En hvaðan fengu auðmennirnir féð?

En hvaðan fengu auðmennirnir féð? Var það ekki eins og flestir auðmenn svikið út úr almenningi með gríðarlega háum launum og millifærslum úr bankakerfinu?
mbl.is Sviku fé út úr 50 auðmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

norskir auðmenn og íslenskir eru ekki af sama sauðahúsi Sigurður.. þeir norsku eiga sína peninga, þeir íslensku stela þeim

Óskar Þorkelsson, 16.3.2011 kl. 10:12

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fréttin svarar spurningunni en þar segir:

„Svikahrapparnir gáfu út fölsuð skilríki og fengu gjaldkera til að millifæra upphæðir á reikning í öðrum banka. Þeir tóku síðan út smáar upphæðir mörgum sinnum til að vekja engar grunsemdir“.

Svo virðist sem þeir hafi fengið vitneskju um reikningsnúmer og nöfn eigenda innlánsreikninga, kannski þeir hafi átt sér vitorðsmenn.

Íslensku auðmennirnir rændu eða „átu“ bankana og fyrirtækin að innan eins og hver önnur meinsemd.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.3.2011 kl. 11:57

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Óskar já það má vera og vonandi þeirra vegna!

Sæll Guðjón já viðbjóðsleg meinsemd sem okkur ber að uppræta!

Sigurður Haraldsson, 16.3.2011 kl. 23:09

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fyrrum var sagt: „Illa fenginn auður, létt forgengur“ eða þannig. Oft hefur verið sagt að glæpir borgi sig aldrei, fyrr eða síðar kemst upp um kauða.

Verst er hve erfiðleikum er bundinn að hafa upp á því mikla fé sem þessir þokkapiltar höfðu af okkur. Sjálfsagt hefur margt farið í ýmsan lúxús: flotta bíla, einkaþotur, rándýr vín og veislur, kannski vændiskonur. En nú eru á 3ja hundrað manns á skrá hjá sérstökum saksóknara sem hafa réttarstöðu manna sem grunaðir eru um græsku, þeir eiga von á misjafnlega þungri ákæru og dóm. Hvað eigum við að gera við þessa fjölmennu hjörð? Sagt er að í svínabúunum á Íslandi safnist fyrir skítur, mikill skítur. Mætti ekki láta þessa pjakka afplána með því að dreifa svínaskít sem er sérstaklega illa þefjandi? Með því gætu þeir gert þjóðfélaginu eitthvert gagn sem þeir ollu svo miklu tjóni.

Svo mætti ráða nokkra presta til að messa yfir þeim klukkutímum saman. Það gæti haft góð varnaðaráhrif! Að lenda í svona meðferð væri refsihækkun!

Kv.

Mosi

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.3.2011 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband