Enn einn skellurinn!

Þarna kemur enn einn skellurinn á okkur sem erum að reyna búa í dreyfbýli, hjá mér er þetta 22.500 kr hækkun fyrir árið þá þarf ég að vinna mér inn um 40.000 kr brúttó. Ef við bætum hækkun á eldsneyti ofaná þessa hækkun þá þarf ég að sjá af sem nemur einum mánuði launalega séð bara í þessa tvo liði!
mbl.is Mikil hækkun dreifikostnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frjáls samkeppni átti í orði kveðnu að lækka verðið til neytenda! Sýnum hnefana!

Almenningur (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 18:17

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vegna allskonar niðurrifs leppstjórnrinnar,sem hingað til hefur ekki komið niður á mér nema eins og öðrum,en er nú farið að höggva skarð í fjölskylduna,sem vilja sum fara að flytja til Noregs,fer ég að sýna hnefana,gott ef ég fer ekki að girða á mig beltið,bara segi svona í pirringi.

Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2012 kl. 21:54

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sjáumst á Austurvelli þann 16.01 þegar þing kemur saman eftir jólafrí, nú látum við verkin tala og fylgjum eftir vantrausti á núverandi stjórnvöld!

Sigurður Haraldsson, 9.1.2012 kl. 00:26

4 identicon

Þið getið byrjað að mótmæla með því að slökkva ljósin á eftir ykkur þegar þið farið úr herbergjum, ekki keyra ískápa og frystikistur eins kaldar, hætta að nota hraðsuðukattla nema til þess eins að hita 300ml af vatni í teið, slökkva á sjónvarpinu þegar enginn er að horfa og almennt hugsa út í þá sóun sem daglega fer fram á heimilum Íslands.

Ef að 30% heimila landsins gerðu þetta að áramótaheiti þá verða orkusalar hissa í haust og hugsa kanski sinn gang.  Rafmagn er neytendavara og við sem neytendur getum hætt að nota eða minkað neysluna til þess að svara hækkunum.

Stebbi (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 01:11

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Stebbi ég er nú þegar búin að slökkva öll ljós í rýmum sem ekki er verið að nota, einnig hef ég einangrað húsið að utan og innan en samt er reikningurinn svona hár og sennilega kemst ég ekki af með minna raf. Þurkarinn er það eina sem mætti nota minna.

Sigurður Haraldsson, 9.1.2012 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband