Þetta er nú ljóti bankinn!

Þetta er nú ljóti bankinn þessi Seðlabanki viðheldur okurvöxtum og verðtryggingu bara til að viðhalda útblásnu bankakerfinu og elítuþjófum landsins! Auðvitað vill fólk óverðtryggt lán frekar en okurverðtryggingarlán! Sem dæmi þá verða 15 milljónir 102 milljónir með 5% verðbólgu og  6% vöxtum á 40 árum en 15 milljónir óverðtryggt 47 milljónir með 9% vöxtum og 5% verðbólgu munurinn er 55 milljónir af þessum mun ættu þeir sem inni í þessum banka vinna að vita hvor tegundin af lánunum er tekin!

mbl.is Óverðtryggð lán vinsælli en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Auðvitað hlýtur fólk sem hugsar að vilja óverðtryggð lán, hvað ef verðbógan verður meiri en 5% á þessum 40 árum.

Ef verðtryggð lán verður afnumin þá hjálpar það að halda verðbólguni niðri.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 26.11.2013 kl. 08:46

2 identicon

Svona, svona, við verðum að athuga að það er hátt niður á götuna úr fílabeinsturninum, silkihúfurnar þvælast fyrir kíkinum, blinda augað óvart meira notað. Hægammanir setjast  stundum vinalega á turninn á milli máltíða. Þá er stundum raulað "Fuglinn í fjörunni, hann heitir ..." og auðvelt að gleyma veraldarvafstri....

Almenningur (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 09:50

3 identicon

Þá hækka þeir sjálfsagt vexti í beinu framhaldi!

Þjóðólfur (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 10:27

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Vextir hækka upp að þolmörkum, sem sagt hvað er lántaki tilbúinn að greiða fyrir mikla vexti, með öðrum orðum hversu háa vexti getur lántaki staðið í skilum í afborgunum?

Lánveitandi kemur til með að setja upp mörk hveru mikilar afborganir lántaki geti staðið í skilum í afborgunum.

Hér í USA þá eru þolmörk lántakanda 28% af launum á vejulegu bankaláni, sem þýðir afborganir af höfuðstól og vöxtum meiga ekki fara yfir 28% af launum. Ef lántaki fer yfir þessi 28% þá fær hann ekki lánið.

Fjármálastofnanir vilja ekki sitja á innistæðum sem ekki gefa neinar tekjur af sér, þannig að markaðurinn kemur til með að aðlaga sig að aðstæðum.

þannig gerist þetta þar sem ég bý, 1978 þegar ég tók mitt firsta lán hér þá voru 30 ára fastavextir 12%, en á láni sem ég tók í marz síðasliðnum þá voru 30 ára fastavextir 4.25%.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 26.11.2013 kl. 10:55

5 identicon

Athyglisvert. En í þessum frumskógi er ekki nóg að skoða bara vexti og verðbætur. Það skiptir einnig máli hvenær þessar krónur eru borgaðar. Þannig borgar þú mun hærri upphæð í upphafi af óverðtryggða láninu. Og greiðslumat mundi segja að þú hefðir efni á afborgunum af 15 milljóna verðtryggðu láni eða 11 milljóna óverðtryggðu láni miðað við þínar tölur. Krónan sem borguð er þetta árið aukalega af óverðtryggðu láni getur verið erfiðari fjárhagsbaggi en hundraðkall eftir 39 ár. Til dæmis kostaði nýtt 190 fermetra einbýlishús með tvöföldum bílskúr 6 milljónir (60.000 nýkrónur) 1973. Sama hús kostar í dag 55 milljón nýkrónur, eða 5,5 milljarða ef ekki hefði komið til myntbreytingin.

Hannes (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 13:17

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef að lánin eru á föstum vöxtum þá eiga mánaðalegar afborganir að vera þær sömu út allt lánið.

Hitt er annað mál að mestur hluti mánaðargreiðslu fer í vexti í byrjun láns, en vaxtagreiðslur lækka við hverja greiðslu og höfuðstólsgreiðslur hækka.

Á 30 ára láni þá tekur það 16.7 ár að hafa greiðslu á vöxtum og höfuðstól þær sömu eftir það fer meirihluti mánaðargreiðslu í að lækka höfuðstólinn.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 26.11.2013 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband