Minna atvinnuleysi.

Þarna kemur það fram sem kom í fréttum að atvinnuleysi væri minna nú en sama tíma í fyrra!

Sem sagt fólk flýr sökkvandi skútu flóknara er það ekki!


mbl.is Allt að 10 búslóðir fluttar til Noregs í hverri viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta kemur atvinnuleysi ekkert við, að fólk skuli yfirgefa landið er uppsöfnuð gremja fólks sem er búið að bíða eftir skjalborginni góðu, almennur íslendingur eru gersamlega búnn að fá upp í kok af lygi og illri meðferð stjórnvalda á þeim, og ekki virðist það batna, skattpíningin heldur áfram og mun halda áfram.

Kæru landar ef þið viljið fjölskyldunni hið besta og byggja góða og trygga framtíð barna ykkar, þá er svarið fyrir utan landsteina Islands.

Vilhjálmur (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 06:05

2 Smámynd: GunniS

þetta minkandi atvinnuleysi verð ég ekki var við, ég geri ekkert nema fá nei svör í tölvupósti vegna starfa sem ég sæki um. ég hef prófað oftar en einu sinni að senda mail til alþingismanna og benda þeim á mína stöðu, mjög fáir svara. ég er búin að vera án vinnu síðan nóv 2008 eða rétt fyrir hrun. 

mér finnst þetta minkandi atvinnuleysi vera tímabundið ástand, og í haust muni það aukast aftur, ég horfði upp á þetta sama í fyrrasumar , þá var hlaupið upp til handa og fóta og reynt að hjálpa aumingja skólafólkinu um vinnu, þó að þúsundir manna væru án vinnu og hefðu verið það mánuðum saman.

ég segi fyrir mig að ég fyllist meira og meira vonleysi og sé ekki framtíð á íslandi þar sem einga vinnu er að hafa.  

GunniS, 17.6.2010 kl. 07:03

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég var að sjá eftir þremur aðilum til Færeyja nú nótt til smíðavinnu einnig þekki ég marga tugi mamma sem hafa farið út frá atvinnuleysi og vosbúð, sjálfur er ég  atvinnulaus að hluta og get ekki þegið bætur vegna þess að ég er sjálfstæður með rekstur, þannig er fyrir mörgum komið með fyrirtæki sem hafa nánast enga vinnu eru að éta sig upp innanfrá ekkert eftir nema pakka saman og flestir geta það ekki vegna þess að þeir eru stór skuldugir bankinn á þá!

Sigurður Haraldsson, 17.6.2010 kl. 07:17

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

"Marga tugi manna" á að standa þarna þótt sumir myndu eflaust ákalla móður sína í vonleysinum sem nú ríkir!

Sigurður Haraldsson, 17.6.2010 kl. 07:19

5 identicon

GunniS- Af hverju ert ekki farinn? Þú þarft ekki að vera faglærður til að fá vinnu í Noregi,Svíþjóð eða Danmörku. Það er bara að drífa sig + að atvinnurekendur í þessum löndum bera virðingu fyrir duglegu fólki sem vinnur fyrir þá, sem er dálítið annað, en á Íslandi.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 09:40

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sumir vilja vera hér á skerinu en því miður er fátt sem bendir til að það verði hægt mikið lengur!

Sigurður Haraldsson, 17.6.2010 kl. 11:47

7 Smámynd: GunniS

jah. til að byrja með þá á ég ekki um 500 þús sem mér skilst að kosti undir 20 feta gám. í öðru lagi þá er ég pínu feimin við að stökkva út í köldu laugina án þess að vita hvað hún er djúp. 

ég er með meiraprófið og var að spá í að reyna að fá vinnu út á það þarna úti, hef sé mikið auglýst af þannig störfum. ég þyrfti að byrja á að reyna að selja eitthvað af draslinu mínu. 

GunniS, 17.6.2010 kl. 13:48

8 identicon

GunniS - Það er nóg dót í útlöndum, bíddu með gáminn og seldu helst allt draslið. Ef þú kemur þér út, þá verður það þín mesta gæfa. Ég tala af egin reynslu. Best er ef þú þekkir einhvern sem er farinn út og vill taka á móti þér. Þú þarft lögeimili í nýja landinu og skattkort og þá ertu ofaná. Annars byrjar þú á að fá vinnu, en atvinnurekendur eru mjög hjálpsamir með að útvega húsnæði. Og ekki bíða. Þú skalt gera þetta NÚNA. Góða ferð.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband