Hver kvartar?

Gaman væri að vita hver kvartar undan tjöldunum sem reyst hafa verið til að halda hita á mótmælendum sem eru að mótmæla yfirgang 1% gegn 99% þjóðarinnar!
mbl.is Tjöldin fjarlægð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Vissulega er það áhugavert að fá að vita það Sigurður.

Ég gat ekki séð að þessi tjöld gerðu neinum neitt.  Spurningin um að færa sig um set. Kannski á einhvern annan fjölfarnan stað. Hvað með túnið nálægt Höfða sem er í nálægð við svokallað fjármálakverfi borgarinnar? 

Um að gera að gefast ekki upp!

Guðni Karl Harðarson, 1.11.2011 kl. 17:01

2 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

- þetta er nú bara spúký, - fólkið í landinu er búið að margkvarta yfir þingmönnum og ráðherrum ( veit ekki hvað lengi) og ekki hefur lögreglan séð sóma sinn í því að fjarlægja neitt af þeim!

Þessu mótmæli ég harðlega!

Vilborg Eggertsdóttir, 1.11.2011 kl. 17:09

3 identicon

Í Lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar stendur í 14. gr. "Eigi má láta fyrir berast í tjöldum á almannafæri utan sérstakra tjaldsvæða." Mótmælendur þurfa að fara eftir lögum og reglum eins og aðrir!

Ingólfur (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 17:33

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Fyrir hönd aðstandenda tjaldbúðana þakka ég þér Guðni.

Vilborg friðhelgi ver þennan þjóðflokk sem má allt gerir allt og drepur niður kraft mótmæla allavega flestir, tek það fram að Guðfríður Lilja bauð okkur kaffi eða eitthvað heitt ef við vildum þegar hún gekk framhjá tjaldbúðunum í dag þannig að á þingi er enn fólk sem hugsar til okkar einnig komu Þór Saari og Birgitta með hlý orð til tjaldbúa að þeirra sögn. 

Sigurður Haraldsson, 1.11.2011 kl. 17:36

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Ingólfur en sérstakt ástand í þjóðfélaginu verður að vera tekið til greina því að með sama áframhaldi þá er alræði ráðamanna algert gegn lýðræðinu!

Sigurður Haraldsson, 1.11.2011 kl. 17:38

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sammála þér Sigurður að alræði ráðamanna er algert gegn lýðræðinu. En hefur verið það lengi.

Það er hinsvegar athugandi hvort að Borgaryfirvöld geti leyft þetta ef leitast yrði eftir því. Sem væri sérstaklega betra með tilliti til þess að atburðir munu endurtaka sig! Með hyggjuviti má oft reka burt slæmar afleiðingar. Því að það er alveg augljóst að atburðurinn verður endurtekinn. Hvar þó sem hann verður.

Mér fannst nú þetta alveg ótrúlegt varðandi það af lögreglumanni að skera á tjöldin. Alveg óþarfi. Sem aftur vekur upp spurningu um tilganginn og/eða fyrirmælin. Finnst að við þurfum að gera eitthvað enn frekar í að mótmæla því atriði!

Guðni Karl Harðarson, 1.11.2011 kl. 18:57

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Hvernig túlkar Lögreglumaður: að reka burt með góðu eða illu? Því eitthvað þannig sé ég fyrir mér að fyrirmælin hafi verið til lögreglunnar. Sérstaklega með tilliti til hnífsins.

Guðni Karl Harðarson, 1.11.2011 kl. 19:00

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þeir sýndu mér í dag hvernig og hvað að Lethemanninum þeir notuðu og hvers vegna. Það var vegna þess að tjaldbúar vildu ekki opa og ekki hægt að opna nema með þeim hætti. Þeta var þeirra lýsnig á atburðum.

Sigurður Haraldsson, 1.11.2011 kl. 23:11

9 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Bíddu við því þetta er bara röng lýsing á atburðunum og algjört kjaftæði. Ég talaði við  einn meðlim sem tjaldar þarna í gærkvöldi og hann sagði að tjaldbúðarfólkið hafi ekki getað brugðist við lögreglumönnum strax. Þeir komu og vöktu fólkið. Lögreglumennirnir gáfu þeim engan tíma til að bregðast við og tíma til að fara úr svefnpoka til að opna tjöldin.

Ég get líka rétt ímyndað mér hvernig svefninn er þarna í kuldanum og hvernig það sé að vakna upp eftir þunga og erfiða nótt. Eflaust með höfðuverk og verki um allan skrokkinn. Ég dáist að því fólki sem lætur sig hafa í það að sofa þarna í íslenska haust og vetrarveðrinu sem getur verið á allan veg.

Guðni Karl Harðarson, 2.11.2011 kl. 11:42

10 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Varðandi lög um rétt fólks væri kannski rétt að benda á að tildæmis í 67 grein: Hver sá sem hefur verið sviptur frelsi á rétt á að fá að vita tafarlaust um ástæður þess.

og 74. grein stjórnarskrár okkar stendur: Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir.

Guðni Karl Harðarson, 2.11.2011 kl. 11:50

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála þér Guðni auðvitað á fólkið að fá að mótmæla og þessi hópur á hrós skilið og ekkert annað!

Sigurður Haraldsson, 2.11.2011 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband