Hvað er til ráða?

Verð á fóðri, áburði, olíu, rafmagni, dýralæknakostnaði, plasti, vélum, varahlutum, lánum og mörgum öðrum vörum hefur hækkað um tugi og jafnvel hundruð prósenta til bænda á meðan afurðarverð hefur ekki hækkað nema um nokkur prósent og með sama áframhaldi stefnir landbúnaðurinn beint í þrot!
mbl.is Verðhækkun á fóðri væntanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er til ráða....það er ekki flókið mál. Ganga sem fyrst í Evrópusambandið, þá hverfa tollar, þá hverfa GENGISHÆKKANIR, þá hverfur allt bull eins og einokun á innflutningi, og bændur geta loksins orðið samkeppnishæfir.

Miss Piggy (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 22:27

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Halló er það málið en þá hverfa líka öll höft á innfluttri matvöru og þar með er landbúnaður óþarfur á íslandi og um leið fjúka átt þúsund störf og landsbyggðin verður draugaþorp og eyðibyli!

Sigurður Haraldsson, 13.9.2010 kl. 22:31

3 identicon

Það hverfur ekkert, það er bara hræðsluáróður sjálfstæðismanna og vinstri grænna í Heimsýn, sem þeir birta í Bændablaðinu.

Við erum með besta kjötið....fólk hættir ekki að kaupa það.

Það verður hrynur ekki neitt. Bara þessi færsla þín sýnir svart á hvítu hvers vegna það verður að lækka innflutningskostnað á þessum vörum, annars fara bændur á hausinn. 

Breytingar eru ekki af hinu illa, sérstaklega ef það verður ódýrara að reka búið. Það sem þarf að gera er að losa milliliðina og glæpamennina í Bændasamtökunum og tengslin þeirra við pólitíkina. 

Miss Piggy (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 22:37

4 identicon

Miss Piggy, þú ert greinilega úti á þekju hvað varðar ESB,,,sorry. Sigurður hefur á réttu að standa. Ég bjó í evrópu fyrir og eftir esb og það er sko ekkert halelúja í gangi þar. Almenningur er ekki par hrifin af þessum breytingum. Þetta er Mass-manipulation! og ég er ekki paranoid, ég lifði breytinguna. Nei takk! Ekki aftur....

anna (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 22:48

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góður punktur með milliliðina og glæpamennina í Bændasamtökunum sem eru tengdir við spillinguna.

Sigurður Haraldsson, 13.9.2010 kl. 22:49

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk Anna þú ert ekki eina manneskjan sem upplifir ESB sem einhverskonar ofríki í ríkjunum og það sem meira er að það er að hrynja til falls ásamt Evrunni.

Sigurður Haraldsson, 13.9.2010 kl. 22:55

7 Smámynd: Tómas Waagfjörð

ESB er hluti af draumi vissra einstaklinga.

Bara ef fólk myndi kynna sér hvað er í gangi í stað þess að gleypa allt hrátt sem birtist í fjölmiðlum þá væri allt svo miklu auðveldara.

Hvað haldur fólk að muni ske þegar stofnun sem heyrir ekki undir neinn nema sjálfa sig er kominn með öll völdin?

Það er víst tilgangslaust að berja hausnum við vegginn og reyna sannfæra fólk um að heiminum sé að stórum hluta stjórna af vondu fólki, fólki sem svífst einskins til að ná fram markmiðum sínum.

Almenningur trúir því ennþá að sameinu þjóðirnar séu góð og gild stofnun, en fáir vita að Rockafeller gaf lóðina undir aðalbyggingu UN og Rockafeller hafi vissar skoðanir á hvernir heimsskipanin átti að vera, og  lýðræði og réttlæti var aldrei inn í þeirri hugmyndafræði. Enda er UN getulaus stofnun í einu og öllu nema þegar kemur að því að setja einhver höft á lönd sem þegar hafa það skítt. 

Það er orðið doldið þreytt að vera "skrítni" gaurinn sem sér samsæri í nær hverju horni á meðan "venjulegt" fólk gengur um með lokuð augun og er svo rosa hissa þegar "óvæntir" atburðir gerast, svona eins og heilu löndin fari á hausinn, og almenningur missir megnið af eignum sínum á nokkurra áratuga fresti.

Fólk er einfaldlega upp til hópa algjör fífl og hjarðdýr sem eru mötuð á vitleysu allt sitt líf og allt það sem er ekki meginstraums er bull og vitleysa í huga þess.

Ég er satt að segja að missa alla von um að okkur mannkyninu sem heild sé viðbjargandi vegna þess að upplýsingarnar eru þarna úti, fólk vill bara ekki sjá hvað er að ske.

Tómas Waagfjörð, 14.9.2010 kl. 03:26

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Tómas og velkominn á síðunna. Já það er hárrétt hjá þér það sem þú segir en því miður þá er ekki hlustað því er ráðgáta hvað er til ráða og á stundum hugsar maður já bjargi sér hver sem betur getur og hættu að hugsa um hag náungans en ég get það ekki því að mér er hugleikið að sem flestir geti lifað sómasamlegu lífi og um leið að kerfið virki ekki þannig að nokkrir einstaklingar haldi ekki áfram að sópa til sín fé almennings og lifi í vellystingum eins og nú er það þarf ekki frekari vitnana við dæmin sanna það!

Sigurður Haraldsson, 14.9.2010 kl. 07:48

9 identicon

ég bjó líka í evrópusambandsríki og það er rétt það var ekki allt eintómur draumur. En staðan eins og hún er í dag, miðað við stöðuna að vera innan ESB er ekki sambærileg.

Þetta ástand núna getur ekki verið verra, og það er alveg með ólíkindum að horfa upp á svona umræður eins og þessa, þar sem núverand ástand er mært uppí topp og krónan sögð bjargvættur, þegar hún kom okkur í þessa stöðu.

Hvernig getiði haldið því fram að það sé sé vont að vera í ESB þegar við sitjum ein í á kafi í eigin skít og skuldaspúpu og svo haldiði fram að það sé svo ógeðslegt að vera í ESB?

Miss Piggy (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 08:11

10 identicon

Nágrannakona mín þýsk að uppruna stundar búskap með nokkuð stórt býli. Hún er búin að lesa allar ESB tilskipanir varðandi landbúnað, á þýsku. Eftir þann lestur sagði hún að daginn, sem skrifað yrði undir samning um ESB, myndi hún senda allan sinn búpning í sláturhús, það væri enginn grundvöllur fyrir landbúnaði eftir það hér á landi. Bara skýslugerðin tekur 10 klst á viku að fylla út fyrir hvert meðal bú. Það er ein blaðsíða um það hvernig þú keyrir traktorinn þegar þú ert að fara með fóður inn á fóðurgang. Það er ekki mikið að hafa út úr landbúnaði, við erum komin yfir þolmörkin og fáum ekki hækkanir sem við þurfum, til að lifa sæmilegu lífi, svo er verið að tala niður til okkar að við getum enn hert sultarólina. Ég fæ ekki börnin mín til að taka við af mér, af því landbúnaðurinn gefur svo lítið af sér.

Jórunn Eggertsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 17:00

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl Jórunn þetta er þróunin alstaðar á landinu endurnýjun er ómöguleg vegna þriggja þátta það er upphæðin sem þarf að borga fyrir býlin með kvótanum og fækkun bænda sem kemur niður á samfélaginu ásamt lítilli framlegð vegna hækkunar aðfanga sem mun ekki breytast þótt við göngum til ESB!

Sigurður Haraldsson, 14.9.2010 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband