Halló halló!

Halló og það er bara búið að hækka í sjónum vegna bráðnunar jökla um nokkra semtimetra hvað verður um byggð næst sjó í náini framtíð og segi nú ekki þá byggð sem reyst er á landfyllingum út í sjóinn! En ég var að reyna vara ykkur við þessu en ekki hlustað frekar en fyrri dagin ég vona bara að þeir sem stjórna því að byggja út í sjóinn fái þó ekki væri nema smá hland fyrir hjartað! HARPA HVAÐ.
mbl.is Flæðir yfir hafnarbakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi háa sjávarstaða var nú reyndar bara tilkominn vegna tunglstöðu og kallast stórstreymi. Stórstreymt er tvisvar í mánuði að öllu jöfnu; við nýtt tungl og við fullt tungl, oftast einum til tveimur dögum á eftir. Við þetta bættist núna lágur loftþrýstingur en fyrir hvert millibar sem hann lækkar þá hækkar sjávarborðið um 1 sm. Sjávarhæð flóðatöflum er miðuð við 1013 millibör. Þá kemur einnig til svokallaður áhlaðandi en það er þegar stífur vindur hefur staðið nógu lengi af hafi og þrýstir sjónum að landi. Áhlaðandi getur orðið nokkrir sentimetrar.

Bráðnun jökla var því ekki orsakavaldurinn að þessu sinni, en vissulega er mikil þörf á að huga að slíku.

Þá má kannski benda á að þær bryggjur sem flæddi upp á í Reykjavík eru lægstu bryggjur hafnarinna og halla meira að segja niður að útendanum. Það er því ekki óalgengt að sjór falli þar yfir við stórstreymi.

Guðmundur (IP-tala skráð) 15.11.2012 kl. 11:53

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk Guðmundur, satt og rétt en ef við hækkum í sjónum um nokkra sentimetra vegna bráðnunar jökla þá breytist þetta gríðarlega við slík skilyrði.

Sigurður Haraldsson, 16.11.2012 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband