Hvernig er þetta hægt?

Svona hryllingur er að koma fyrir augu okkar Íslendinga aftur og aftur og aftur, hvernig er þetta hægt? 130 þúsund milljónir út um gluggann og ekki ein króna finnst upp í kröfur? Svona kerfi mærir flokksræðið með öllum tiltækum ráðum bæði fyrr og nú. Þjóðin viðheldur þessu kerfi með því að kjósa það yfir sig. Fjölmiðlar vinna ljóst að því að heilaþvo þennan sama almúga til hlýðni um að allt sé hér í lukkunnar standi og aldrei verið betra að búa á Íslandi. En öryrkjar og eldri borgarar svelta í þúsundum ásamt tug þúsunda fjölskyldna sem ná ekki endum saman yfir skuldsett með okurlán í allar áttir. Er ekki komin tími til að stoppa þessa geggjun? Til er ég að standa í því með þeim sem þora ef þeir þora. Sjáumst á Austurvelli og hvar sem hugsast getur til þess að láta vita að við erum alls ekki sátt við svona viðbjóð!


mbl.is Ekkert greitt upp í 130 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna fer náttúrulega ein stærati "Pink Panther" íslands !

HRUNKÓNGURINN !!!

Röð gjldþrota hjá óteljandi fyrirtækjum, tugir milljarða, sem sum hve verð greidd til baka af almannafé.

Fengurinn er geymdur á Tortóla, ( þótt hann vitti bara alls ekkert hvar sú eyja er) Allar eignir á nafni konu hans, sem btw er auðvitað samsek uppí hársrætur.

Og hver eru mótmælin ? ca 40 þús Íslendingar versla við fyrirtæki ÞEIRRA, og engin þeirra mótmælir...

Ef hann væri sjálfstæðisgringó, þá væru allar bloggsíður logandi, en af því hann styður hina, þá virðist þetta bara allt í lagi.

svie bara...

Birgir Guðjónnsson (IP-tala skráð) 20.5.2016 kl. 16:21

2 identicon

Ég verð að viðurkenna að ég botna hvorki upp né niður í þessum viðskiptafléttum.

Vona bara að einhver velviljaður útskýri fyrir mér og öðrum álíka fáfróðum hvað var í gangi í þessu tilviki sem hér er nefnt.

Agla (IP-tala skráð) 20.5.2016 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband