Hjá mér er ekkert annað en sorg að hafa upplifað annað eins og ég sá á alþingi í gær var á þingpöllum frá 15:00-23:15 allan tíman fannst mér að upplifunin væri eins og lélegt leikrit væri í gangi svo sorglegt var að horfa á alþingi. Endirinn var verstur og þungbært að sjá fólk þurfa að kjósa gegn sannfæringu sinni með icesave frumvarpinu.
Breyttu kynningunni lekið í fjölmiðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- benediktae
- eeelle
- elismar
- zumann
- morgunblogg
- sveinnelh
- minos
- jonvalurjensson
- raksig
- summi
- athena
- os
- valli57
- ansigu
- arikuld
- flinston
- beggo3
- h2o
- bookiceland
- sunna2
- bofs
- gudjul
- vardberg
- zeriaph
- handboltafregnir
- diva73
- helgigunnars
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- daliaa
- veland
- joiragnars
- jonsnae
- josefsmari
- kuldaboli
- thaiiceland
- kristjan9
- ninasaem
- skari60
- seinars
- sigurfang
- joklamus
- sigur
- sjokrimmi
- sveinn-refur
- thordisb
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér fannst það sorglegt, en í mér blundar líka reiði. Sagan mun líklega í framtíðini dæma þessa 33 föðurlandssvikara sem treysta ekki sinni eigin þjóð til að kjósa um mál. Næst verður það hjá þeim að almeningur hafi ekki þekkingu á að kjósa sér menn á þing. Gömlu Kommarnir eru kommnir aftur.
Ási Pálma (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 00:46
Allt í þágu Samfylkingirnar.
Ragnar Gunnlaugsson, 1.1.2010 kl. 02:46
Munið bara nöfn hinna 33ja sem kusu. Þeir munu "njóta" þess síðar.Já, ég finn til reiði en heimskum mönnum og drambsömum verður ekki forðað undan skakkaföllum .
Gleðilegt nýtt ár.
Árni Þór Björnsson, 1.1.2010 kl. 03:02
Sorg er rétta orðið þegar þínar færslur eru lesnar. Hélt ekki að nokkur maður gæti verið eins vitlaus eins og þú augljóslega ert.
Heil Davíð, lífs þíns frelsara. Sieg Heil!
123 (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 08:22
123 þú þorir ekki að koma fram undir nafni það geri ég vegna þess að ég skammast mín ekki fyrir að vera virkur þjóðfélagsþegn!
Sigurður Haraldsson, 1.1.2010 kl. 11:10
Þeir sem ÞORA ekki að koma hér undir nafni sýna bara það hverskonar skræfur þeir eru. Verði honum ásamt allri þjóðinni að góðu þegar við þurfum að fara borga skuldir þessa útrásavíkinga. Það er sorglegt að hugsa til þess að barnabörnin mín og önnur börn hér á landi þurfa að búa við fátækt hér um ókomin ár. 123 telur þú þig vera gáfaðan ? Nei, veistu ? þér er vorkunn ! Ég ætla ekki að eyða orku í það að vorkenna svona skræfum sem ÞORA EKKI AÐ SKRIFA UNDIR NAFNI HÉR Á BLOGGINU
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 1.1.2010 kl. 11:37
Þessi ríkisstjórn er einmitt dæmi um að okkur er ekki treystandi til að kjósa.
En við skulum ekki tala um 33 þingmenn því að við skulum gefa því séns að einhverjir hafi einmitt kosið af sanfæringu og eins er hinu megin við skulum gefa okkur að einhver hafi kosið gegn sinni sannfæringu í málinu.
Í svona stóru máli getur það ekki verið eðlilegt að þingheimur skiptist í tvennt og það svo stóra hópa, núna áttu þingmenn að leggja niður liti og hroka og vinna þetta mál saman, en þeim lánaðist það ekki og þessi úrslit segja okkur að leysa á upp þing og efna til kosninga.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 1.1.2010 kl. 16:39
Þetta var ótrúlegur dagur og kvöld á Alþingi. Ég var þar staddur líka, á sama tíma og Sigurður en þó ekki með honum........
Þessir þrjátíu og tveir (32) þingmenn tveggja flokka (Sf og Vg) og einn (1) "óháður" sögðu já við frumvarpinu:
1) Ásta R. Jóhannesdóttir, 2) Jóhanna Sigurðardóttir, 3) Steingrímur J. Sigfússon, 4) Össur Skarphéðinsson, 5) Kristján L. Möller, 6) Jón Bjarnason, 7) Árni Páll Árnason, 8) Álfheiður Ingadóttir, 9) Katrín Jakobsdóttir, 10) Katrín Júlíusdóttir, 11) Svandís Svavarsdóttir, 12) Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, 13)Róbert Marshall, 14) Ásmundur Einar Daðason (sem áður hafði lýst því yfir að hann myndi greiða atkvæði gegn frumvarpinu), 15) Valgerður Bjarnadóttir, 16) Árni Þór Sigurðsson, 17) Ólína Þorvarðardóttir, 18) Guðbjartur Hannesson, 19) Sigmundur Ernir Rúnarsson, 20) Steinunn Valdís Óskarsdóttir, 21) Helgi Hjörvar, 22) Arndís Soffía Sigurðardóttir (varamaður Atla Gíslasonar, sem var á móti samkomulaginu), 23) Björn Valur Gíslason, 24) Anna Pála Sverrisdóttir (varamaður Skúla Helgasonar, sem var beggja blands en þó meira á móti samkomulaginu), 25) Þuríður Backman, 26) Þráinn Bertelsson (sem fór inn fyrir Borgarahreyfinguna, breytti yfir í Hreyfinguna og varð síðan óháður á innan við ári), 27) Jónína Rós Guðmundsdóttir, 28) Þórunn Sveinbjarnardóttir, 29) Björgin G. Sigurðsson, 30) Lilja Rafney Magnúsdóttir, 31) Magnús Orri Schram, 32) Oddný G. Harðardóttir, 33) Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.
Þessir þrjátíu (30) þingmenn fjögurra flokka (S, F, Vg og Hr) höfðu kjark og dug til að segja nei:
1) Ögmundur Jónasson, 2) Birgitta Jónsdóttir, 3) Þór Saari, 4) Kristján Þór Júlíusson, 5) Guðmundur Steingrímsson, 6) Birgir Ármannsson, 7) Birkir Jón Jónsson, 8) Árni Johnsen, 9) Ásbjörn Óttarsson, 10) Ólöf Nordal, 11) Illugi Gunnarsson, 12) Höskuldur Þórhallsson, 13) Ragnheiður Elín Árnadóttir, 14) Unnur Brá Konráðsdóttir, 15) Vigdís Hauksdóttir, 16) Pétur H. Blöndal, 17) Einar K. Guðfinnsson, 18) Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 19) Bjarni Benediktsson, 20) Eygló Harðardóttir, 21) Sigurður Ingi Jóhannsson, 22) Jón Gunnarsson, 23) Siv Friðleifsdóttir, 24) Guðlaugur Þór Þórðarson, 25) Margrét Tryggvadóttir, 26) Gunnar Bragi Sveinsson, 27) Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, 28) Ragnheiður Ríkharðsdóttir, 29) Lilja Mósesdóttir (VG), 30) Tryggvi Þór Herbertsson.
Þannig fór það þennan örlagaríka dag. Maður dagsins hlýtur að teljast þingmaður Vg, Ásmundur Einar Daðason, sem kvaðst myndi greiða atkvæði gegn frumvarpinu, þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu vegna einnar af breytingatillögunum við frumvarpið, kvaðst líka myndi fara inn í hliðarherbergi í þinginu og skrifa undir áskorun Indefence um að forsetinn hafnaði frumvarpinu, en þegar að örlagastundinni kom sagði þingmaðurinn "JÁ" og samþykkti þar með frumvarpið sem hann hafði áður lýst yfir að hann myndi ekki samþykkja, svo mikill var kjarkurinn, heiðarleikinn og þorið á þeim bænum!!!
Snorri Magnússon, 1.1.2010 kl. 21:15
Rétt högni það er ekki önnur leið fær en að leysa upp þingið í staðinn ætti að ríkja óháð stjórn meðan við endurskipuleggjum kerfið þetta flokksræði virkar ekki það er orðið ljóst.
Sigurður Haraldsson, 3.1.2010 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.