verður að lækna fyrr getum við ekki látið hjólin snúast af alvöru! Verðtrygginginn er sögð vera til að viðhalda lífeyrirssjóðakerfinu og stóru bankakerfi það verður að stokka upp í þessu tvennu svo um munar þá fyrst getum við séð framtíð!

Sigurður Haraldsson, 28.8.2011 kl. 09:56

9 Smámynd: Landfari

Verðtryggingin er ekkert sérstaklega til að hjálpa bankakerfinu. Minnst af þeim fjármunum sem bankarnir lána úr eru peningar sem þeir eiga. Megnið er fé sem þeir fá lánað frá öðrum. Það skiptir þá minnstu máli hvort útlánin þeirra eru verðtryggð eða á breytilegum vöxtum. Það sem þeir þurfa að passa og gera er að lána út á sama formi og þeir fá lánað.

Það skiptir gamlingjana hinsvegar öllu máli að þeir fjármunir sem þeir hafa lagt til hliðar í fomi lífeyrissjóðssgreiðsla gegnum tíðina verði ekki að verðlausum krónum þegar kemur að því að þeir þurfi að nota þá. Almenningur hefur lagt 10 - 12% (og enn hærra nú) af launum sínum í þetta og þetta eru verulegir fjármunir sem ekki er með nokkru móti hægt að réttlæta stela frá þeim til að Jón og Stína sem eru að missa yfirskuldsett húsið sitt  fái haldið því.

Landfari, 28.8.2011 kl. 20:42

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Landfari það er málið en þegar fólk tekur lán þá verður lánið að vera þannig að þú getir haft möguleika á að borga það upp en ekki sjá það hækka við hverja afborgun t.d lán til fjörtíu ára hækkar í 23 ár áður en þú séð það lækka og þegar upp er staðið eru búin að borga lánið mörgum sinnum til baka!

Sigurður Haraldsson, 28.8.2011 kl. 23:56

11 identicon

Það er mikill munur að taka verðtryggt lán ef upphæðin er lág heldur en þegar verið er að taka lán fyrir hærri fjárhæð eins og td. íbúðarkaupum, þau lán þurfa að vera á öðrum kjörum.  Án sparnaðar verður engin fjárfesting og án fjárfestingar verður engin framleiðni í hagkerfinu, undirstaða hagvaxtar er fjárfesting.

Stefanía (IP-tala skráð) 29.8.2011 kl. 01:08

12 Smámynd: Landfari

Nei Sigurður, þú ert ekki búinn að borga það mörgum sinnum til baka nema það sé verðbólga en þú tejir krónurnar sem þú ert að borga 30-40 árum seinna jafn verðmætar og þær sem þú fékkst að láni.

Þegar ég keypti mér mína fyrstu íbúð þá fékk ég Húsnæðismálastjórnarlán eins og mig minnir að ´það hafi heitið þá. Það var verðtryggt og maður horfði á tölurnar á gíróseðlinum hækka við hverja greiðslu. Samt var nú alltaf minna og minna mál að greiða þá vegna þess að sem hlutfall af launum lækkaði greiðslan á tímabilinu.

25 árum seinna þegar ég innti lokagreiðsluna af hendi var ég í krónum talið búinn að greiða mörgum sinnu þá upphæð sem ég tók að láni. Þá hefði ég náttúrurlega átt að væla heil ósköp yfir "Ríkisránininu" En ef maður horfði á hina hliðia þá gat maður nú ekki kvartað því íbúðina gat ég nú selt á yfir 10földu verðinu sem ég keypti hana á. Ekki vegna þess að íbúðin væri svona miklu verðmætari en hun var þegar ég keypti heldur vegna þess að mælieiningin (krónana)  hafði minnkað svona mikið.

