Bull!

Stærsta bullið í fréttini er að tala um að það sé þekkt jarðskjálftasvæði sem hér á í hlut! HALLÓ nokkrum metrum austar er allt á suðupunkti og mikil kvika að koma upp á yfirborðið þegar hún kemur í og við Vatnajökullinn þá má eiga von á stór flóðum! Hverjar eru viðbraggðsáætlanir þegar flóðin steypast í norður? Núna erum við allavega búin að fá aðvörun um að þetta svæði sé að fara gjósa innan skamms og ekki hægt að stinga hausnum í sandinn lengur né tala um gosótta hjá okkur sem sjáum fram í tíman, auðvitað vil ég persónulega ekki fá gos úr þessari eldstöð en þar hef ég ekkert val né þið samlandar mínir svo við skulum þrýsta á stjórnvöld og almannavarnir um að auka viðbraggðsáætlanir miðað við gos frá þessu svæði og gleymum ekki söguni hún segir meira en þúsund orð!
mbl.is Töluverð skjálftavirkni í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú ert sannarlega ekki með réttu ráði. Þið sem sjáið fram í tímann?? Þú ert búinn að boða hér hamfarir með reglulegu millibili vítt og breitt í langan tíma og aldrei hefur neitt staðist af því. Eðlilega.  Viltu ekki leita þér hjálpar og hætta að gera þig að fífli hérna á almannafæri. Með fullri virðingu.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2012 kl. 10:11

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég sé svona tal hjá þér Sigurður. En þú átt örugglega eftir að vera sannspár.... einhverntíma.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.4.2012 kl. 11:56

3 Smámynd: Landfari

Góður þessi Gunnar

Landfari, 8.4.2012 kl. 12:05

4 identicon

Hvaða svæði eru í hættu í norðri?

GB (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 12:07

5 identicon

Klukka sem er stopp tekur upp á þeim óskunda að sýna réttan tíma tvisvar á sólarhring.

Páll (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 12:15

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Og maður, sem líkt er við vindhana í skoðunum, sem snýst í hringi, snýr rétt einu sinni í hverjum hring.

Ómar Ragnarsson, 8.4.2012 kl. 13:59

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Jón Steinar þú ættir að líta þér nær hvað náttúruna varðar og ekki er ég búin að fara vítt og breytt því að þessi staður er nákvæmlega staðurin sem ég hef talað um ekki hef ég talað um gos úr Kötlu né Öskju því að þar eru ekki næstu gos en vissi af gosinu í Grímsvötnum og líka að það yrði stórt!

Gunnar og Landfari já það mun gjósa en ekki smá gosum eins og við erum vön að upplifa!

GB mitt er ekki að meta það til fullnystu en við stærtu fallvötninn er hættan mest þá er ég að tala um Jökulsárnar og Sjkálfandafljót!

Góður málsháttur Páll.

Takk Ómar :)

Sigurður Haraldsson, 8.4.2012 kl. 14:34

8 identicon

Mér hefur verið sýnt öskufall á landi frá Langanesi að Skagaheiði, öskufall frá Öskju. 

Vissulega á sumt af því sem manni er sýnt ekki við blákaldann sannleikann eins og hann kemur manni fyrir sjónir, þe. kannski ekki land heldur eitthvað annað sem er manns að vega og meta hverju sinni.  En hvern langar að hafa rangt fyrir sér og hvað þá að fara með fleipur ?  Er ekki ögn skárra að vera varkár. 

Stefanía (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 23:56

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl Stefanía og þakka fyrir innlitið með þessa sýn þína, staðfesting á því að við erum ekki bara bullarar sem sjáum fyrir óorðna hluti.

Sigurður Haraldsson, 9.4.2012 kl. 02:01

10 Smámynd: Landfari

Sigurður, hvar er málshátturinn hans Páls?

Landfari, 9.4.2012 kl. 11:54

11 Smámynd: Stefán Stefánsson

Spurningin er sú hvort einhverjar viðbragðsáætlanir séu til ef/þegar stórflóð af völdum eldgosa koma í Jökulsá á Fjöllum og í Skjálfandafljót af völdum eldgosa.

Menn verða að vera vakandi yfir þessum hlutum og vita hvað á að gera þegar ósköpin dynja yfir.

Óeðlilegt ástandi við Öskju núna er vissulega ákveðin vísbending um að eitthvað geti farið að ske á næstunni

Stefán Stefánsson, 9.4.2012 kl. 13:13

12 identicon

Ef þú hefur trú á því sem þú finnur og finnur meira en aðrir , ertu þá ekki með réttu ráði ?

Það er ótrúlegt hvað fólk er tilbúið að dæma um geðheilsu annara vegna þess. Kallast þetta fáfræði eða bara sjálfhverfa ?

brussulina (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 15:38

13 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Landfari, það voru Páskar hátíð eggja og málshátta þegar Páll ritaði þetta innlegg með klukkuna sem er stopp tvisvar á sólarhringnýr málháttur.

Sælir Stefán og þakka innlit og stuðning þinn.

Sæl brussulína og hafðu þökk fyrir innlit þitt, ég gerist svo djarfur að aðvara samlanda mína við þeirri vá sem að okkur steðjar úr þessari átt en fæ oft á tíðum bágt fyrir, svo verður að vera því ekki get ég haldið kjafti yfir þessu því að hættan er til staðar svo um munar en viðbraggðáætlanir ekki því að of seint er að grípa inní þegar aska byrgir sýn og þá flýr enginn þegar allt er orðið kol bika svart af ösku úti eins og tvö síðustu gos hafa sannað þá er tíminn ekki langur þar til ástandið er orðið þannig að enginn getur gert neitt nema halda kyrru fyrir!

Sigurður Haraldsson, 10.4.2012 kl. 09:53

14 Smámynd: Landfari

Það er nú því miður orðið þannig að fæst af því sem kemur prentað úr páskaeggjunum eru málshættir. En því miður eru allt og margir sem kalla næstum allt sem skrifað er og tekur eina línu eða svo, málshátt. Sama hvert bullið er eða hreinlega bara brandari.

Landfari, 10.4.2012 kl. 10:38

15 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já Landfari svona er þetta, en hvað átti ég að skilja út úr þessum skrifum um klukkuna annað en þetta?

Sigurður Haraldsson, 10.4.2012 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband