Alltaf sama sagan!

Það er alltaf sama sagan þegar jörð skelfur þá segja fræðimenn að um þekkt svæði hafi verið að ræða en minnast ekki einu orði á þá staðreynd að nú er eldvirkni mikil á landinu um þessar mundir svo mikil að eldgos koma upp í afturendann á færustu fræðimönnum nánast fyrirvaralaust!
mbl.is Jarðskjálftar við Norðurland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Þú bullar að venju.  Þetta er alþekkt brotaskjálftasvæði sem tengist engum eldsumbrotasvæðum.

Óskar, 18.10.2011 kl. 13:28

2 identicon

Sæll æfinlega; Sigurður Þingeyingur - fornvinur góður / sem aðrir, gestir !

Nafni minn; (Óskar) Haraldsson !

Við mættum þakka fyrir; ég og þú, að búa yfir þeim kostum - sem einurð, sem Sigurði er gefnir.

Hann er einn; örfárra, sem minnst hugsa um sinn eigin bakhluta, en er vakinn og sofinn, yfir velferð samlanda sinna.

Nafni; minn. Hættu; að láta meðfædda / eða áunna geðvonsku þína, bitna á jafn ljúfum dreng sem Sigurði - og pundaðu frekar á það hyski, sem þú hefir hvað mesta aðdáun á, í ört rotnandi stjórnmála- og efnahagslífi Íslendinga - Íslendinga; sem eru flestir, meiri kóð - heldur nokkurn tíma er hægt að bera upp á Karfann, sem oftlega hefir verið uppnefndur, svo.

Með beztu kveðjum / sem jafnan

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 13:41

3 Smámynd: Óskar

Nafni ég hef ekkert á móti Sigurðu persónulega.  Hann er bara ítrekað að gera lítið úr vísindamönnum sem hafa margfalt meiri þekkingu en hann á því sem er að gerast.  --þessir Siglufjarðarskálftar hafa nákvæmlega ekkert með eldvirkni að gera.

Óskar, 18.10.2011 kl. 13:56

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þakka Óskar Helgi og ævinlega velkomin á síðu mína.

Einnig þakka ég þér Óskar fyrir gagnrýni þína á mín skrif og að þora koma undir nafni því að það eru alls ekki allir sem þora það! En í beinu framhaldi af þessum spennulosunarskjálftum við minni Siglufjarðar og Eyjafjarðar í morgun þá ættir þú að skoða kort veðurstofunar og gagnrýna mig áfram!

Sigurður Haraldsson, 18.10.2011 kl. 16:31

5 identicon

Gott kvöld.

Tek undir það sem Óskar Helgi Helgason seigir hér fyrir ofan :)

R, Sif (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband