Radek Sikorski varar við!

Já hann varar við en ég veit að endalokin eru ekki langt undan! Samfylkingin með Össur í fararbroddi vita það ekki ennþá, á maður að vorkenna þeim?

mbl.is Varaði við endalokum ESB og NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Pólverjinn segir það sem þarf að segja.

Þessi sannleikur nær vonandi sem fyrst til þeirra sem hafa raunverulegu völdin í heiminum. Það dugar ekkert minna, til að bæta og bjarga heimsbyggðinni, en að ná athygli og skilningi þeirra ógnarafla, sem nú stjórna föllnu og fársjúku fjármála-bankaránskerfi heimsins.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.4.2012 kl. 00:28

2 Smámynd: Páll Blöndal

Sigurður og Anna, og hvenær eru þá endalokin, ef ég má spyrja?

Páll Blöndal, 1.4.2012 kl. 01:15

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Páll. Það verða engin endalok, ef fólk hlustar með opnum og jákvæðum velviljuðum huga á raunveruleikann, sama hver segir hann, og skilur hann út frá staðreyndum, en ekki út frá flokka-valdasjúkum og pólitískum skáldskap.

Þú hefur sjálfur sagt að það sé sama hvaðan gott kemur, og því er ég innilega sammála.

Maður þarf stundum að kyngja stolti, einstrengings-hætti og gömlum sannfæringum, ef maður ætlar að komast til botns í sannleikanum. Það þekki ég mjög vel af eigin reynslu, og hef þannig lært að hlusta með opnum huga á öll möguleg sjónarhorn, og betri skóli finnst ekki í þessari veröld.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.4.2012 kl. 02:05

4 identicon

Utanríkisráðherra Póllands ætti nú ekki að tala hátt um að hugsa í eigin barm. Hvað hefur Pólland dregið sitt strá í stakkin, annað enn að flytja út miljónir manna till Evrópu, og halda niðri sínum eigin kaupmætti þannig að vesalingarnir haldi sig burtu frá heimahögum. Pólverjar eru bara með í ESB af 2 ástæðum. Að halda rússanum borta, og að vera á jötunni hjá ESB

Gunnar (IP-tala skráð) 1.4.2012 kl. 06:50

5 Smámynd: Páll Blöndal

Anna,
NATO, ESB og evran hafa aldrei verið trúaratriði fyrir mig (síður en svo)
Lausnirnar eiga að vera til þess að leysa tiltekin vandamál
Rétt lausn í dag, þarf ekki að vera sú rétta á morgun
Við verðum því að taka þær bestu og skynsamlegustu ákvarðanir óháð flokkspólitík og/eða trúarbrögðum, hverju nafni sem þau nefnast

Páll Blöndal, 1.4.2012 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband