Hvers vegna?

Hvers vegna er ekki hlustað á mann þegar ég hef oft varað við þessum leik Orkuveitunnar á Hellisheiði og ekki hef ég varað við bara einu sinni heldur oft hér á blogginu! Þetta er háski og ekkert annað og ætti að hætta þessu nú þegar!

mbl.is Skjálftarnir setja óhug í fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Ef það er hægt að losa um spennu í jörðu með stjórnanlegum hætti þá er hér um stórkostlegt tækifæri að ræða til að koma í veg fyrir stóra hamfaraskjálfta og mikil skammsýni að stöðva slíkt vegna tímabundinna óþæginda.

Það er líka mjög gott að geta skapað smáa skjálfta til að halda opnum glufum fyrir gufu upp úr jarðskorpunni og þannig halda uppi afköstum virkjana.

Takist okkur að stjórna skjálftavirkni með svona aðferðum þá erum við að sjá fram á mikla möguleika í fyrirbyggjandi aðgerðum og forða bæði skemmdum á mannvirkjum og hugsanlega mannfalli.

Það er því rétt að skoða þetta betur áður en fólk ríkur upp í geðshræringu og tekur vanhugsaðar ákvarðanir.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.10.2011 kl. 23:16

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll, hugsaðu þér kampavínflösku og hristu hana þá veistu hvað ég meina! Landið er á hættustigi vegna gliðnunar jarðskorpunar núna í þessum töluðum orðum en fyrir nokkrum áratugum þá hefði þetta ekki verið eins hættulegt.

Sigurður Haraldsson, 15.10.2011 kl. 23:34

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég velti því fyrir mér OR sé í stakk búinn að borga bætur vegna hugsanlegra tjóns sem gæti hlotist af þessu á eignum almennings...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.10.2011 kl. 04:57

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl Ingibjörg, nei það er hún ekki!

Sigurður Haraldsson, 16.10.2011 kl. 06:55

5 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Já. En ef þú tekur s.s. eina tappafylli úr flöskunni yfir einhverja daga, þar til ekki er mikið eftir, og hristir hana svo..

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 16.10.2011 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband