Þú Björn Zoega ert ömurlegur að heimta 450 þúsund í launahækkun til að geta verið áfram í starfi sem forstjóri það sýnir þinn innri mann og miðað við þau laun sem þú þyggur þá ættir þú að skammast þín! Við höfum bara ekki efni á að halda svona mönnum eins og þér miðað við þann niðurskurð og skerta þjónustu sem er í stofnunum landsins sem sinna samlöndum þínum!
Spöruðu heilt ár með niðurskurði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- benediktae
- eeelle
- elismar
- zumann
- morgunblogg
- sveinnelh
- minos
- jonvalurjensson
- raksig
- summi
- athena
- os
- valli57
- ansigu
- arikuld
- flinston
- beggo3
- h2o
- bookiceland
- sunna2
- bofs
- gudjul
- vardberg
- zeriaph
- handboltafregnir
- diva73
- helgigunnars
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- daliaa
- veland
- joiragnars
- jonsnae
- josefsmari
- kuldaboli
- thaiiceland
- kristjan9
- ninasaem
- skari60
- seinars
- sigurfang
- joklamus
- sigur
- sjokrimmi
- sveinn-refur
- thordisb
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 743790
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maðurinn er örugglega ekki mjög skarpur.. alveg örugglega ekki eins ómissandi og sumir vilja vera láta... Maður með heilann í lagi hefði alveg örugglega neitað að taka við svona hækkun í núverandi ástandi..
Kalt mat: Maðurinn er vel missandi, honum þarf að skipta út hið fyrsta, ásamt óráðherranum.. já og ríkisstjórninni.. og öllu alþingi eins og það leggur sig
DoctorE (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 14:55
Eitt er það sem við landsmenn verðum að átta okkur á, við erum svo fá að það er ekkert brjálæðislega gott framboð af fólki í öll þau mörgu og mikilvægu störf sem hér þarf að inna af hendi. Stundum er betra að borga einum vel, sem vinnur vinnuna sína vel, heldur en að borga mörgum meðal laun sem svo á endanum verða miklu hærri, því þar er ekki eins hæft fólk á ferð.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.9.2012 kl. 15:05
Er búið að setja vermiða á afleiðingar fyrir sjúklinga, launasvikið starfsfólkið óeigingjarna, og alla þá sem hafa verið sviknir vegna ríkisstjórnar-sparnaðar-aðgerða siðblinds Björns Zoega? Mannsins sem notar niðurskurðar-sparnaðinn til að taka við siðlausri launahækkun fyrir sig sjálfan! Maðurinn Björn Zoega getur ekki talist skarpur né mannúðlegur læknir.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.9.2012 kl. 15:09
Ég sé þetta ekki þessum augum, en kannski er ég með vitlaus gleraugu í dag.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.9.2012 kl. 15:11
Ásdís. Það skortir siðferðisvitund/skilning hjá þessu hámenntaða og háttlaunaða sérréttinda-ofurlaunafólki.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.9.2012 kl. 15:19
Það sem er erfiðara að skilja er að ráðherra skuli láta þetta ganga svona. Han hlýtur að hafa hugsað þennan leik til enda, eða hann er algjörlega vanhæfur stjórnandi. Hvað er við missum fullt af hæfu fólki úr landi vegna þess að undirmönnum hans ofbýður ósanngirnin sem í þessu felst.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2012 kl. 15:25
Takk fyrir innlit, ég er í fjarbúð með ljósmóður í Reykjavík og hún er á spítalnaum, þar er allt brjálað út af þessu! Það sem meira er að byggja á 50 þúsund milljóna nýjan spítala og penignar ekki til að reka þá sem fyrir eru! Það er eitthvað mikið að hjá okkur þess vegna er ég komin suður til að mótmæla þessu liði sem hér er með gengdarlausa óstjórn og óréttlæti frá alþingi!
Sigurður Haraldsson, 12.9.2012 kl. 16:02
Rúmar 77000 krónur í laun dag hvern hefur þessi maður á sama tíma og læknastéttin flýr úr landi vegna þess að henni er ekki hægt að borga sambærileg laun...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.9.2012 kl. 16:10
Þessir ráðherrar og þingmenn vita ekkert í sinn haus.. þeir gera bara eitthvað og vona svo það besta.
