Sekta þarf fyrirtækin!

Fyrirtæki í ferðaiðnaði sem eru að flækjast með fólk í brjáluðu verðri og brjálaðri spá á að sekta háum sektum því þetta er forkastanlegt með öllu að svona gerist aftur og aftur hér á landi.
mbl.is Fara fimm ferðir á bryndrekanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvað er „ferðaiðnaður“. Er það framleiðsla á varningi eða n.k. pulsugerð?

Þetta orð er ótækt í íslensku. Ef þú ert að meina ferðaþjónustu þá skil eg þig betur.

Hvort rétt stefna sé að sekt fyrirtæki að fara ekki eftir veðurspá veit eg ekki. Hins vegar kom það Smavinnuferðum-Landsýn mjög illa á sínum tíma að fara ekki eftir veðurspám. Fyrir vikið voru viðskiptavinir ekki hrifnir og stefndu fyrirtækinu fyrir dóm og kröfðust mjög hárra skaðabóta enda var auðvelt að sýna fram á vísvitandi kæruleysi.

Fyrirtæki sem standa sig illa og sýna af sér léttúð verða fljót að detta út og þarf ekki að sekta þau.

Guðjón Sigþór Jensson, 24.12.2013 kl. 16:05

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk Guðjón.

Sigurður Haraldsson, 24.12.2013 kl. 16:15

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ferða þjónusta er betra :)

Sigurður Haraldsson, 24.12.2013 kl. 16:16

4 Smámynd: Jón Óskarsson

Algjörlega sammála því að sekta þarf Ferðaþjónustufyrirtæki sem uppvís verða að skapa sínu fólki, viðskiptavinum og öðrum vegfarendur stórhættu og tilkostnaði vegna kæruleysis og þess að sinna ekki aðvörunum frá Vegagerð og Veðurstofu.  

Þó okkar frábæru Björgunarsveitir rukki almenning ekki fyrir að leita kannski dögum saman að viðkomandi, né rukki fyrir að losa fólk úr bílum föstum í ófærð í byggð eða á þjóðvegum landsins, þá þurfa þær að fara að taka upp gjald fyrir björgun þegar þetta snýr að fyrirtækjum.

Þannig ætti að taka fullt gjald (fyrir öllum útlögðum kostnaði að lágmarki) af ferðaþjónustufyrirtæki eins og sem þarna var á ferðinni við Sandfell sem og því ferðaþjónustufyrirtæki sem lenti í hremmingum á Mosfellsheiði.

Á meðan menn vita að björgunarsveitarmenn koma eins og frelsandi englar hvert og hvenær sem er þegar menn lenda í vandræðum þá halda menn áfram að vera kærulausir og værukærir.    Veruleg fjárútlát er það sem forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja skila best.    Eigi menn bæði von á sektum sem og greiða fyrir björgun, þá gæta menn sín betur og virða vonandi viðvaranir.

Jón Óskarsson, 25.12.2013 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband