Það er þekkt dæmi að fólk gleymir að sétja bílana í P og skilja þá eftir í N og þeir renna af stað því að ökumenn sjáfskipta bíla sétja þá ör sjaldan í handbremsu. Hef lent í því að fá svona bíl á bíl í minni eigu ásamt því að sjá þá renna af stað úr stæði og valda miklu tjóni.
Bifreið hvarf ofan í Jökulsárlón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- benediktae
- eeelle
- elismar
- zumann
- morgunblogg
- sveinnelh
- minos
- jonvalurjensson
- raksig
- summi
- athena
- os
- valli57
- ansigu
- arikuld
- flinston
- beggo3
- h2o
- bookiceland
- sunna2
- bofs
- gudjul
- vardberg
- zeriaph
- handboltafregnir
- diva73
- helgigunnars
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- daliaa
- veland
- joiragnars
- jonsnae
- josefsmari
- kuldaboli
- thaiiceland
- kristjan9
- ninasaem
- skari60
- seinars
- sigurfang
- joklamus
- sigur
- sjokrimmi
- sveinn-refur
- thordisb
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég get staðfest að þessi bíll var ekki sjálfskiptur.
Sveinn Ólafsson (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 19:14
Sveinn, er í alvörunni til Bandarísk eldri kona kunni á beinskiptan bíl?
Bríet (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 20:12
Afsakið. Ertu að segja að bandarísk eldri kona kunni á beinskiptan bíl ?
Bríet (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 20:13
Ef bíllinn var beinskiptur verður að skrifa upp á nýtt alla menningarsögu bandaríkjanna. Þetta er alveg ótrúlegt.
Eyjólfur Jónsson, 30.9.2012 kl. 21:47
Beinskiptur bíll já það var ekki annað þá horfið þetta allt öðruvísi við.
Sigurður Haraldsson, 30.9.2012 kl. 22:23
Sæll Sigurður,
Ég er ekki sammála þessu. Í fyrsta lagi þá eru flestir sjálfskiptir bílar sem ég hef keyrt hér í Bandaríkjunum annað hvort þannig að það er ekki hægt að taka lyklana úr þeim ef bíllinn er ekki í park, eða aðvörunarflauta fer í gang. Ég þekki engann hér sem keyrir sjálfskiptan bíl sem ekki notar handbremsu þegar bílnum er lagt, en sjálfsagt er misbrestur á því. Rétt um 7% af bílum sem seldir voru hérna á fyrsta ársfjórðungi 2012 voru með beinskiptingu.
Beinskiptir bílar eyða orðið meira bensíni heldur en sjálfskiptir bílar (þá er átt við nýja bíla) - öfugt við það sem áður var þegar sjálfskiptir bílar voru mun óhagkvæmari. Ástæðan er einfaldlega sú að það er mun auðveldara fyrir tölvur að stjórna bíl með sjálfskiptingu heldur en beinskiptingu. Við eigum 2 ára gamlan Subaru Impresa og hann nær 3-4 mílum á gallon betri eldsneytisnýtingu á cruise control, þegar tölvurnar sjá alfarið um bensíngjöfina heldur en þegar ég stjórna honum og er ég þó þokkalega góður. Það eru 14 tölvur í bílnum sem eru einfaldlega betri ökumenn en ég;)
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 1.10.2012 kl. 05:47
Á ekki að setja bílgirðingu, fyrst bílar sem renna þarna fram af og þeir sem í þeim eru dauðdæmdir vegna strauma og kulda vatnsins? Að hugsa sér hryllingin ef barn í barnabílstól hefði verið í bifreiðinni? Ég geri ráð fyrir að þarna sé lagt ökutækjum mörg hundruð þúsund sinnum á ári.
Jonsi, (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 13:30
Já þessi atburður gefur að sjálfsögðu tilefni til þess að umkringja Jökulsárlón með háum stálgirðingum eða steinsteyptum blokkum. Fyrst við byrjum á því þá er svosem nokkrir fleiri hættulegir staðir við helstu náttúruperlurnar. Þar á meðal Geysir og Gullfoss, Skógafoss, Dettifoss, Dyrhólaey, svo er alveg hellingur af eldfjöllum sem er bara tímaspursmál hvenær eiga eftir að drepa einhvern, og hvar endar þetta nú allt saman?
Svo þegar verður búið að víggirða þetta allt og vefja inn í frauðplast og þekja það með appelsínugulum viðvörunarmerkjum.
Nú þá geta ferðamennirnir alveg eins farið í disneyland frekar en kaupa dýra ferð til Íslands. Og þá fer fyrir ferðaþjónustunni eins og loðdýraræktinni.
Mark my words.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.10.2012 kl. 19:00
Sælrir Arnór, það er samt svo að ég hef lent í og orðið vitni að verulegum áföllum sem sjáfskiptir bílar hafa valdið ég á einn slíkan nýjan og honum er hægt að læsa án þess að sétja í P kom að honum þannig eftir annan bílstjóra.
Sæll Jonsi, nei ætli það sé nokkuð tilefni til þess enn sem stendur en kannski ekki svo vitlaust að sétja steina á kantinn þekki reyndar ekki til aðstæðna þarna hef ekki verið þeirri ánæju njótandi að heimsækja staðinn.
Sæll Guðmundur það er rétt við verðum að passa okkur að of gera ekki í þessum málum frekar en öðrum.
Sigurður Haraldsson, 1.10.2012 kl. 21:12
Ég held að það séu verulega fáir sjálfskiptir bílar sem hægt er að drepa á og taka lyklana úr svissinum nema bíllinn sé í park hvort heldur amerískir, japanskir eða annaði, svo er spurning hversu vandaður búnaðurinn er sem varnar því og hvort hann geti brugðist við átök eða með tímanum, svo held ég að það saki ekki að setja kanta eða vegrið til að auka öryggi og get engan veginn verið sammála Guðmundi að það skaði ferðaþjónustuna að gera staðina öruggari, ég get ekki hugsað til þess eins og Jónsi segir ef að barn eða börn í bílum geta látið lífið og það sé bara sjálfsögð fórn til að skemma ekki aðgengi að nátúruperlu! það að setja upp steinkant eða vörn fyrir bíla er ekki háar stálgirðingar eða steinsteyptar blokkir, og menn meiga ekki bara plaffa svona á öryggi ferðamann og barna sem koma í þúsundartali með foreldrum sínum og eru oft eftir ein í bílunum. stundum þarf að athuga hvað maður seigir þó ég sé oft sammála Guðmundi í hans bloggi, bara ekki núna.
Svona að endingu hef ég næstum alltaf átt sjálfskipta bíla í tugi ár og set alltaf handbremsu á og tel að mjög margir geri það en auðvitað ekki allir og auðvitað er hægt að skilja bíl eftir í N ef lyklarnir eru eftir í svissinum, vanir men setja samt alltaf í park
annar siggi (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 22:00
vildi bæta við
hugsið ykkur ef barn hefði verið í bílnum! hvernig væri umræðan þá og hversu óhuggulegt það væri!
aukum öryggi allstaðar eins vel og hægt er fyrir ferðamenn, börn og alla, með aukini þekkingu á hættunum (eins og í þessu tilfelli) og vefjum inn í frauðplast ef þess þarf
annar siggi aftur (IP-tala skráð) 1.10.2012 kl. 22:09
Sæll annar siggi, þetta með handbremsuna er góð ábending því að ég hef ekki átt sjáfskipta bíla í áratugi en á einn slíkan núna og mun því venja mig á að sétja hann í handbremsu héðan í frá.
Öryggi það sem það á við er nauðsynlegt og ekki get ég mótmælt því vegna starfs míns.
Sigurður Haraldsson, 2.10.2012 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.