Muna að gera ekki það sama í kjörklefanum þegar kosningar verða, kjósið eitthvað annað en 4flokk.. það er í það minnsta von um breytingar.. ekki bara sama ruglið aftur og aftur eins og 4flokkur býður
DoctorE (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 16:14
Skv. RÚV er ríkisforstjórinn með 2,8 milljónir í laun frá velferðarráðherra "vinstri velferðarstjórnarinnar".
Það má ekki minna vera en 16-föld lægstu laun handa ríkisforstjóra á svínajötunni.
Mas. frú Jóhanna er ekki hálfdrættingur á við ríkisforsjóra stórverktakanna á evrópska efnahagssvæðinu og með Deutsche Bank og hrægamma til að græða enn meira með því að varpa skuldaklöfunum á börn og barnabörn okkar, hinna deyjandi skuldaþræla, allt fyrir Hátæknimonsterið við Hringbraut tossanna í stjórnarráðinu - já og þú líka Ömmi berð ábyrgðina.
Jóhanna er þó búin að tryggja sér ofur ríkisverðtryggðan lífeyrimeð því að jarma í 35 ár alltaf sömu tugguna "helvítis íhaldið", en fattar það ekki sjálf, sökum heimsku sinnar og hroka, að hún sjálf er skinhelgasta "helvítis íhalds brókin", Hrun-ráðherfan sjálf, ásamt trúðnum Össuri.
Þetta er orðin spurning upp á líf eða dauða íslensku þjóðarinnar, til framtíðar litið. Nú er það Austuvöllur í kvöld! Við verðum réttu megin við víggirðinguna, Nonna Sig. megin. Vér mótmælum þar öll með kallinum.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 17:10
Ég vona að eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnar sem tekst að losa sig við fjórflokkinn verði að skera af þessum sértökum ráðamanna, að allir fái sama lífeyrir, og það verði einn lífeyrissjóður fyrir alla. Þar með losnar þjóðin við ódrætti á borð við Gylfa Arnbjörnsson og slíka sem maka krókinn vel á landsmönnum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2012 kl. 17:34
Ég get alveg verið sammála um að þetta er of mikið, var kannski full fljót á mér áðan, pínu púki í mér að stríða ykkur, en auðvitað er þetta allt of mikið ef maður skoðar þetta oní kjölinn, auðvitað er þetta bara eins og með allt annað sem þessi ríkisstjórn kemur að, svik og prettir og vinagreiðar vinstri hægri.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.9.2012 kl. 17:39
Skil ekkert í Birni að fara bara ekki í stjórnunarstöðu í Svíþjóð á fá helmingi hærri laun og miklu þægilegri vinnu heldur að vera á milli tannana á fólki.
Já hann hefur stýrt skútunni og augljóslega er það í sjálfu sér afrek að geta þetta en auðvitað er hann ekki einn.
Það er eins og fólk skilji ekki samtenginguna milli skatta, þjóðarframleiðslu og skuldastöðu þjóðarinnar.
Áshildur, raunar eru ofureftilaunaþegar þjóðarinnar fyrverandi ráðherrar og aðrir embættismenn. Td. fyrverandi seðlabankastjóri og forsætisráðherra og raunar ráðamenn sem persónulega efnuðust á einkavæðinguna og síðan ekki gleyma fyrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðeneytinu og dæmds fjársvikara og tukthúslims á þetta fólk skilið sín ofureftirlaun.
Gunnr (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 19:03
Já ég veit, ég var að tala um lífeyrissjóðina með Gylfa og kó. En að ráðherrar og fleiri slíkir skuli hafa sín eftirlaun óskert, þar að auki ráðherralaun og jafnvel þinglaun er bara óþolandi. Að mínu mati hafa þeir EKKERT til þess unnið nema að vara á jötu okkar landsmanna og þetta er einfaldlega of dýrt fyrir 330.000 hræður að standa undir. Þetta var gert í Póllandi skilst mér svo það er hægt með góðum vilja.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2012 kl. 20:06
Takk fyrir góða umræðu, við getum þetta með samstilltu átaki ef við viljum það er að segja knýja fram breytingar á stjórnmynstri okkar til framtíðar.
Sigurður Haraldsson, 12.9.2012 kl. 22:49
Það vona ég svo sannarlega það var gott hjá Þór Saari að segja slímsetuliði Alþingis að þeirra tími væri liðinn og að þeir ættu að víkja fyrir nýjum aðilum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2012 kl. 23:22
Ertu viss um það Ásthildur, að Þór stundi ekki áfram þann leik að malla slímið fyrir slímsetu þessarar helferðarstkórnar.
Þau hafa lengi stundað blekkingar leikinn Borgara-Hreyfingar-Dögunar þremennigarnir. Verði ykkur að góðu Ásthildur mín.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 03:07
Nei ég held að þau hafi ekki stundað blekkingarleik. Þau hafa aftur á móti reynt að vera trú sinni sannfæringu og stutt málefnin sem þeim finnst skipta máli. Við erum bara svo vön sauðhjarðarstefnunni að stjórnarandstæðingar eigi að vera á móti öllu sem stjórnin gerir burt séð frá öllu öðru, að við áttum okkur ekki á þessari nýju bylgju. Ég er stundum afar ósátt við hvernig þau standa sig, en sem betur fer á eigum við alltaf val. Í heildina lít ég á þetta fólk sem heilsteyptar manneskjur og hafa svo sannarlega opnað gluggann inn á alþingi og sýnt okkur ormagryfjuna sem dafnar þar vel. Fyrir það virði ég þau. Hef enda fengið að kynnast þeim aðeins, þar sem ég stjórnaði stjórnmálafundi Dögunar á Ísafirði í haust.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2012 kl. 11:22
Er "tímaplanið" um einstök mál þremenningaklíkunnar alveg týnt? Eða var það bara til heimabrúks, að þau 3 sögðust snemma á þessu ári hafa stillt upp tímaplani varðandi einstök málefni og stuðning við þessa ríkisstjórn helferðarinnar? Af hverju hefur enginn fengið að sjá þetta tímaplan þeirra. Er það kannski bara slím, sem hægt er að teygja út í hið óendanlega? Heil meðganga liðin frá kaffispjalli 3 menninganna með fjósamanni ESB og AGS og það reyndist vera steinbarn, nátttröll í maga þeirra.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 14:35
Ég er ekki alveg viss um þau því miður enda hætt að tala við mig sem mannesku og samlanda ens og þau gerðu fyrst um sinn það eitt segir meira en þúsund orð er það ekki?
Sigurður Haraldsson, 13.9.2012 kl. 14:36
Það eru reyndar fleiri á bak við Dögun en þessi tvö. Þar er margt gott fólk sem hefur verið framarlega í mótmælum, borgarafundum og slíku. Þau tvö hafa ákveðið af frjálsum vilja að vera með í slagnum. Eigum við ekki bara að sjá til hvernig málin æxlast. HVerjir verða í framboði og svo framvegis.
Pétur minn sumrinu er rétt lokið og fólk hefur verið í fríi frá pólitík að mestu. Ættum við ekki að sjá hvernig tímaplaninu reiðir af nú þegar þing er komið af stað?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2012 kl. 17:09
Svörtu-Pétrar í nýju flokkunum, sem gerðir eru út frá elítuembættis-flokks-klíkunni bjarga engu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.9.2012 kl. 17:21
Ekki blanda mínu nafni inn í þetta Anna Sigríður mín.
Kallaðu þá frekar Jókera, það hæfir rössum Þórs og Margrétar í Jóku liðinu.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 18:23
Æ ef við ætlum að hugsa svona þá verður veröldin svart hvít og spillingin lifir áfram. Mér er fullkunnugt um að Dögun er á engan hátt neitt viðriðin Jóhönnu né Steingrím. Þarna er fullt af fólki sem hefur svo sannarlega staðið í eldlínunni í mótmælum ekki bara vegna fyrri stjórnar heldur líka núna eftir að þessi stjórn tók við.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2012 kl. 18:55
Ásthildur, sjáum hverju fram vindur. Vonandi sjáum við þess einhver merki þegar haustar, hvort þau Þór og Margrét kjósi sér áfram að vera hækjur helferðarinnar, líkt og þau hafa hingað til verið ... eða bregði út af þeim ávana sínum.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 19:09
Já einmitt, við skulum bara fylgjast með hverju fram vindur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2012 kl. 19:24
Pétur Örn. Þú ert bara svo óheppinn að heita Pétur.
Það þýðir ekki að þú sért Svarti-Pétur
Krakkarnir í Hreyfingunni eiga einka-heiðurinn af að vera Svarta-Pétrarnir :)
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.9.2012 kl. 00:11
Ég vissi það nú alveg Anna Sigríður mín, en gott að það er nú staðfest
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 03:11
Hins vegar hafði ég sem barn soldið gaman af sögunni um Salómon svarta, prakkara lambhrútnum sem gerði ýmsan usla og stangaði ma. Lása löggu í botninn svo hann lá kylliflatur
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 03:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.