Þetta á náttútulega ekki við þá óhepnu einstaklinga sem voru að kaupa sína fyrstu íbúð 2005-2007 því þá er verðbóla komin af stað og er í toppi 2007. Þær íbúðir eru verðminni núna en þær voru þegar þegar þær voru keyptar, sérstaklega þær sem keyptar voru 2007. En athuaður að ég er að tala um fyrstu íbúðakaup. Þeir sem áttu áður íbúðir og seldu voru búnir að "græða" á hækkuðu markaðslverði en því miður voru allt of margir sem innleystu þann hagnað og tóku full lán á nýju íbúðina sína. Keyptu sér utanlandsferðir, fellihýsi eða eitthvað annað sem flokkast meira sem neysla en fjárfesting.

Eftir að bankarnir komu inn á íbúðalanamarkaðinn gastu endalaust tekið "húsnæðislán" út á húsið þitt þó þú værir ekkert að kaupa húsnæði. Það voru dæmi þess að menn fluttu óhagstæð yfirdráttarlán bara á húsið því þar voru vaxtakjörin betri. Síðan safnaðist aftur upp yfirdráttur ég veit um aðila sem fóru þrjá svona hringi því alltaf hækkaði húsið að markaðsverði og alltaf var jafn gaman að versla hitt og þetta. 

Spáðu í að í mesta góðærinu, þegar kaupmáttur launa var í hæstu hæðum voru heimilin samt að safna skuldum. Í gamla daga þegar menn voru aðeins jarðbundnari lögðu menn til hliðar í góðærinu til að fleyta sér í hallæri.

Hér var boginn alltaf spenntur meir og meir. Meiri lán tekin eftir því sem launin hækkuðu (spáðu í það) af því  að á þessum háu launum gastu greitt af hærri lánum.

Nú á bara Ríkið (skattgreiðendur) að redda þessu. Nei fyrirgefðu, ruglaðist aðeins, ellilífeyrisþegar eiga að bjarga liðinu út úr skuldasúpunni með því að greiða niður lánin fyri liðið.

Það má hann Gylfi hjá ASÍ eiga að hann hefur staðið vörð um verðtryggingu lífeyrissjóðanna en  það er líka það eina sem hann á. Þessir samningar voru algerlega út úr korti og engin innistæða fyrir þeim. Það er svoleiðis vitleysa sem eyðileggur krónuna okkar.

Leiðin hans Villa á Akranesi var miklu skynsamari.

Landfari, 29.8.2011 kl. 01:51

13 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Rugl í þér landfari. Það er verðtryggingin sem hefur skapað óeðlilega hátt íbúðaverð vegna þess að fólk þarf ekki að gera ráð fyrir vaxtasveiflum. Verðbólgan hækkar höfuðstólinn og gerir seinustu afborganirnar erfiðar. Með lánum sem eru óhagstæðari í byrjun og vaxtaáhættu verður greiðslugetan minni.

Það lækkar íbúðaverð.

Fólk borgar svipað í upphafi og í dag og hefur léttari greiðslubyrði á efri árunum. Þetta kæmi kaupendum til góða.

Þetta er eina raunhæfa leiðin til þess að koma hreyfingu á íbúðamarkaðinn. Það er bara eitt sem kemur í veg fyrir þetta. Eðlilegar afskriftir á íbúðalánum sem hefðu átt að fara fram hafa ekki farið fram og því er erfitt að selja íbúð á eðlilegu verði vegna ofveðsetningar.

Á meðan verðtryggingunni er viðhaldið eru tennurnar dregnar úr Seðlabankanum og hann getur líotið gert til þess að draga úir verðbólgu nema að hækka lán sem t.d. einyrkjar og frumkvöðlar þurfa að taka. Hversu gáfulegt er nú það?

Skúli Guðbjarnarson, 29.8.2011 kl. 08:55

14 Smámynd: Landfari

Ef þú trúir þessu í einlægni Skúli þá get ég ekki hjálpað þér.

Að verðbólan í íbúðaverði sé verðtryggingunni að kenna???

Verðbólan var ótakmörkuðu framboði bankanna á lánum til íbúðakaupa að kenna. Það skippti engu hvað íbúðin kostað fólk fékk bara lán fyrir upphæðinni, sama hvort talan  á blaðinu var 20 eða 25 millur breytti engu , þú þurftir jafn oft að skrifa nafnið þitt.  Fasteignasalar áttu líka sinn þátt í þessu enda högnuðsut þeir á tá og fingri.

Greiðslubyrðin af jafnafborgunarlánum og jafngreiðslulánum er ekki sú sama í byrjun nema jafnafborgunarlánið sé verulega lægra. Þess vegna þykir jafngreiðslulánið hentugra því það er einmitt í upphafi lánstímans sem alla jafna eru mest útgjöldin hjá fólki. Bæði kostar að flyta og koma sér fyrir og mjög margir eru jafnframt að stofna heimili og koma nýir á vinnumarkað.

En hvort lán er jafnafborgunarlán eða jafngreiðslulán kemur verðtryggingu ekkert við. Bæði lánin er til verðtryggð og óverðtryggð.

Óverðtryggðu lánin á breytilegu vöxtunum geta svo hæglega orðið fólki að falli ef það kemur veðrbóguskot því þá þarftru að greiða upp verðfall krónunnar á einu bretti í stað þess að jafna því á greiðslutímann. Ef þú lendir í alvarlegum vanskilum með húsnæðislánið eru lögfræðinarnir fljótir á smyrja 100 þúsundköllum  ofan á all klabbið.

Hvað heldur þú Skúli að margir hefðu getað staðið undir því að borga 23% vexti af húsnæiðslánum sínum eins og styrirvextir Seðlabankans fóru í.

Það er það sem gerist ef folk er með lánin á breytilegum vöxtum óverðtryggð.

Það voru ekki verðtrygðu húsnæðislánin sem drógu tennurnar úr Seðlabankanum heldur erendu lánin sem voru ólögleg. Öll þessi fyrirtæki sem voru að bjóða bílalán voru að bjóða "erlendar myntkörfur" eða eitthvað álíka. Ég þekki engann sem keypti bíl á verðtryggðu bílaláni en auðvitað gæti það verðið til. allir raðgreiðslusamningar eru líka á þessum breytilegu vöxtum.

Tennur Seðlabankans eiga heldur ekki að geta nagað í heimili fólks gegnum húsnæðislánin. Þar er allt of mikið í húfi.  Það er mjög kostnaðarsamt fyrir þjóðfélagið þegar flosnar upp og þarf að flytja vegna þess að það missir sitt húnæði. (við erum ekkert að ræða hér um aðrar afleiðingar sem geta í verstu tilfellum verið skelfilegar) Fólk sem búið er að koma sér fyrir með skynsamlegri fjárfestingu í húsnæði á ekki að þurfa að vakana upp við það kanski fimm eða tíu árum seinna að vera að missa húsið sitt af því að Seðlabankinn er að verjast þenslu á markaðnum, kanski vegna virkjunarframkvæmda eða af því að einhverjum kínverskum milljarðamæringi dettur í hugað moka hingað seðlum í ferðaþjónustu.

Gallinn í þessu er sá að eins og ég benti á í færslunni hér að ofan að í bókum bankann er hellingur af neyslulánum færður sem húsnæðislán því það var ekkert skilyrði að þú værir að kaupa húsnæði til að fá húsnæðislán.

Það er bara verið að reyna að finna einhvern blóraböggul, (enginn Davíð til að skamma lengur), til að kenna um það sem miður fer.

Landfari, 29.8.2011 kl. 12:26

15 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sterk umræða hér á síðuni og hafið þakkir fyrir hana, samt sem áður leysum við ekki vandamálið sem er atgerfisflótti ungs flólks frá landinu með sama áframhaldi!

Sigurður Haraldsson, 31.8.2011 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband